Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.07.2014, Page 14

Fréttatíminn - 04.07.2014, Page 14
Lífrænt Hvar, hvernig og hversu dýrt? Akursel sólheimAr hæðArendi engi nlFÍ BjArkArás móðir jörð skAFtholt BúlAnd BergsstAðir hnjúkAr krossAr mæliFellsá Brekkulækur Ytri-FAgridAlur miðhrAun VArmAlækur neðri-háls hVestuVeitA dýrFiskur lífræn vottun Vottunarmerki túns er notað við merkingar líf- rænna afurða og merkið er trygging neytandans fyrir því að varan sé framleidd samkvæmt alþjóðlegum stöðlum. Vottunarstofan tún sem sér um allt gæðaeftirlit. Vistvæn vottun Þeir sem stunda vistvæna ræktun mega, ólíkt líf- rænum ræktendum, nota tilbúinn áburð, fyrirbyggj- andi lyf og varnarefni, en innan tiltekinna marka. gæðaeftirlit og vottun er í umsjá búnaðarsambanda. Verðdæmi: mjólk Lífrænt frá BioBú: 250 kr./ l. Til samanburðar: MS Nýmjólk: 159 kr./ l. hrein jógúrt Lífræn frá BioBú: 95 kr. Til samanburðar: MS: 91 kr. egg, 6 stk. Lífræn frá Sólheimum: 350 kr. Til samanburðar: Vistvæn brúnegg: 598 kr. Landnámshænuegg: 648 kr. Stjörnuegg: 329 kr. Agúrkur Lífrænar frá Akri: 998 kr./ kg. Til samanburðar: Garðyrkjumiðstöðin Gufuhlíð: 420 kr./ kg. kirsu berja- tómatar Lífrænir frá Sólheimum: 1.778 kr./ kg. Til samanburðar: Brún Flúðum: 1.192 kr./kg. lambalæri Lífrænt frá Brekkulæk: 2.622 kr./kg. Til samanburðar: Ókryddað lambalæri úr kjöt- borði Krónunnar, 1.flokkur: 1.498 kr./kg. nautahakk Lífrænt frá Skaftfelli: 2547 kr./kg. Til samanburðar: 100% ungnautahakk úr kjöt- borði Krónunnar: 1.698 kr./kg. SVína-og kjúklingakjöt á Íslandi er engin fram- leiðsla, hvorki á lífrænu svínakjöti né kjúklingi. Hvað er lífrænt bú? lífrænn búskapur felur í sér að afurðir eru framleiddar í sátt við dýr og umhverfi. Við jarðrækt eru engin erfðabreytt efni, enginn tilbúinn áburður né eiturefni notuð við framleiðsluna. Einungis lífræn efni eru notuð til varnar sjúkdómum og skordýrum. Það sama á við þegar kemur að beitilöndum og fóðrun dýra sem alin eru til kjötframleiðslu en þau verða að vera getin, fædd og alin upp við lífræn skilyrði. Allur húsakostur verður að lúta ákveðnum gæðaeftirliti og dýrin verða að fá að njóta útivistar hvern dag, ef veður leyfir. Lögð er áhersla á að fyrirbyggja sjúkdóma og efla mótstöðuafl dýranna með góðri umönnun og réttri fóðrun í stað þess að treysta á lyf og venjubundnar lækningar. Vottunarstofa getur leyft bólusetningar og notkun annara lyfja í samráði við dýralækni, aðeins ef náttúrulega aðferðir koma ekki að gagni. mjólk og nautakjöt bio-bú sér um alla framleiðslu á lífrænum mjólkurafurðum. mjólkin kemur frá neðri-Hálsi, skaftholti og búlandi. Þau býli sem afla líf- rænnar mjólkur selja líka lífrænt nautakjöt en magnið er það takmarkað og eftir- spurnin það mikil að það kemst næstum aldrei í hillur verslana. lambakjöt Tíu býli á landinu fram- leiða lífrænt lambakjöt. til að fá lífræna vottun má til að mynda enginn tilbúinn áburður vera notaður á túnin og ánum aldrei hafa verið gefið kemískt fóður. Þar að auki þarf slátrunin að fara fram í sláturhúsi saH afurða ehf. á Blönduósi sem er eina sláturhús landsins sem hefur vottun til móttöku á lífrænu sauðfé. egg sólheimar í grímsnesi er eina búið sem fram- leiðir lífræn egg. Þar að auki eru nokkur býli með landnámshænuegg sem eru undan hænum sem fara daglega út. meirihluti eggja á Íslandi kemur úr verksmiðjubú- skap. hluti þeirra eru vistvæn og komu undan „frjálsum“ hænum en sú aðferðafræði tilheyrir verksmiðjubúskap þar sem hænunum er aldrei hleypt út. grænmeti, korn og kryddjurtir ræktendur lífræns grænmetis, korns og kryddjurta eru níu talsins en að auki eru ellefu býli skráð sem safna viltum jurtum og sjávargróðri. Neytendur verða sífellt betur meðvitaðir um það sem þeir setja ofan í sig. Val okkar sem neytendur hefur áhrif á umhverfið og aðbúnað dýra. Lífrænn búskapur hefur aukist í seinni tíð á Íslandi, ekki síst vegna aukinnar eftirspurnar, en hann felur í sér að afurðir séu framleiddar í sátt við dýr og umhverfi. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is www.siggaogtimo.is Verð kr 144.000.- parið 14 fréttaskýring helgin 4.-6. júlí 2014

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.