Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.12.2014, Blaðsíða 115

Fréttatíminn - 12.12.2014, Blaðsíða 115
 Bækur Mikil sala í Barna- og unglingaBókuM Bókin áfram vinsælasta jólagjöfin Bóksala fer af stað af miklum krafti og mögu- lega meiri krafti en við höfum átt að venjast á undanförnum árum. Það eru afar ánægjuleg tíð- indi,“ segir Egill Örn Jó- hannsson, framkvæmda- stjóri Forlagsins. Egill segir að barna- og unglingabækur séu áberandi á meðal þeirra söluhæstu fyrir utan kunnugleg andlit á borð við Arnald Indriðason og fleiri. „Þar ber hæst Villi naglbítur með Vísindabók Villa 2. Það voru kannski einhverjir sem bjugg- ust ekki við því að hann myndi endurtaka leikinn frá því í fyrra þegar hann seldist upp í fimmtán þúsund eintökum og var meðal söluhæstu bóka. Ég fæ ekki betur séð en að honum muni jafnvel takast að endurtaka það í ár og ekki er útilokað að honum takist að bæta um betur,“ segir Egill sem nefnir auk þess bækur Gunnars Helgasonar og Ævars Þórs Benediktssonar sem miklar sölubækur. „Í vikunni gangsettum við þriðju prentun Öræfa eftir Ófeig Sig- urðsson og er upplagið því komið í rúm átta þúsund eintök. Auk þess er fjöldinn allur af bókum á verulegri siglingu þannig bókin verður áfram langvinsælasta jóla- gjöf landsins, líkt og verið hefur í áratugi, og má búast við að nokkur hundruð þúsund eintök rati í jóla- pakkana í ár.“ -hdm Egill Örn Jóhannsson  Hönnun EMBla vigfúsdóttir gErir spil fyrir Börn og fullorðna Nýtt íslenskt jólaspil fyrir alla fjölskylduna „Hver stal kökunni úr krúsinni?“ er nýtt jólaspil fyrir alla fjölskylduna eftir vöruhönnuðinn Emblu Vigfúsdóttur. Hugmyndin að spilinu kom frá samnefndum klappleik en markmiðið er að finna kökuþjófinn alræmda. Myndir af hefðbundnu íslensku jólabakkelsi prýða spilið og í út- gáfuteitinu verður hægt að kaupa handgerða skartgripi í líki kleina, randalínu og lakkrístoppa. Þ etta er spil fyrir alla fjöl-skylduna,“ segir Embla Vigfúsdóttir vöruhönn- uður og höfundur jólaspilsins „Hver stal kökunni úr krúsinni?“ sem er væntanlegt í valdar versl- anir. Spilið snýst um að finna hinn alræmda kökuþjóf og eru spilin skreytt girnilegum kökum og kruðeríi sem margir tengja við jólin; laufabrauði, randalínum og lakkrístoppum. Margir muna eftir klappleiknum „Hver stal kökunni úr krúsinni í gær?“ þar sem á eftir fylgir. „Ha, ég? Já, þú! Ekki satt! Hver þá?“ en sá leikur var einmitt innblásturinn að spilinu. Embla segir að henni hafi þó ekki fundist klappleikurinn alveg nógu skemmtilegur og því gert sína útgáfu af honum í formi spils, og ólíkt leiknum er spilið ekki bara fyrir börn heldur fólk á öllum aldri. Í raun þarf aðeins að vera orðinn læs til að spila. Hver umferð tekur 1-8 mínútur og hægt er að spila eins margar umferðir og óskað og stig talin milli um- ferða. Mínusstig eru gefin fyrir að vera gripinn glóðvolgur með tómu krúsina en plússtig fyrir þann sem heldur á bestu kökunni þegar spilið endar. Embla útskrifaðist í ársbyrjun frá Danmarks Designskole í listrænni leikjahönnun. Skömmu eftir út- skrift fór Embla að vinna með ólíkar hugmyndir og ein þeirra var spilið „Hver stal kökunni úr krús- inni?” Það hefur þróast mikið frá byrjun en um tíma gekk Embla með spilastokk á sér og spilaði við vini og kunningja hvert sem hún fór, og fékk ábendingar um hvernig hægt væri að bæta spilið. „Ég var alltaf með sama stokkinn sem ég bjó til og var á endanum búin að krota ansi mikið á spilin,“ segir hún. Útgáfu spilsins fjármagnaði Embla í gegnum síðuna Karolina- Fund og hefur hún verið í óða önn að búa til kökuskartgripi en þeir sem keyptu spilið þar gátu valið að fá handgerða skartgripi með. Þeir verða einnig til sölu í útgáfu- teiti spilsins sem haldið verður í versluninni Spilavinum á laugar- dag milli klukkan 16 og 18. Nánar er hægt að fylgjast með á Facebo- ok -síðu spilsins: Facebook.com/ Hverstalkokunni? Þegar hefur verið ákveðið að það verður til sölu í Spilavinum, Nexus, Spark Design Space og fleiri verslunum sem sérhæfa sig í hönnun eða spila- mennsku. Embla býr sjálf til stand- inn fyrir spilið en hann smíðar hún í líki piparkökuhúss. „Mér finnst svo gaman að gera piparkökuhús. Síðustu ár hef ég búið til pipar- kökuhús úr piparkökudeigi fyrir jólin í líki þess húss sem ég bý í og þetta verður sífellt nákvæmara með hverju árinu,“ segir Embla. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Embla Vigfúsdóttir hannaði fjölskylduspilið „Hver stal kökunni úr krúsinni?“ sem hentar fyrir börn jafn sem fullorðna. Ljósmynd/Hari Skartgripina gómsætu bjó Embla til sjálf og verða þeir til sölu í útgáfuteiti spilsins. Mynd úr einkasafni 116 menning Helgin 12.-14. desember 2014 Bókaútgáfan Hólar / Hagasel 14 / 109 Reykjavík / 587 26 19 / holar@holabok.is Girnilegar og hollar mataruppskriftir frá landi mjólkur og hunangs, s.s. Spínatsúpa faraós, Baunasalat Hebreams, Kvöldskattur tollheimtumannsins og Lambakjötsréttur Rebekku. Biblíumatur Svavar Alfreð Jónsson "Syndsamlega góður biblíumatur." Björn Þorláksson Úr ritdómi í Akureyri vikublað Til í þremur litum Til í fimm litum Til í tveimur litum Einnig til í grænu ERMITAGE svefnsófi Tilboðsverð 189.000 kr. BALTHASAR 3ja sæta sófi Tilboðsverð 156.000 kr. CONNOR svefnsófi Tilboðsverð 179.000 kr. TEkk COMpANy OG HABITAT kAupTúN 3 SíMI 564 4400 vEfvERSLuN á www.TEkk.IS Opið mánudaga til laugardaga kl. 11-18 og sunnudaga kl. 13-18 Til í fjórum litum wILBO sófi 3ja sæta sófi 156.000 kr. 2ja sæta sófi 140.000 kr. BENOÎT sófi 3ja sæta sófi 176.000 kr. 2ja sæta sófi 135.200 kr. SÍÐAN 1964 20% afsláttur 20% afsláttur 20% afsláttur 20% afsláttur 30% afsláttur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.