Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.12.2014, Blaðsíða 85

Fréttatíminn - 12.12.2014, Blaðsíða 85
86 heilsa Helgin 12.-14. desember 2014  10 ráð til að bæta líkamsmyndina Skrifaðu lista yfir allt það sem þú kannt vel við í fari þínu Byrjaðu á því að skrifa niður tíu atriði sem kannt vel við í fari þínu án þess að vísa í líkama þinn eða útlit þitt á nokkurn hátt. Það sem þú ert góð/ur í á að vera á listanum og/eða hinar ýmsu ástæður fyrir því að þú ættir að vera stolt/ur af sjálfri/um þér. Þegar listinn er tilbúinn skaltu skrifa annan lista þar sem þú telur upp tíu atriði sem þér líkar við líkama þinn og útlit. Ef þú ert með lítið sjálfs- traust getur þetta reynst erfitt verkefni, en þá er mikilvægt að gefast ekki upp og gera sitt besta. Það er alltaf hægt að bæta á listann þegar þér dettur eitthvað í hug. Skoðaðu náttúruna Farðu út og skoðaðu náttúruna, blóm, trjágrein, steinvölu eða hvað það sem grípur athygli þína. Veltu því fyrir þér og spurðu hvort blómið eða steininn sé fullkominn? Það eru heilmiklar líkur á að það séu einhverjar misfellur á því sem þú finnur. Sem þýðir að náttúrunni tekst að vera falleg og óaðfinnanleg þrátt fyrir að vera ekki fullkomin. Hugsaðu um sjálfan þig á sama máta, að þú sért falleg/ur þrátt fyrir að þú sért ekki fullkomin/n. Veittu fólki sem nýtur velgengni eftirtekt Veittu því athygli hvaða fólki þú dáist að. Er þetta fólk sem þú lítur upp til vegna þess að það er fallegt og grannt með góðan fatastíl? Eða er þetta fólk sem þú berð virðingu fyrir vegna þess að það er vel gefið, áhugavert, eða góðar manneskjur? Skoðaðu hvað það er í fari fólks sem vekur aðdáun þína, annað en útlit þeirra. Með því að setja fókusinn á manneskjuna sjálfa í stað útlitsins ferðu smám saman að gera heilbrigðari kröfur til sjálfs þíns. Forðastu neikvæðni Í hvert sinn sem þú heyrir sjálfa/n þig segja eitthvað neikvætt um útlit þitt skaltu eyða jafnmiklum tíma í að hugsa um eitthvað jákvætt í fari þínu. Þú ert yfirleitt þinn harðasti gagnrýnandi, sem þýðir að þú hefur mestu áhrifin á sjálfsmyndina. Þú getur lagt meðvitaða áherslu á það jákvæða og útrýmt allri neikvæðni með því að breyta hugar- fari þínu. Vertu raunsæ/r Ef þú ert að stefna að því að léttast eða komast í gott form, ekki ætlast til þess að það gerist á einni nóttu. Ráðfærðu þig við sérfræð- inga og ekki setja þér óraunhæf markmið þar sem þú ætlar þér að líta út eins og önnur manneskja. Gott útlit fæst með hollu mataræði, heilbrigðri hreyfingu og jákvæðu hugarfari. Besti árangurinn næst með því að setja fókusinn á heilsuna en ekki útlitið. Ekki vorkenna þér Gættu þess að vorkenna þér aldrei yfir útliti þínu, þá átt ekki að hafa neina ástæðu til þess. Hugaðu að mataræðinu Leggðu áherslu á að borða hollan mat sem lætur þér líða vel. Ef þú ert að borða óhollan mat er gott að setja sér markmið að bæta við hollum mat daglega, í stað þess að hugsa um allt það sem þú mátt ekki borða. Þér mun líða vel af holla matnum og smám saman minnka löngun í óhollan mat. Ef þér líður vel í líkam- anum þá ertu líklegri til að hafa jákvæða líkamsmynd. Njóttu þess að hreyfa þig Finndu líkamsrækt sem hentar þér. Það er hægt að ganga, hlaupa, lyfta lóðum, fara í fjallgöngur, dansa, hjóla, synda, spila fótbolta, spila tennis, fara í jóga, stunda klifur, stunda sjálfsvarnaríþróttir og heilmargt fleira. Finndu eitthvað sem þú hefur gaman af og lætur þér líða vel. Og ef það er eitthvað sem þig hefur alltaf langað að geta, eins og að klifra upp veggi eða synda flugsund, láttu þá vaða og farðu og lærðu þetta. Þér líður vel með líkama þinn þegar þú finnur hvað hann getur. Skoðaðu líkama þinn Margir