Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.07.2014, Síða 20

Fréttatíminn - 04.07.2014, Síða 20
D avid Robertson byrjar spjallið á því að spyrja hvort það verði ekki klippt út ef hann fer að bulla eitthvað. Þegar hann var ungur þá keppti hann í hlaupum fyrir Eng- lands hönd og fór þá stundum í viðtöl sem hann var aldrei neitt sérstaklega góður í. „Ég er alinn upp í Kent sem er lítil borg í suðaustur Englandi. Ég ætlaði að verða hlaupari, eins og ég segi, en þeg- ar ég var um 23 ára þá meiddist ég illa, sem varð til þess að ég hætti að hlaupa. Þá fluttist ég til London og fór að búa þar, sem er nánast full vinna. Fór að vinna sem arkitekt þar, eða sem aðstoð- armaður arkitekta þar sem ég er ekki lærður slíkur. Ég lærði tækniteiknun sem nýtist vel í starfi arkitekta, ég vann við það í um það bil tíu ár í London.“ En af hverju Ísland? hvernig kom það til? „Konan mín er íslensk. Við hittumst á Íslandi. Vinkona mín hafði flutt hing- að og ég kom að heimsækja hana. Ég hafði heimsótt Ísland nokkrum sinnum áður en ég flutti hingað. Í einni heim- sókninni kynntist ég konunni minni, Sveinbjörgu Pétursdóttur viðskipta- fræðingi og ég ákvað að flytja bara hingað. Stofan sem ég hafði verið að vinna fyrir í London fór á hausinn, ég var búinn að kaupa hús með systur minni þar og það er dýrt að búa í Lond- on svo ég flutti bara til Reykjavíkur. Það var einhvernveginn mjög auðveld ákvörðun. Mig hafði alltaf langað til þess að búa í Skandinavíu, ég hef hrif- ist af skandinavískum lífsstíl og þessari þunnu línu milli stórborgar og náttúru. Þetta small einhvernveginn allt saman. London er ekki auðveld borg að búa í og í rauninni ekki hægt að hafa það gott þar nema þéna allverulega. Reykjavík er töluvert auðveldari á allan hátt.“ Stofnaði hjólreiðaverkstæði í kjölfar hruns „Þegar ég kem til Íslands vann ég stuttlega hjá arkitektastofu og einn- ig sem ljósmyndari. Ég flutti hingað á röngum tíma til þess að verða arki- tekt, stuttu eftir hrun svo hjólreið- arnar komu snemma inn í myndina. Ég ætlaði mér alltaf að gera eitthvað hjólatengt og ef ég hefði ekki farið út í hlaupin ungur þá hefði ég örugglega valið hjólið. Svo það var ekki tilviljun ein að ég skyldi fara út í það þegar ég kom til Íslands. Þegar hrunið skall á höfðum við eignast eldri son okkar svo ég fór í fæðingarorlof og hugsaði vel um það sem mig langaði að gera. Þegar orlofið var búið þá stofnaði ég fyrstu vinnustofuna undir nafninu Kría.“ Stefndi á ólympíuleika David ætlaði sér alltaf á ólympíuleika til þess að keppa fyrir sína þjóð. „Ég á ennþá met á Englandi sem hafa ekki verið slegin, sem er mjög ánægju- legt 20 árum síðar. Í húsakynnum hlaupasambands Stóra-Bretlands eru myndir uppi á vegg af þeim sem eiga metin í öllum vegalengdum sem keppt er í. Hlaupagoðsögnin Steve Ovett á metið í öllum greinunum nema einni.“ Þar er mynd af okkar manni, sem á ennþá unglingametið í 1500 metrum sem er 3:40:09, sem í dag kæmi honum á ólympíuleika. „Ég var ágætur,“ segir David og glott- ir. „Ég fór á stuttum tíma úr því að verða 5. besti í Kent yfir í það að verða 5. besti á Englandi. Þá áttaði ég mig á því að þetta ætti vel við mig. Ég vann mikið af mótum og keppti fyrir Englands hönd, bæði á heimsmeistaramótum og Evr- ópumótum frá 15 ára til 23 ára aldurs. Takmarkið voru ólympíuleikar en einu sinni sem ég var að kæla mig niður eftir hlaup þá meiddist ég. Ég keppti í þrjú ár eftir að ég meiddist en fannst alltaf eins og ég væri að hlaupa á annarri löppinni, svo ég hætti.