Fréttatíminn - 04.07.2014, Page 30
É g var í námi í Kaupmanna-höfn í fjögur ár og bjó þar samtals í níu ár svo ég þekki
það vel að búa í Danmörku. Mér
var boðin þessi staða og langaði að
prófa, ég lærði kvikmyndagerð við
þennan skóla svo þeir áttu ekki í
erfiðleikum með að ná í mig,“ segir
Dagur Kári Pétursson.
Það hljóta að vera viðbrigði að
fara úr starfi kvikmyndagerðar-
mannsins, sem getur verið mjög
óreglulegt hvað tíma varðar og
slíkt, yfir í það að sinna skrifstofu-
starfi í háskóla. Hvernig lagðist
það í þig að verða yfirkennari í Den
danske Filmskole?
„Það voru mikil viðbrigði. Í raun-
inni í fyrsta sinn síðan ég var í ung-
lingavinnunni að ég er með fastar
tekjur og þarf að skila skattkorti.
Á einu ári sem kennari hef ég lært
meira en ég gerði á fjórum árum
sem nemandi, svo þetta er mjög
lærdómsríkt. Það er góð tilfinn-
ing að fara aftur á byrjunarreit og
komast að því hvar maður byrjaði
og af hverju.“
Dagur flutti út með unnustu
sinni og tveimur börnum þeirra, en
Dagur á níu ára stúlku af fyrra sam-
bandi og á stefnuskránni er að hún
flytji út til Danmerkur í haust.
Endurræsti heilastöðvarnar
Dagur hefur ekki gert kvikmynd í
fimm ár síðan hann gerði A Good
Heart. Hann gerði þá mynd til þess
að hasla sér völl á Ameríkumarkaði
og gríðarleg vinna og tími sem fóru
í þá framleiðslu.
„Það tók svolítið á að gera þá
mynd. Áður en ég gerði hana var
ég fjögur ár í biðstöðu. Ég hélt
alltaf að ég væri að fara af stað, en
síðan komu alltaf smá frestanir sem
enduðu í fjórum árum. Það tekur
allt miklu lengri tíma þegar maður
er að feta sig í þessu Hollywood-
systemi. Hefði ég vitað í byrjun að
þetta hefði tekið svona langan tíma,
þá hefði ég gert eitthvað annað í
millitíðinni. Svo þetta var erfiður
tími. Myndin var líka erfið í vinnslu
Í fyrsta sinn síðan í
unglingavinnunni
sem ég skila
skattkorti
Dagur Kári Pétursson kvikmyndaleikstjóri hefur ekki
verið mikið í sviðsljósinu undanfarin ár. Hann gerði
síðast myndina A Good Heart árið 2009 og fyrir ári
söðlaði hann um og flutti til Kaupmannahafnar. Þar
gerðist hann yfirkennari leikstjóradeildar Den danske
Filmskole. Dagur er þó að vinna að nýrri mynd og er
hún á eftirvinnslustigi. Dagur Kári missti áhugann á
kvikmyndagerð, en fékk hann þó aftur.
og ég upplifði ákveðið „burn-out“ í
kjölfarið og ætlaði að snúa mér bara
að einhverju öðru.
Ég ákvað að fara í Listaháskólann
og skráði mig í tónsmíðadeildina og
var þar í tvo mánuði.“
Náðirðu að toppa á þessum tveim
mánuðum eða kom eitthvað upp á?
„Það sem var matreitt þarna á
þessum tveimur mánuðum var ein-
hvernveginn allt það sem maður
á ekki að vita um tónlist, að mér
fannst. En það var mjög hollt. Heila-
stöðvar sem voru búnar að vera í
dvala síðan í menntaskóla fóru aftur
í gang og vöknuðu til lífsins. Tónlist-
arnámið þarna vakti aftur þá löngun
mína til þess að gera kvikmyndir og
ég skrifaði handritið að myndinni
sem ég er að gera núna.“
Langaði að vinna með Gussa
Myndin sem Dagur er með í
smíðum núna heitir Fúsi. Myndin
er á íslensku, skotin á Íslandi, nánar
tiltekið í Reykjavík og á Keflavíkur-
flugvelli.
„Ég var staddur á flugvellinum í
Keflavík að bíða eftir flugi og var að
horfa á þessa litlu dótabíla sem not-
aðir eru til þess að ferma og afferma
flugvélar og ég varð fyrir hugljóm-
un. Ég fékk heila bíómynd í hugann
á einu bretti, sem hefur aldrei komið
fyrir mig áður. Þessi dótaheimur
blandaðist saman við áhuga minn á
að vinna með Gussa.“ Þar á Dagur
við Gunnar Jónsson sem kallaður
er Gussi og margir þekkja fyrir
leik sinn í sjónvarpsþáttunum Fóst-
bræður.
„Það var svona ást við fyrstu sýn
hjá mér og ég áttaði mig strax á því
að þarna væri náttúrutalent á ferð-
inni og mig langaði mjög mikið að
vinna með honum. Skrifa fyrir hann
hlutverk sem væri ekki grín, heldur
dramatískt aðalhlutverk.“
Svo þessi mynd er dramatísk mynd?
„Já með kómedíu ívafi, ég var
beðinn um að flokka þetta og þá
koma upp hugtök eins og dramedy,
en fyrir mér er þetta meira Coma,“
segir Dagur kíminn.
Þetta er mikil karakter stúdía.
