Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.07.2014, Side 58

Fréttatíminn - 04.07.2014, Side 58
Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is Átta börn eru í hlut- verki yrð- linganna. Portrettverk Emils Ólafssonar. Ævintýraópera á Þjóðlagahátíð  TónlisT BaldursBrá á siglufirði og í langholTskirkju Ævintýraóperan Baldursbrá eftir Gunnstein Ólafsson og Böðvar Guðmundsson verður frumflutt á Þjóðlagahátíðinni á Siglufirði laugardaginn 5. júlí klukkan 17 og í Langholtskirkju miðvikudaginn 9. júlí klukkan 20. Hér er um tónleikauppfærslu að ræða, að því er fram kemur í tilkynningu. „Tónlistin byggir að hluta á íslenskum þjóðlögum, bæði rímnalögum og þulum, en þar bregður einnig fyrir rappi og fjörlegum dönsum,“ segir enn fremur. Söngvarar eru Fjóla Nikulás- dóttir í hlutverki Baldursbrár, Eyjólfur Eyjólfsson í hlutverki Spóa, Jón Svavar Jósefsson er Rebbi, Davíð Ólafsson syngur Hrútinn og átta börn eru í hlut- verki yrðlinganna. 16 manna kammersveit leikur undir stjórn Gunnsteins Ólafssonar. Óperan segir frá Baldursbrá sem kynnist sposkum Spóa. Þau ákveða að fara saman upp á fjallstind til þess að njóta útsýn- isins en það reynist ekki einfalt mál.“ - jh Sjávarlíffræðingur sýnir portrett Emil Ólafsson líffræðingur opn- aði sýningu á portettmyndum í Gallerí Bakarí við Skólavörðu- stíg 40 í gær, fimmtudag. Hann fjallar í myndum sínum um þrá og hamingju, höfnun og sorg; um það hvernig sálarástand manneskjunnar kemur fram í ytra byrði hennar – andliti og líkama. Á sýningunni eru teikn- ingar unnar með pastelkrít og kolum, þær eru stúdíur um liti, karaktera og náin sambönd. Emil er sjávarlíffræðingur að mennt og hefur starfað að faginu erlendis í 30 ár, að því er fram kemur í tilkynningu. Hann hefur búið í ýmsum löndum vegna vinnu sinnar, síðustu tíu árin á Spáni. Myndlistinni hefur hann sinnt í hjáverkum í tvo áratugi og unnið með akrílliti, olíu, pastelkrít og blýant. Sýningin stendur til 20. júlí. Virka daga er galleríið opið klukkan 12-17 og laugardaga frá 14-16.  MyndlisT Verk söru riel í efra BreiðholTi l istasafn Reykjavíkur býður íbúum í Breiðholti og öðrum borgarbúum á formlega af- hjúpun á vegglistarverkinu Fjöðrinni eftir Söru Riel, sem er á fjölbýlishús- inu Asparfelli 2-12, á morgun, laugar- daginn 5. júlí klukkan 15. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri afhjúpar verkið, að því er fram kemur í til- kynningu Listasafns Reykjavíkur. „Veggmyndin Fjöðrin er samsett úr 43 fuglum af 23 tegundum sem skapa eina heild. Listakonan Sara Riel segir að verkið hafi m.a. tilvísun í umhverfið þar sem ólíkir einstak- lingar skapa eina heild og samfélag. Hún segir að það hafi verið stórkost- legt að kynnast hinu alþjóðlega sam- félagi í efra Breiðholti og eiga samtal við íbúa um verkið. Það hafi jafn- framt komið sér ánægjulega á óvart hversu margir fuglar voru í nágrenni við hana þegar hún vann að verkinu. Borgarráð ákvað á síðasta ári að Dagur afhjúpar Fjöðrina á Asparfells- blokk Veggmyndin Fjöðrin, eftir Söru Riel, er samsett úr 43 fuglum af 23 tegundum sem skapa eina heild. Ljós- mynd/Listasafn Reykjavíkur Alls verða fimm veggmyndir eftir fjóra listamenn komnar í Breið- holtið á næstu mánuðum og átta veggmyndir eftir ungmenni á aldr- inum 17-20 ára fjölga listaverkum í opinberu rými í Breiðholti og er verkið hluti af því átaki sem hefur fengið nafnið Vegglist í Breiðholti. Verk- efninu er ætlað að breiða út list í opinberu rými utan miðborgar- innar, fegra hverfið og skapa um- ræðu. Alls verða fimm veggmynd- ir eftir fjóra listamenn komnar í Breiðholtið á næstu mánuðum og átta veggmyndir eftir ungmenni á aldrinum 17-20 ára,“ segir enn fremur. Listasafn Reykjavíkur hefur haft umsjón með verkefninu sem hefur verið unnið í samráði við íbúa í Breiðholti og hverfisráð. Listasafnið er einnig að setja upp tvö verk eftir Ásmund Sveins- son í Seljahverfið. Verkið Fýkur yfir hæðir eftir Ásmund verður við Seljakirkju og verkið Móðir mín í kví kví verður sett upp við Seljatjörn. - jh 58 menning Helgin 4.-6. júlí 2014 tekk company og habitat kauptún 3 sími 564 4400 vefverslun á www.tekk.is opið mánudaga til laugardaga kl. 11-18 og sunnudaga kl. 13-18 Til í fjórum litum wilbo frá habitat 3ja sæta sófi 138.600 kr. 2ja sæta sófi 124.600 kr. stóll 87.500 kr. balthasar frá habitat 3ja sæta sófi 156.000 kr. 2ja sæta sófi 139.200 kr. stóll 76.000 kr. ath. Öll birt verð eru afsláttarverð ETHNICRAFT SÓFUM ÚTSA LA! ÚTSA LA! Til í fjórum litum oak slice borðstofuborð. gegnheil eik. 90x180 125.300 kr. öLLUM boRðSToFU- HÚSgögNUM 20-50 ALLRI SUMARvöRU 20-60 öLLUM SÓFUM 20-50 30 20 30

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.