Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.07.2014, Blaðsíða 34

Fréttatíminn - 04.07.2014, Blaðsíða 34
É g fór í brjálæðislega flotta danska ævintýramynd, sem var öll tekin upp í Tékklandi. Það var hringt í mig frá Eskimo Models sem höfðu milligöngu með leikaraval og ég spurður hvort ég talaði dönsku? Ég svaraði því svona loðið, eina sem ég kunni var menntaskóla- danskan sem er ekkert endilega sú besta. Ég fékk bara svarið „Takk, við höfum samband.“ Þá hugsaði ég strax, andskotinn ég er örugg- lega að missa af einhverju góðu. Svo er ég stuttu seinna að vinna með Gunna Helga og hann spyr mig hvort ég hafi ekki farið í prufu fyrir dönsku myndina. Ég segi nei, þau voru að leita að fólki sem talar dönsku og ég geri það ekki. Þá spurði Gunni hvort ég væri ekki með öllum mjalla. Það kunna allir dönsku, Jói, þú segir það bara! Þá áttaði ég mig á því að auðvitað á maður bara að segja að maður kunni dönsku, það kemur þá bara í ljós í prufunni. Maður á alltaf að taka sénsinn og feika, segir Jói kátur. Hélt að Auddi Blöndal væri að gera grín „Svo var haft samband við mig aft- ur, út af öðru verkefni og ég spyr í pósti hvernig hafi verið með þetta verkefni. Ég tali nú alveg dönsku, ef það er ennþá verið að leita að leikara í þessa dönsku mynd. Þá kom bara svar strax, og dagarnir pössuðu allir við mín plön. Ég fékk danskar línur og átti að læra þær á hálftíma sem ég gerði með smá hjálp frá Kristni vini mínum sem er nýfluttur heim frá Danmörku. Mætti í prufuna og nokkrum dög- um síðar var ég mættur til Prag í tökur á þessari mynd. Við Ís- lendingar getum þetta alveg ef við ætlum okkur það, og prufan kom sjálfum mér meira að segja á óvart, ég var bara ágætur í dönsku.“ Allan tímann var Jói samt smeykur um að þetta yrði ekki að veruleika. Bað fjölskylduna um að vera ekkert að tala um þetta. „Innst inni trúði ég því alveg að á einhverjum tímapunkti myndi Auddi Blöndal hoppa úr einhverj- um skáp og ég „Tekinn“, svo ég beið bara rólegur.“ Danirnir mjög almennilegir Hvernig var umhverfið vinnulega, að vera kominn í stóra framleiðslu á erlendri grund? „Það voru allir ótrúlega almennilegir, allir svo ánægðir að sjá mann og manni leið mjög vel, ég talaði svo góða stund við leikstjórann sem er bara strákur á mínum aldri og það var allt gert til þess að manni liði sem best.“ Sagðist tala dönsku og fékk hlutverkið Leikarinn Jóhann G. Jóhannsson landaði hlutverki í stórri danskri ævintýramynd sem tekin var upp í Tékklandi. Hann kom sjálfum sér á óvart með dönskukunnáttunni en ástæða þess að íslenskur leikari var ráðinn í hlutverkið var til að liðka fyrir styrkumsóknum og sölu á myndinni. Jói fór ellefu sinnum út og þetta voru ellefu tökudagar sam- tals. En hvernig var svo danskan á endanum? „Ég lærði línurnar eins og páfagaukur og var farinn að mynda mjög gott samband við hljóðmanninn sem hjálpaði mér mikið með framburðinn, því hann er mjög misjafn, eftir því hvaðan þú ert í Danmörku og líka hvort þú ert töff eða ekki, sem er skemmtilegt. En ég fékk alltaf mikinn sting í magann þegar kom að því að breyta einhverjum línum, mér þótti það óþægilegt því ég var búinn að læra hand- ritið svo vel. En þetta blessaðist á endanum.