láta sér nægja að horfa bara á andlitið í speglinum, en það er gott að skoða allan líkamann. Skoðaðu þig frá öllum hliðum í spegli, því það er mikil- vægt að þú venjist líkama þínum. Ef þú getur gert það daglega þá bregður þér síður þegar þú ferð til dæmis í fataklefa að máta föt. Vertu góð/ur við líkama þinn Dekraðu við kroppinn. Farðu í nudd eða gott freyðibað. Berðu á þig krem ef húðin er þurr, og farðu vel með fæturna og gættu að líkamsstöðunni. Láttu eftir þér að fara í hand- eða fótsnyrtingu eða annað dekur. Veldu góða stóla til að sitja á og gott rúm til að sofa í. Elskaðu líkama þinn, því þú færð ekki annan. Elskaðu líkama þinn Líkamsmyndin hefur mikil áhrif á sjálfsmynd og líðan fólks. Hún mótast af skapgerð okkar og umhverfisþáttum eins og feg- urðarstöðlum og einnig af samskiptum við annað fólk. Neikvæð líkamsmynd getur haft vond áhrif á heilsuna, en fjölmargar rannsóknir sýna að konum hættir til að hafa neikvæða líkams- mynd og allar konur eru óánægðar með einhvern hluta líkama síns. Heimurinn samanstendur af ólíku fólki af ólíkri stærð og gerð og því fer fjarri að allir séu steyptir í sama mót og því er nauðsynlegt að læra að elska líkama sinn eins og hann er. Góð líkamsmynd kemur ekki að sjálfu sér og það þarf að taka með- vitaða ákvörðun um að byggja hana upp. Hér eru tíu ráð til að bæta líkamsmyndina því allir eiga rétt á því að vera hamingju- samir og sáttir í eigin skinni. Góð og heilbrigð líkamsmynd stuðlar að bættri heilsu. Sölustaðir Fæst í öllum apótekum, heilsuverslunum og heilsuhillum stórmarkaða. Einnig á vefverslun Icecare: www.icecare.is Unnið í samstarfi við Icecare Þjáist þú af svefnleysi? Icecare kynnir: Melissa Dream eru töflur sem henta þeim sem þjást af svefnleysi. m elissa Dream er tafla sem fær mann til að slaka á, sofa betur og vakna endurnærður. Þetta er ekki lyf heldur náttúruleg vítamín og jurtir,“ seg- ir Birna Gísladóttir, markaðsfulltrúi hjá Icecare. Í gegnum aldirnar hefur sítrónumelis jurtin, Melissa officinalis, verið vinsæl meðal grasalækna, en þaðan dregur varan nafn sitt. „Þetta vísindalega samsetta náttúrulyf er hannað til að aðstoða einstaklinga við að sofa betur og vakna endurnærðir án þess að innihalda efni sem hafa sljóvgandi áhrif,“ segir Birna. Sítrónumelis taflan inniheldur náttúrulegu amínósýruna L-theanine, sem hjálpar til við slökun, auk alhliða B-vítamín, sem stuðlar að eðlilegri taugastarfsemi. Auk þess inniheldur taflan mikið magn af magnesíum, sem stuðlar að eðlilegri vöðvastarfsemi og dregur þar með úr óþægindum í fótum og handleggj- um og bætir svefn. Reynslusaga Sigríðar Helgadóttur af Melissa Dream: Nú sofna ég fljótt og er laus við fótapirringinn. „Undanfarið var ég búin að eiga nokkrar andvökunætur, eitt- hvað sem ég var ekki vön, og var það aðal- lega fótapirringur sem truflaði svefninn. Það er mjög óþægilegt því það hélt fyrir mér vöku. Ég fór að leita mér ráða, þá sá ég reynslusögur í blöðunum um Melissu Dream og fór að lesa mér til um þær og ákvað að prófa, því það sakaði ekki að reyna. Ég tek tvær töflur klukkutíma fyrir svefn, þegar mér finnst ég þurfa þess og ég næ að sofna fljótlega og svo finn ég ekki fyrir þessum fótapirringi. Það sem mér finnst líka æðislegt við þessar töflur er að þær eru náttúrulegar og hafa engin eftir- köst þegar maður vaknar. En ég þarf ekki að taka þær á hverju kvöldi en mér finnst ég ná að slaka svo vel á og næ að sofna þegar ég tek þær. Ég er mjög ánægð með Melissu Dream, og ég mæli með þeim við alla sem eiga erfitt með svefn.“ Sigríður Helgadóttir Birna Gísladóttir, markaðs- fulltrúi hjá Icecare.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.