Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.07.2014, Qupperneq 12

Fréttatíminn - 04.07.2014, Qupperneq 12
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Rit- stjórar: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is og Sigríður Dögg Auðuns dóttir sigridur@frettatiminn.is. Fréttastjóri: Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Útgáfustjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. Á Á bóluárunum fyrir hrun fluttist fólk hingað til starfa í miklum mæli. Margir hafa fest rætur, aðrir hafa snúið aftur heim, eins og gengur. Eftir efnahagshrunið snerist dæmið við. Atvinnuleysi, sem hafði nánast ekkert verið, mældist um 1 pró- sent í janúar, fór yfir 9 prósent snemma árs 2009 og náði hámarki árið 2010. Margir atvinnulausir – og þeir sem misst höfðu eigur sínar – sáu á þeim tíma ekki aðra lausn en að leita vinnu ytra. Nor- egur var áfangastaður flestra. Fólksflóttinn var vissulega áhyggjuefni, ekki síst að missa ungt og vel menntað fólk til annarra landa, fólk sem tímabundið fann ekkert við sitt hæfi. Nú, fimm og hálfu ári eftir hrun, hefur staðan breyst, atvinnuhorfur eru betri og atvinnuleysi þar af leiðandi minna. Vonir um efnisleg lífsgæði hér á landi eru því góðar – þótt þjóðin sé enn að fást við afleiðingar efnahags- hrunsins – og atvinnulíf- og fjár- málakerfi enn um hríð bundið á klafa hafta. Nýjustu tölur sýna að atvinnuleysi hefur ekki verið minna frá hruni. Skráð atvinnuleysi í maí var 3,6 prósent en að meðaltali voru 6.293 skráðir atvinnulausir í mánuðinum og hafði fækkað um 508 að meðaltali eða um hálft prósentustig milli mánaða. Tæpur fjórðungur atvinnulausra hefur verið án atvinnu skemur en þrjá mánuði og tæpur helmingur skemur en sex mánuði. Í samantekt Alþýðusambands Íslands kemur fram að almennt megi búast við jákvæðri þróun á næstu mánuðum og minnkandi atvinnuleysi yfir sumartímann. „Umsvif í hagkerfinu koma til með að fara vaxandi þar sem mikil íbúðafjárfesting og stór verkefni atvinnuveganna munu ýta undir fjölgun starfa,“ segir þar. Aðrar mælingar sýna stöðu fólks hér í sam- anburði við önnur lönd. Hagstofa Íslands birti í vikunni töflu um skort á efnislegum lífsgæðum í einstökum Evrópuríkjum. Þar er staða Íslands eftir atvikum góð. Betur að vígi standa Sviss, Svíþjóð, Noregur, Lúxemborg og Holland – en Ísland er í sjötta sæti, ofar en Danmörk, Finnland, Austurríki, Belgía og Frakkland, svo næstu lönd séu talin – og mun ofar en Bretland og Evrusvæð- ið metið sem heild. Þá eru ótalin löndin sem verst eru sett, í Suður-Evrópu en ekki síst í austurhluta álfunnar en neðst á listanum eru Litháen, Króatía, Ungverjaland, Lettland, Rúmenía og Búlgaría. Árið 2013 bjuggu 6,7% Íslendinga við skort á efnislegum lífsgæðum en til samanburðar voru 4,5% í sömu stöðu í Noregi (miðað við tölur frá 2012) en 7,5% í Danmörku, 8,9% í Finnlandi og 16,2% á Evrusvæðinu. Í marghráðu Grikklandi var hlutfallið 33,7% en 61,6% í Búlgaríu þar sem efnis- leg lífsgæði voru minnst meðal Evrópulanda. Skortur á efnislegum lífsgæðum var hverf- andi hér á landi í aðdraganda hrunsins, fór niður í 2,5% árið 2008. Hlutfallið var þó ekki hærra árin 2010-2013 en verið hafði árabilið fyrir hrun, 2004-2007. Í heildina tekið búum við Íslendingar því við bærileg efnisleg lífsgæði í samanburði við aðrar Evrópuþjóðir – og vonir standa til að staða okkar batni komi ekkert óvænt upp á enda eigum við ekki að sætta okkur við neitt annað en bestu stöðu. Staða einstakra hópa samfélagsins er þó mun verri en meðaltalstölur segja til um. Í fyrra skorti 25,2% heimila einhleypra með börn efnisleg lífsgæði. Hlutfallið meðal einhleypra og barnlausra var 11,7%. Þá var hlutfallið hátt meðal atvinnulausra, 21,5% og öryrkja, 24,6%. Það er óviðunandi. Hlutfallið var hins vegar 4,1% meðal fólks í fullu starfi. Þessar tölur sýna svart á hvítu mikilvægi öflugs atvinnulífs, að fyrirtækin fái að blómstra svo þau geti veitt fólki vinnu. Með þeim hætti má ýta frá böli atvinnuleysis og stuðla að almennum efnis- legum lífsgæðum. Þar hafa aðgerðir stjórnvalda mikið að segja sem og skynsamlegir kjarasamn- ingar. Evrópskur samanburður efnislegra lífsgæða Mikilvægi öflugs atvinnulífs Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Vikan í tölum 1.600 1. 20 0 .0 0 0 .0 0 0 183.000.000 89 67 mínútur lék aron Jó- hannsson með lands- liði Bandaríkjanna á Hm í knattspyrnu. prósent hækkun var á mánaðargreiðslu fyrir öryggishnappa sem eldri borgarar nota gjarnan. króna hagnaður varð af rekstri fjármálafyrirtækisins Gam management, betur þekkt sem Gamma, í fyrra. Það er rúmum fjörutíu milljónum minni hagnaður en árið 2012. erlendir gestir mæta á tónlistarhátíðina all tomorrow’s Parties sem haldin verður í Keflavík í næstu viku. Portishead er eitt af aðalnúmerum hátíðarinnar. kr ón a gr ei ði r R ea l So ci ed ad fy ri r a lf re ð Fi nn - bo ga so n se m li ði ð ke yp ti fr á H ee re nv ee n í H ol la nd i. Prófaðu reiknivélina á www.on.is og sjáðu hvað ísskápurinn, frystikistan og önnur eldhústæki nota mikið rafmagn. Við erum heppin að náttúran skuli sjá okkur fyrir meira en nóg af orku til að létta okkur lífið svo um munar. Forsenda þess að við getum farið vel með auðlindirnar og lækkað kostnað er að vita hvað er í gangi og hversu mikla orku raftækin nota að staðaldri. Á on.is er handhæg reiknivél sem auðveldar þér að sundurliða orkunotkun heimilisins og meta kostnaðinn í heild og við einstaka þætti. Orka náttúrunnar framleiðir og selur rafmagn til allra landsmanna á samkeppnishæfu verði. Við viljum nýta auðlindir af ábyrgð og nærgætni og bæta lífsgæðin í nútíð og framtíð. ORKA NÁTTÚRUNNAR Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík · Sími 591 2700 · www.on.is · on@on.is HVAÐ FER MIKIL ORKA Í AÐ HALDA MJÓLKINNI KALDRI? 12 viðhorf Helgin 4.-6. júlí 2014
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.