Fréttatíminn - 04.07.2014, Page 56
H ugmyndafræðin bakvið Skuggamyndir frá Býs-ans er að spila þjóðlög frá
þessu svæði Balkanskagans lög frá
Búlgaríu, Makedóníu, Grikklandi
og Tyrklandi.
„Ég var búinn að vera viðriðinn
ýmiskonar þjóðlaga- og heimstón-
listarverkefni allt frá árinu 2001
á meðan ég var búsettur í Kaup-
mannahöfn. Eftir heimkomuna
2006 var ég alltaf á höttunum eftir
einhverjum sem myndi vilja taka
þátt í að byggja upp heimstónlist-
arsenu hér á landi og þegar Ásgeir
sýndi þannig samstarfi áhuga sló
ég til,“ segir Haukur Gröndal.
Aðrir meðlimir sveitarinnar eru
þeir Erik Qvik slagverksleikari og
Þorgrímur Jónsson bassaleikari.
Þorgrímur er þó mikið erlendis í
sumar við tónlistarflutning og er
bassaleikarinn Róbert Þórhallsson
staðgengill hans.
Þessi plata er frábrugðin þeirri
fyrri að því leyti að hún er tekin
upp á lengra tímabili.
„Við tókum sex upptökurispur á
átta mánuðum og tókum hana upp
á Íslandi, í Istanbul í Tyrklandi,
New Jersey í Bandaríkjunum og
í Plovdiv í Póllandi. Þessi plata er
töluvert frábrugðin hinni plötunni
en hún er mun fjölbreyttari og lög-
in eru frá mun fleiri löndum en á
fyrri plötunni. Á þessari plötu má
heyra sterk tyrknesk, grísk og ser-
bnesk áhrif,“ segir Ásgeir
Á plötunni eru nokkrir erlendir
gestir sem eru þekkt nöfn í þess-
um heimi tónlistar.
„Búlgararnir Borislav Zgurovski
og Todor Vasilev eru góðir vinir
okkar en báðir léku inn á geisla-
disk Hauks sem kom út árið 2008
undir nafninu „Narodna Muzika“.
Borislav hefur margoft sótt Ísland
heim og við höfum verið svo lán-
samir að Todor hefur komið til okk-
ar einu sinni. Slagverksleikararnir
Cem Misirlioglu og Claudio Spieler
eru hljóðfæraleikarar sem Haukur
kynntist í gegnum samvinnuverk-
efni með systur sinni, Ragnheiði
Gröndal söngkonu, en báðir hafa
þeir margoft sótt Ísland heim. Sam-
starf við aðra gesti á plötunni, eins
og túbuleikararann Jonatan Ahlbom
og Kanoun virtúósinn Göksel Kart-
al, er nýrra af nálinni og aldrei að
vita hvað gerist í framhaldinu.“
„Núna fram undan er mjög mik-
ið að gerast, við erum að fara í tón-
leikaferðalag um Norðurland sem
hófst á Græna hattinum 2. júlí svo
vorum við á Siglufirði í gær, 3. júlí,
verðum á Mývatni í kvöld, 4. júlí
og með ball á Þjóðlagahátíð Siglu-
fjarðar á morgun, laugardags-
kvöldið 5. júlí. Á sunnudaginn, 6.
júlí, verða svo útgáfutónleikar okk-
ar í Björtuloftum í Hörpu klukkan
21,“ segir Ásgeir og viðtökurnar
hafa verið alveg frábærar.
„Svo er margt annað fram undan
í sumar, tónleikar á veitingastaðn-
um Meze á menningarnótt, tón-
leikaferð um Austurland í október
og tónleikaferð erlendis sem er í
vinnslu. Þessi tónlist er alltaf að
verða vinsælli og vinsælli.“
Hljómsveitin er með heimasíð-
una www.byzantinesilhouette.com
og svo að sjálfsögðu á Facebook
undir Skuggamyndir frá Býsans.
Hannes Friðbjarnarson
hannes@frettatiminn.is
TónlisT skuggamyndir frá Býsans með sína aðra plöTu
Balkanmúsík á Íslandi
Hljómsveitin Skuggamyndir frá Býsans gaf út á dögunum sína aðra plötu sem nefnist Night without moon. Skuggamyndir voru stofnaðar árið 2010 af þeim
Ásgeiri Ásgeirssyni gítarleikara og Hauki Gröndal klarínettuleikara í framhaldi af hljómsveit sem hét Narodna musika sem lék búlgarska þjóðlagatónlist. Hljóm-
sveitin verður á ferðalagi um Norðurland um helgina og heldur útgáfutónleika í Hörpu á sunnudag.
Hljómsveitin Skuggamyndir frá Býsans var að gefa út sína aðra plötu og heldur útgáfutónleika í Hörpu á sunnudagskvöld. Ljósmynd/Hari
100%
Lín Design Laugavegi 176 Glerártorgi Akureyri Sími 533 2220 www.lindesign.is
Sendum frítt
úr vefverslun
Gjöfin sem gleður ár eftir ár
Dúnmjúkar brúðargjafir
Pima bómull50 tegundir íslenskra rúmfata til brúðargjafa
Kíktu á brúðargjafatilboðin í verslunum
í Reykjavík, Akureyri & lindesign.is
Einstök mýkt
56 menning Helgin 4.-6. júlí 2014