“ Gríðarlega stór framleiðsla Skammerens Datter er ævintýra- mynd sem byggð er á bókum. Það eru fjórar bækur sem hafa verið gefnar út í Danmörku. Sagan er í anda Game of Thrones, sögu- sviðið er svipað. Mikið um dreka og forynjur og sagan er um hina klassísku baráttu góðs og ills. Bækurnar eru mjög vinsælar í Danmörku. „Mitt hlutverk er í vonda liðinu, sem er mjög skemmtilegt. Ég er besti vinur aðal vonda.“ Þetta er gríðarlega stór fram- leiðsla, mikið um tölvugrafík og ótrúlegar leikmyndir, að sögn Jóa. Danir leggja mikið í þessa mynd og binda miklar vonir við hana. Hún er nánast öll tekin upp í Prag, bæði útitökur og svo mikið í stúdíói þar. Fyrirhugað er að koma til Íslands og taka landslags- myndir, en eiginlega allt er tekið í Tékklandi. Það vekur forvitni að það er fenginn leikari frá Íslandi til þess að leika í danskri kvikmynd, hann þarf að kunna dönsku. Hefði ekki verið bara auðveldara að ráða danskan leikara? „Þetta er gert til þess að það sé auðveldara að fá styrki frá öðrum Norðurlöndum, og selja myndina áfram. Jakob Oftenbro er til dæm- is norskur og svo er líka sænsk stelpa að leika í myndinni. Þetta þarf allt að vera pólitískt rétt til þess að þóknast samnorrænu sjón- varpsstöðvunum og kvikmynda- sjóðunum.“ Jói hefur leikið í mörgum mynd- um en segir þetta það stærsta. „Þetta var stærsta verkefni sem ég hef komið að, svolítið eins og Flags of our Fathers, sem var vita- skuld mjög stórt. En þetta var á pari við hana, og meira að segja Dönunum fannst þetta mjög stórt. Það er mikið talað um þessa mynd í Danmörku og mikil spenna fyrir henni. Ég var nokkrum sinnum stoppaður og beðinn um eiginhandaráritun, sem var mjög skemmtilegt. Þá fattaði maður að þetta var eitthvað einstakt, það er búið að birta mikið af myndum úr tökunum í blöðum og fjalla vel um alla leikarana, mjög spennandi.“ Með mörg járn í eldinum Þetta er ekki það eina sem Jói hefur verið að gera en í vetur verður frumsýnd ný íslensk kvik- mynd sem hann leikur í sem heitir Sumarbörn. Einnig leikur hann í sjónvarpsþáttum „Hrauninu“ sem eru framhald af hinum vinsælu þáttum Hamrinum, en þeir verða sýndir á næstunni. „Annars er ég frekar laus við, og vil halda því þannig. Ég vil bara taka þeim verkefnum sem koma og er ekki að fara að fastráða mig í leikhúsin í vetur. Aldrei að vita að maður fái kannski eitthvað að gera í Danmörku, en ég hef svosem ekkert leitt hugann að því, hlakka bara til að sjá myndina þegar hún kemur á næsta ári.“ Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is Jóhann G. Jóhannsson Stærstu verkefni Nonni og Manni. Flags of our fathers. Englar alheimsins. Skammernes Datter. helstu leikarar skammerens Datter Sören Malling Hlutverk Torben Friis í sjón- varpsþáttunum Borgen sem Íslendingar þekkja. Wallander. Forbrydelsen. Nikolaj og Julie. Jakob Oftebro Kontiki (2012). Sjónvarpsþættirnir Broen ( 2013). Sjónvarpsþættirnir Lillyhammer ( 2013). Allan Hyde Hefur leikið í dönsku sjónvarpsseríunum Ködkataloget og Heartless. Stærsta verkefnið til þessa er þó bandarísku þættirnir True Blood. Lj ós m yn d/ H ar i Gómsæ og glútenlaust VAKANDI!VERTU blattafram.is VERNDARI BARNA Í 10 ÁR 93% þolenda þekkja þann sem beitir þá kynferðislegu ofbeldi! 34 viðtal Helgin 4.-6. júlí 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.