Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.12.2014, Blaðsíða 36

Fréttatíminn - 12.12.2014, Blaðsíða 36
Lífið er eins og rússíbani, það fer upp og niður, það er ekki alltaf himnasæla en það eru ekki heldur allir dagar ómögu- legir. A nna Sigurðardóttir sál- fræðingur hefur löngum verið dásömuð fyrir að horfa alltaf á hið jákvæða í lífinu og hefur reynt að takast á við sorgina með það að leiðarljósi. Hún segir jákvætt geðs- lag vera bæði meðfætt og uppeldislegt, það að sjá frekar hálffullt glasið heldur en hálf- tómt. „Langflestir geta lært það ef þeir vilja og leggja sig fram. Foreldrar mínir kenndu mér og bræðrum mínum að hugsa í lausn- um. Það bjargaði mér eftir að ég kynntist sorginni,“ segir Anna. Andvana fæðing og áföll Marta Marín fæddist andvana þann 13. maí 2013 á 42 viku meðgöngu. „Ég vissi ekki að hún væri látin þegar ég fer í fæðinguna heldur kemur það í ljós þegar ég kom á Landspítalann með 9 í útvíkkun og hjart- sláttur barnsins fannst ekki. Tuttugu mín- útum síðar var Marta Marín fædd, andvana. Drengirnir okkar komu með ömmu sinni og afa niður á spítala til að heilsa upp á og kveðja litlu systir sína. Í kjölfarið tók við mikill undirbúningur fyrir jarðarför hennar sem var haldin viku síðar. Ég gerði það sem ég þurfti en mér leið eins og ég væri dofin. Ég var ennþá svo hugfangin af ást eftir að hafa fengið dóttur mína í fangið að ég var að springa úr þakklæti og gleði en var líka að berjast við ólýsanlega mikla sorg. Það var erfitt að láta þessar ólíku tilfinningar passa saman á sama tíma,“ segir hún. Bjartur kom í heiminn 14. júní síðastliðinn og eftir það varð ótrú- legur munur á allri fjöl- skyldunni. Það var líkt og allir hefðu haldið niðri í sér andanum og það slaknaði á öllum í fjölskyldunni. Við önd- uðum léttar, slökuðum á og komumst í jafn- vægi. Hér er Bjartur í fangi móður sinnar. Mynd úr einkasafni Tekst á við sorgina og lífið með jákvæðni Hún tekst á við lífið með því að senda geislandi bros út í heiminn og uppsker bros að launum. Hún heitir Anna Sigurðardóttir sálfræðingur, fyrrum afreksíþróttakona í suður-amerískum dönsum, fitness og þolfimi, einkaþjálfari, eiginkona og móðir fimm barna, fjögurra drengja og einnar stúlku. Stúlkan, Marta Marín, fæddist andvana 14. maí 2013. Fallegar og hjartnæmar færslur hennar á samfélagsmiðlunum hafa vakið athygli. Anna gleðst yfir fæðingu dóttur sinnar á sama tíma og hún syrgir það sem ekki varð. Hún féll niður í svartnættið á eftir og langaði ekki á fætur. Rúmu ári eftir andlátið eignuðust þau hjónin, Anna og Elías Víðisson, dreng sem þau ákváðu að skíra Bjart. Með fæðingu Bjarts var eins og svörtu skýi væri lyft af allri fjölskyldunni og þau drógu andann á ný. Í ofanálag greindist faðir Önnu með taugahrörnunarsjúkdóminn MND deginum fyrir jarðarför Mörtu Marínar sem var líka mikið áfall fyrir alla fjölskylduna. „Í kjöl- farið, um sumarið, reyndi ég að vinna úr sorginni með því að gera hluti sem venjulega létu mér líða vel, hreyfði mig og var úti í nátt- úrunni. Ég nýt þess að hlaupa og ganga, og venjulega þá tek ég eftir sólinni, vindinum og er meðvituð um rigninguna. En þegar mér leið sem verst þá fór ég og hreyfði mig en átti erfiðara en áður með að sjá eitthvað jákvætt í umhverfinu en samt leið mér alltaf pínulítið betur við að fara að hreyfa mig, hreyfing hefur alltaf verið mitt uppáhalds geðlyf,“ segir hún. Anna notaði hreyfingu til að takast á við sorg- ina og setti sér markmið um að hlaupa 10 kílómetra í Reykjavíkur- maraþoni Íslandsbanka þremur mánuðum eftir fæðingu Mörtu Marínar til að hafa eitthvað fyrir stafni. Kynntist þunglyndi af eigin raun „Þegar við fengum niðurstöður úr krufningunni um haustið kom í ljós að Marta Marín hafði verið alveg heilbrigð og talið var að hún hefði verið lifandi 12-24 klukku- stundum fyrir fæðinguna. Ég upp- lifði mikla reiði í kjölfar þessara frétta og fór að finna fyrir depurð og þunglyndi í kjölfarið. Á sama tíma kom í ljós að ég var orðin ólétt aftur sem var mikil gleðifrétt en einnig mikill ótti um að missa einnig þetta barn. Ég elska móður- hlutverkið en á tímabili missti ég alla von og átti erfitt með að sjá til- ganginn í því að fara á fætur. Mér fannst ég vera í djúpri holu, alein í svartamyrkri. Ég leitaði ósjálfrátt skýringa á af hverju þetta hefði gerst og sætti mig ekki við að það eru ekki alltaf skýringar á öllu í þessu lífi, “ segir Anna. Bjartur kemur í heiminn „Snemma á meðgöngunni var mjög erfitt fyrir mig að tengjast nýja barninu því í raun var það Marta Marín sem ég vildi fá þótt ég ætti erfitt með að viðurkenna það fyrir sjálfri mér. Þetta haust fengum við að taka þátt í sorgar- námskeiði á vegum Landspítalans ásamt öðrum pörum sem höfðu misst börn og það var mjög hjálp- legt að fá að deila eigin sorgar- reynslu með öðrum sem höfðu upplifað það sama. Ég leitaði mér einnig hjálpar hjá sálfræðingi til að vinna með þunglyndið og sorgina. Einnig var ég í sérstöku eftirliti á meðgöngudeild Landspítalans og þar var vel hlúð að okkur. Með að- stoð allra þessara fagaðila náði ég að tengjast nýja bumbubúanum. Bjartur kom í heiminn 14. júní 2014 og eftir það varð ótrúlegur munur á allri fjölskyldunni. Það var líkt og allir hefðu haldið niðri í sér andanum og það slaknaði á öllum í fjölskyldunni. Við önduð- um léttar, slökuðum á og komumst í jafnvægi,“ segir hún. Stunda áfram jákvætt og uppbyggilegt hugarfar Að sögn Önnu fannst henni sorg- arferlið mjög lærdómsríkt. „Ekki að ég hafi óskað mér þessarar reynslu þótt ég hefði aldrei viljað missa af því að hafa fætt Mörtu Marín. Ég bæði eignaðist Mörtu Marín og missti á sama tíma, ég fagna því að hafa eignast hana á sama tíma og ég syrgi hana,“ segir hún. Það var lærdómsríkt fyrir mig að upplifa hvað ég átti erfitt með að vera jákvæð, heldur var ég allt í einu föst í vonleysi og upp- gjöf. Þá komu tímabil þar sem mér fannst ég hafa týnt mér og hugsaði með söknuði til jákvæðu „Önnu minnar“. En það voru einmitt þær jákvæðu og uppbyggilegu venjur mínar sem ég hafði tamið mér yfir Framhald á næstu opnu 36 viðtal Helgin 12.-14. desember 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.