Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.07.2014, Blaðsíða 54

Fréttatíminn - 04.07.2014, Blaðsíða 54
F elix Bergsson sendi á dögunum frá sér sína aðra sólóplötu, Borgina. Textarnir eru allir tengdir borgum eða eru ástarljóð sem urðu til í borgum. Felix kveðst alla tíð hafa haft mikla unun af borgum en hann fæddist í Reykjavík og ólst upp á Blönduósi til átta ára aldurs er hann flutti aftur til borgarinnar. „Ég fíla mjög vel þá orku sem er í borgum. Þegar ég fer í frí með manninum mínum sækjum við í að vera í borgum og þegar við kom- umst úr fámenninu á Íslandi viljum við vera þar sem mikið er af fólki,“ segir hann. Einnig má lesa ýmislegt annað úr textunum, eins og til dæmis hvernig hver og einn reisir líf sitt og að borgin sé kletturinn; staðurinn þar sem allt verður til. Tónlistin á disknum er samin af vinum Felix en sjálfur samdi hann alla textana, fyrir utan tvo. Dr. Gunni samdi texta við eigið lag og Bjartmar Gunnlaugsson samdi texta við eitt lag. „Ég á ógrynni vina í tón- listarbransanum og leitaði til þeirra. Margir þeirra sendu mér músík sem þeir áttu til og ég valdi þessi tíu lög frá frábærum lagahöf- undum.“ Diskinn gefur Felix út sjálfur og segir hann það ferli mjög skemmtilegt. „Yfirleitt kemur maður efninu í hendurnar á útgefanda sem sér um þetta. Núna setti ég þetta sam- an sjálfur við stofu- borðið og í plast, árita jafnvel og kem í póst. Þetta er voða gaman,“ segir hann. Hægt er að panta diskinn hjá Felix, af vefnum felixbergsson.is, en honum verður einnig dreift í verslanir um allt land. Þá verður tónlistin fáanleg á iTunes, Spotify og á tonlist.is. Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is Terfel syngur á Listahátíð 2015 Einsöngstónleikar Bryn Terfel, sem til- kynntir höfðu verið 10. júlí næstkomandi, færast til Listahátíðar 2015. Söngvarinn heimsfrægi þurfti að hætta tónleikum sínum í Eldborg 24. maí síðastliðinn, skömmu eftir að þeir hófust, vegna skyndilegra veikinda í hálsi. „Nú er ljóst, segir í tilkynningu Listahátíðar, „að vegna ófyrirsjáan- legra kringumstæðna getur ekki orðið af þeim tónleikum en Terfel, sem er einn eftirsóttasti bass- baritón söngvari heims, hefur þess í stað staðfest komu sína á Listahátíð í Reykjavík að ári, með nýja efnisskrá í farteskinu. Dagsetning tónleikanna verður tilkynnt í byrjun ágúst og hefst miðasala 1. september.“ Þeir sem keyptu miða á tónleikana 24. maí og sjá sér ekki fært að sækja tónleikana að ári, geta óskað eftir endurgreiðslu fram til 31. ágúst. Þeir sem hyggjast sækja tónleikana, þurfa ekki að gera neitt: Miðar þeirra verða endurútgefnir eftir 31. ágúst fyrir tónleikana 2015 og sendir heim. -jh Tónleikar Bryn Terfel færast fram á næsta ár. Ljósmynd/Listahátíð  TónlisT Felix Bergsson sendir Frá sér sína aðra sólóplöTu Pakkaði nýja disknum við stofuborðið heima Felix Bergsson sendi á dögunum frá sér sólóplötu sem ber titilinn Borgin. Hann kann vel að meta þá orku sem finna má fyrir í borgum og kýs að eyða fríum þar, í iðandi mannlífinu. Felix Bergsson sendi nýverið frá sér sína aðra sólóplötu, sem ber titilinn Borgin. Á disknum eru tíu lög sem vinir hans sömdu. Sjálfur samdi Felix texta við átta laganna. Bjartmar Gunnlaugsson samdi einn textann og Dr. Gunni samdi texta við eigið lag. Ljósmynd/Hari SKÓLANEMAR: 25% AFSLÁTTUR GEGN FRAMVÍSUN SKÍRTEINIS! MIÐASALA: 412 7711 - WWW.BIOPARADIS.IS HM Í BEINNI BESTU MÖGULEGU HLJÓÐ- & MYNDGÆÐI, 8 LIÐA ÚRSLIT FÖS. & LAU. KL. 16:00 & 20:00. FRÍTT INN 54 menning Helgin 4.-6. júlí 2014 T Ú R I S T I Einfaldari lEit að ódýrum hótElum í útlöndum Leitaðu og berðu saman tilboð á hótElum út um aLLan heim og skoðaðu úrvaLið af sérvöLdum gististöðum, orLofsíbúðum og gistiheimiLum fyrir næstu utanLandsferð á túristi.is. Lesendur okkar fá einnig regLuLega sérkjör á gististöðum út í heimi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.