Fréttatíminn - 12.12.2014, Blaðsíða 3
Komdu inn
úr kuldanum
www.n1.is facebook.com/enneinn
Hluti af öruggri vetrarumferð
Samgöngur Eftir áramót gEngur Strætó út á KEflavíKurflugvöll
Strætó út á Keflavíkurflugvöll
f rá og með 4. janúar gengur Strætó milli Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og mið-
borgar Reykjavíkur. „Leið 55 mun
keyra níu ferðir á dag milli mið-
borgar Reykjavíkur og Flugstöðvar
Leifs Eiríkssonar frá byrjun janú-
ar. Vagninn stoppar meðal annars
við Kringluna, Fjörð í Hafnarfirði
og Keili í Reykjanesbæ á leiðinni.
Ferðalagið tekur eina klukkustund
og sautján mínútur samkvæmt
áætlun Strætó,“ segir á ferðavefnum
Túristi.is.
Strætómiði milli höfuðborgar-
innar og Keflavíkurflugvallar mun
kosta 1.400 krónur og fá farþegar
skiptimiða til að nota í aðra vagna,
til dæmis við komuna til Reykja-
víkur. Til samanburðar kostar farið
með Airport Express 1.900 krónur
hvor leið og 1.950 krónur með Flug-
rútunni. Þessar nýju almennings-
samgöngur eru á samstarfsverkefni
Sambands sveitarfélaga á Suður-
nesjum og Strætó.
Túristi greinir frá því að fyrsti
vagn á morgnana leggi í hann frá
Umferðarmiðstöðinni klukkan 6.23
og rennur í hlað við flugstöðina
klukkan 7.40. Íbúar höfuðborgar-
svæðisins á leið í morgunflug með
íslensku flugfélögunum geta því
ekki nýtt sér þessar samgöngur en
áætlunin passar vel fyrir morgun-
flug erlendu flugfélaganna auk ann-
arra brottfara síðar um daginn.
Erla Hlynsdóttir
erla@frettatiminn.is
Leið 55 hjá Strætó mun aka 9 ferðir
á dag milli miðborgar Reykjavíkur og
Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar.
tónliSt gEiSladiSKa Sala minnKar milli ára
Sala á geisladiskum dregst
sífellt saman. Æ fleiri notast
við stafrænar veitur á borð
við Spotify. Átta af tíu mest
seldu geisladiskum landsins í
síðustu viku voru safnplötur.
Minnkandi sala er áhyggjuefni
hvað varðar fjármögnun á
nýrri útgáfu.
a uðvitað er þetta áhyggjuefni en um leið er þetta eðlilegt því neyslan er að færast yfir
á stafrænu miðlana,“ segir Eiður
Arnarsson, framkvæmdastjóri Fé-
lags hljómplötuframleiðenda.
Sala á tónlist hefur dregist saman
um fimmtán prósent frá því í fyrra.
Þetta er samkvæmt tölum Félags
hljómplötuframleiðenda frá ársbyrj-
un og út síðustu viku. Þær eru birtar
vikulega í Tónlistanum. „Salan er 85
prósent af því sem hún var í fyrra.
Við erum bjartsýn að hún verði á
þessu bili út árið. Það eru stórir dag-
ar fram undan,“ segir Eiður.
Hann bendir á að sala á tónlist
breytist nú hratt. Auk stafrænu
neyslunnar hafi plötusala færst inn
á tónleika listamanna. Sú sala komi
ekki fram á Tónlistanum. „Það er
ótrúlega drjúg sala á „giggunum“.