“ Þeir sem hjóluðu voru álitnir skrýtnir „Mér líður vel á Íslandi. Ég á tvo syni, 6 ára og svo einn sem fæddist í maí. Þegar ég kom hingað langaði mig að gera eitthvað hjólatengt því landið býður svo mikið upp á það. Ég hafði selt systur minni minn helming í hús- inu sem við keyptum svo þegar ég kom hingað þurfti ég ekki að finna vinnu strax. Hafði smá svigrúm til þess að líta í kringum mig og hugsa næsta skref. Ég byrjaði á því að opna vinnustofu þar sem ég tók gömul hjól hjá fólki og gerði þau upp sem ný. Styrkti þau og gerði þau flott. Þetta spurðist frekar fljótt út sökum þess að Dr. Gunni skrifaði grein um mig og vinnustofuna. Í dag geri ég ekki upp hjól. Kría er verslun með ný hjól. Ég er umboðsaðili fyrir hjól sem heita Specialized, og koma frá Banda- ríkjunum.“ Á Íslandi er mikil gróska í reiðhjóla- menningu og margir sem segja það hafa byrjað með tilkomu David og hans áhuga á að gera reiðhjól aftur móðins. „Það er notalegt að heyra það, við Bjó til hjólreiðamenningu á Íslandi David Robertson er fertugur Englendingur sem býr á Íslandi. Hans saga er eins og margra erlendra íbúa landsins. Kynntist íslenskri stúlku og endaði í Reykjavík. Hann ætlaði sér ungur að verða atvinnuhlaupari og hafði alla burði til þess og var farinn að keppa fyrir Englands hönd sem unglingur. Svo ætlaði hann sér að verða arkitekt en endaði sem reiðhjólaverslunareigandi í Reykjavík. Margir segja David ábyrgan að hluta fyrir þeirri miklu reiðhjólamenningu sem náð hefur fótfestu á Íslandi. David í Kríu vonar að fleiri Íslendingar byrji að hjóla og hugsi um hjólreiðar eins og hverja aðra íþrótt. Hann var á dögunum kjörinn formaður nýs Hjólreiða- sambands Íslands. „Ég var ágætur,“ segir David og glottir. „Ég fór á stuttum tíma úr því að verða 5. besti í Kent yfir í það að verða 5. besti í Eng- landi og þá áttaði ég mig á því að þetta ætti vel við mig.“ Orkuforðinn okkar Vatnsaflsstöðvar nota fallþunga vatns til að knýja hverfla sem vinna rafmagn. Úrkomu og leysingavatni af jöklum landsins er safnað í uppistöðulón, sem flest eru á hálendinu. Miðlunarlónin eru góð geymsla fyrir raforku og gera kleift að vinna rafmagn jafnt og þétt allt árið. Hálslón er vatnsmesta lón landsins. Þegar lónið fyllist síðsumars er vatni veitt um yfirfall sem steypist í um 100 metra háum fossi, Hverfanda, niður í Hafrahvammagljúfur. Verið velkomin í heimsókn í sumar! Kárahnjúkastífla: Leiðsögumaður tekur á móti gestum alla miðvikudaga og laugardaga kl. 14-17. Búrfellsstöð: Gagnvirk orkusýning er opin alla daga kl. 10-17. Vindmyllur á Hafinu: Starfsfólk tekur á móti gestum alla laugardaga í júlí kl. 13-17. Kröflustöð: Jarðvarmasýning er opin alla daga kl. 10-17. www.landsvirkjun.is/heimsoknir *Vatnsmagn í miðlunarlónum er mælt í gígalítrum (milljörðum lítra). Krókslón - 140 Gl. Hágöngulón - 320 Gl. Blöndulón - 412 Gl. Þórisvatn - 1400 Gl. Hálslón - 2100 Gl. Sultartangalón 109 Gl. • Kelduárlón 60 Gl. • Hrauneyjalón 33 Gl. • Sporðöldulón 25 Gl. • Gilsárlón 20 Gl. • Bjarnalón 5 Gl. • Ufsar– og Vatnsfellslón 3 Gl. 20 viðtal Helgin 4.-6. júlí 2014

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.