Gussi leikur rúmlega fertugan mann
sem hefur alltaf búið hjá móður
sinni. Vinnur á Keflavíkurflugvelli
og hefur aldrei stigið almennilega
úr bernskunni. Herbergið hans er
ennþá eins og það var þegar hann var
12 ára og hans áhugamál eru mikið
þar sem bernskan og fullorðinsárin
skarast. Leikur sér með hernaðar-
spil og fjarstýrða bíla. Honum líður
mjög vel í þessari sápukúlu sem
hann hefur skapað sér en svo kemur
sá tími þar sem hann þarf að taka
ákveðið þroskaskref og sagan snýst
um það og þær kringumstæður.
Gunnar hefur væntanlega verið til
í að takast á við þetta hlutverk?
„Já hann fékk handritið örugg-
lega svona ári áður en við fórum í
tökur og hann spurði ekki einnar
spurningar um innihaldið. Svo
fórum við bara í tökur og hann var
alltaf bara bestur í fyrstu töku og
við þurftum aldrei að ræða það
sem mætti betur fara. Hann hafði
enga þörf fyrir staðfestingu, sem er
óvenjulegt við leikara. Við höfðum
kannski þekkst í tvö ár og saman-
lagt talað saman í 10-12 mínútur og
mér fannst það mjög frelsandi. Ég
upplifði það líka sem mikið traust
og virðingu sem var algerlega gagn-
kvæmt. Mjög ánægjulegt samstarf,
sem ég vona að honum hafi fundist
líka.“
Vill breyta kennslumynstrinu
Dagur Kári hefur alltaf unnið
tónlistina við myndir sínar sjálfur. Í
samstarfi við félaga sinn til margra
ára, Orra Jónsson. En í sameiningu
hafa þeir nefnt sig Slowblow.
„Við erum að vinna að músík-
inni núna og ætlum að klára það í
sumar. Mig hefur alltaf langað til
þess að gera meira af músík og það
var ætlunin þegar ég fór í þetta tón-
smíðanám að helga mig tónsmíðum.
En það er erfitt að búa sér til rými
fyrir það en okkur hefur einhvern-
veginn tekist að halda úti einhvers-
konar kvikmyndatónlistardeild
innan hljómsveitarinnar. Við gáfum
út plötu síðast árið 2004, en síðan
höfum við eingöngu gert músík
við kvikmyndir. Gerðum tónlist
við Brim Baltasars fyrir utan allar
mínar myndir.“
Ætlar Dagur Kári að ílengjast í
Danmörku?
„Ég geri bara árssamning í senn.
Núna er ég nýbúinn með fyrsta árið
og var að framlengja um annað ár.
Ég gæti verið þarna eins lengi og
ég vil, en ég vil halda þessu opnu
eftir hvert ár. Mig langar svolítið að
breyta því mynstri sem hefur verið í
þessum skóla. Það hafa verið ráðnir
inn kennarar og yfirleitt stoppað
stutt og þá er byrjað upp á nýtt. Nýj-
ar námsskrár og kennsluaðferðir.
Mig langar að breyta þessu. Búa til
plan fyrir skólann sem er það heild-
stætt að þó að einhver kennari hætti,
þá sé hægt að ráða inn nýjan án þess
að finna upp hjólið aftur og aftur.
Svo það sé líka einfalt fyrir kennara
sem hefur verið þarna áður að koma
aftur inn, þó svo að hann fari í frí í
einhvern tíma.“
Fyrsta íslenska myndin í áratug
„Það er ekki alveg komið á hreint
hvenær myndin verður frumsýnd.
Hún verður fullkláruð í haust, en
frumsýningardagur veltur svolítið á
kvikmyndahátíðum. Okkur langar
að finna henni góða hátíð sem við
getum notað sem nokkurskonar
skotpall. Það er svona í mótun.
Þetta er í fyrsta sinn sem ég geri
mynd á íslensku síðan ég gerði Nóa
albínóa en það eru komin tíu ár
síðan ég gerði hana. Það er ánægju-
legt að gera mynd á íslensku og sér-
staklega með Íslendingum. Gott að
vinna með íslenskum leikurum og
íslensku fagfólki.
Fær aldrei heimþrá
„Það er gott að vera í Danmörku, þó
svo að það sé eitt ákveðið vandamál
við Danmörku, sem eru Danirnir.
En ég þekki það vel og það vantar
þá stöð í heilann á mér að upplifa
heimþrá. Ég bjó í Köben í níu ár og
saknaði aldrei Íslands. Þegar ég var
svo á Íslandi saknaði ég aldrei Dan-
merkur, svo mér finnst alltaf bara
gott að vera þar sem ég er.“
Dagur kári pÉtursson
Kvikmyndir
Old Spice – stuttmynd 1999
Lost Weekend – stuttmynd 2000
Villiljós – 2001
Nói Albínói – 2003
Voksne Mennesker – 2005
The Good Heart – 2009
Fúsi – 2014/15
Plötur Slowblow
Quicksilver Tuna – 1994
Fousque – 1996
Nói Albínói – 2004
Slowblow – 2004
Hannes Friðbjarnarson
hannes@frettatiminn.is
Lj
ós
m
yn
d/
H
ar
i
GOLD PLATED
SPECIALIZED BICYCLES & COMPONENTS
KRÍA HJÓL GRANDAÐGARÐUR 7 101 REYKJAVÍK s.5349164
THE FSR EPIC - THE ONLY FULL-SUSPENSION
XC BIKE TO WIN OLYMPIC GOLD
AND MULTIPLE WORLD CHAMPIONSHIP GOLD MEDALS
GOLD STANDARD REDEFINED. SPECIALIZED.COM
30 viðtal Helgin 4.-6. júlí 2014