Fréttatíminn - 12.12.2014, Blaðsíða 101
102 matur & vín Helgin 12.-14. desember 2014
Jóhann Helgi Jóhannsson opnaði veitingastaðinn Restó á Rauðarárstíg á dögunum. Hann
starfaði áður í Ostabúðinni og á Við tjörnina. Ljósmynd/Hari
Veitingastaðir restó er nýr staður þar sem madonna Var áður
Jói sýnir meistaratakta á Rauðarárstíg
Jóhann Helgi Jóhannsson
eldaði frábæra fiskrétti í há-
deginu í Ostabúðinni á Skóla-
vörðustíg um tólf ára skeið.
Nú hefur hann opnað eigin
veitingastað, Restó, á Rauðar-
árstíg þar sem meistaratakt-
arnir fá áfram að njóta sín. Jói
færir okkur hér uppskrift að
girnilegri blálöngu.
Laugardagstilboð
– á völdum servéttum og kertum
Rekstrarvörur
- vinna með þér
Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík
Sími: 520 6666 • sala@rv.is • rv.is
Opið laugardaga kl. 10-16
Nýir o
g
fallegi
r haus
t- og
vetrar
litir í s
ervétt
um
og ker
tum
®
Hægt að panta á www.rit.is
Bækurnar fást í bókaverslunum og garðvöruverslunum.
Belgjurtabókin kemur út í byrjun desember. Fossheiði 1 – 800 Selfoss
Sími 578-4800
Tvær grænar
í jólapakkann
þ etta er fiskistaður með val-kostum fyrir þá sem vilja kjöt eða grænmeti. Hér eiga
allir að geta fundið eitthvað við sitt
hæfi,“ segir Jóhann Helgi Jóhanns-
son kokkur sem opnaði á dögunum
veitingastaðinn Restó ásamt konu
sinni, Ragnheiði Helen Eðvarð-
sdóttur. Restó er á Rauðarárstíg
27 þar sem veitingastaðurinn Mad-
onna var starfræktur í 27 ár.
Jóhann hefur eldað í Ostabúðinni
við Skólavörðustíg undanfarin tólf
ár og átti sinn þátt í að gera hádegis-
eldhúsið þar vinsælt. Áður starfaði
hann með Rúnari Marvinssyni á Við
Tjörnina og á Primavera.
„Það lá beint við að halla sér að
fiskinum á Restó. Ég er búinn að
elda fisk í hádeginu í Ostabúðinni
um árabil og í gamla daga var ég í
tíu ár hjá Rúnari Marvins. Það væri
því galið ef maður er búinn að gera
eitthvað nánast alla starfsævina og
telur sig orðinn þokkalegan í að fara
að svissa um og gera eitthvað ann-
að,“ segir Jói léttur í bragði.
Hann kveðst vera alinn upp í sveit
og það hafi freistað sín að vinna fyr-
ir sjálfan sig. „Þetta hefur eiginlega
gengið vonum framar. Við höfum
samt farið frekar rólega – erum
til dæmis ekkert búin að auglýsa.
Það er dálítið síðan maður vann í
a la carte eldhúsi og betra að fara
varlega og gera þetta ágætlega. Ég
er náttúrlega orðinn rígfullorðinn,“
segir Jói sem er 46 ára.
Stemningin á Restó er hlýleg og
viðmótið vinalegt. „Við leggjum upp
úr því að hafa þetta heimilislegt og
persónulegt,“ segir Jói sem er enn
sem komið er eini kokkurinn á
staðnum. Ragnheiður kona hans er
kennari á daginn en starfar á Restó
á kvöldin og um helgar. „Það hjálp-
ast allir það. Þetta gerist ekki með
því að maður fari og kaupi jakkaföt
á sig og pels handa konunni,“ segir
Jói á Restó.
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@frettatiminn.is
Hvítlauksristuð blálanga með engifer
og villisveppum
Fyrir 4
7-800 g blálanga
2 hvítlauksrif
2 msk ólífuolía
Söxuð steinselja
Merjið hvítlauk saman við ólífuolíuna
og steinseljuna og veltið fiskinum upp
úr blöndunni. Steikið á vel heitri pönnu.
Salt og pipar.
Sósa
1 hvítlauksrif, saxað
1/2 rauðlaukur, saxaður
2 tsk engifer, saxað
1/2 bolli villisveppir, lagðir í bleyti
Skvetta af púrtvíni eða rauðvíni, má
sleppa
1 tsk tómatkraftur
2 dl fiskisoð, eða vatn og kraftur
1 dl rjómi
1 msk smjör
Svitið rauðlauk, hvítlauk og engifer í
olíu. Bætið öllu út í nema smjörinu og
sjóðið uns fer að þykkna aðeins. Þegar
fiskurinn er steiktur er hann tekinn af
pönnunni og sósan sett á hana og soðið
upp á henni, smjörinu hrært saman við
og kryddað til með salti og pipar. Borið
fram með hverju sem vill; kartöflum,
hrísgrjónum, salati, soðnu eða bökuðu
grænmeti.