En svo hefur stafræn neysla farið
gríðarlega mikið upp. Þetta er því
Plötusala dregst
saman um fimmtán
prósent milli ára
líka ákveðin tilfærsla, ekki bara
minnkun.“
Vandamál tónlistarmanna snýr
hins vegar að því að stafræna neysl-
an skilar ekki sömu tekjum og sala
á geisladiskum og vínylplötum. „Það
er einfaldur útreikningur að fyrir
eina plötu sem hætt er við að kaupa,
að til að hún skili sömu tekjum á Spo-
tify þá þarf einstaklingur að spila
hana hundrað sinnum. Þetta er auð-
vitað mikið áhyggjuefni hvað varðar
fjármögnun á nýrri útgáfu.“
Aðspurður hver sé mest selda plata
ársins á Íslandi kveðst Eiður ekki
hafa nákvæmar tölur á reiðum hönd-
um. „En ég myndi leyfa mér að giska
á að enn sé komið er sé það SG hljóm-
plötur, safnplata sem kom út snemma
á árinu. Reyndar er það mjög athyglis-
vert að í síðustu viku voru sjö eða átta
ferils- og safnplötur á topp tíu. Í sömu
viku í fyrra var ein slík á topp tíu.“
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@frettatiminn.is
16 þúsund
einstaklingar með
Spotify-áskrift
Eiður Arnarsson segir að mikil aukning
hafi verið í stafrænni sölu á tónlist milli
ára. Í fyrra var hún 10-12 prósent af
heildarveltu í tónlistarsölu en í ár er hún
um 30 prósent af veltunni. „Það eru 16
þúsund Íslendingar rétt tæplega sem
greiða áskrift að Spotify. Það er rétt um
fimm prósent landsmanna og Spotify
opnaði í apríl í fyrra hér.“
Velta tónlistarmarkaðarins
n Vínylplötur
n Stafrænir miðlar
n Geisladiskar
10%
30%
60%
*Fyrstu sex mánuðir ársins skv. tölum
frá Félagi hljómplötuframleiðenda.
Strákarnir í Skálmöld hafa selt 1560 eintök af nýju plötunni sinni, Með vættum, samkvæmt Tónlistanum. Hún er í öðru sæti yfir
mest seldu plötur ársins.
Carbon Recycling byggir í Þýskalandi
Íslenska hátæknifyrirtækið Car-
bon Recycling International (CRI)
mun reisa verksmiðju í Þýskalandi
byggða á tækni CRI til framleiðslu
á vistvænu eldsneyti en CRI rekur
þegar eldsneytisverksmiðju í
Svartsengi. Verksmiðjan í Þýska-
landi mun framleiða metanól
úr rafmagni og koltvísýringi úr
útblæstri kolaorkuvers í Ru-
hrhéraðinu. Verkefnið sem áætlað
er að kosti 11 milljónir evra, um
1.700 milljónir króna, hefur hlotið
styrk úr Horizon 2020 rannsókn-
aráætlun Evrópusambandsins.
Í tilkynningu frá CRI segir að
með þessu stígi fyrirtækið stórt
skref á alþjóðamarkaði við inn-
leiðingu tækni til framleiðslu á
vistvænu eldsneyti úr rafmagni,
sem þróuð var hér á landi. Meðal
samstarfsaðila CRI í verkefninu er
Mitsubishi Hitachi Power Systems
Europe, evrópskir háskólar og
rannsóknarstofnanir.
Lögreglumaður
dæmdur
Hæstiréttur hefur þyngt refsingu yfir
lögreglumanni sem ákærður var fyrir
líkamsárás við handtöku konu á Laugavegi
í fyrra. Maðurinn var dæmdur í 30 daga
skilorðsbundið fangelsi og til að greiða
konunni 430 þúsund krónur í bætur, auk
300 þúsund króna sektar. Myndband af
handtökunni fór sem eldur í sinu um netið.
Endurnýjun á stórum
raftækjum og
húsgögnum
Veruleg aukning varð í nóvember á í sölu
á stórum raftækjum og húsgögnum, og
sala á snjallsímum jókst um 168,8% á
föstu verðlagi í nóvember miðað við sama
mánuð í fyrra sem er fyrst of fremst vegna
þess að hafin var sala á nýrri útgáfu snjall-
síma í byrjun mánaðarins. Þetta kemur
fram í tilkynningu frá Rannsóknarsetri
verslunarinnar.
Þar segir að sala húsgagna hafi aukist
um 26,6%. Þar af jókst sala á rúmum um
45,7%. Velta í sölu á stórum raftækjum
eins og þvottavélum og ísskápum jókst
um 30,4% og sala á minni raftækjum,
sjónvörpum og hljómflutningstækjum um
22,1%
Aukin dreifing
Fréttatímans í dag
Auk hefðbundinnar dreifingar Frétta-
tímans í lúgur á höfuðborgarsvæðinu og á
Akureyri er blaðinu í dag dreift í allar lúgur
á Selfossi og Reykjanesbæ, auk þess sem
blaðið er í hefðbundinni dreifingu um allt
land í matvöruverslunum og á stöðvum N1
og Olís. Upplag Fréttatímans er því um 90
þúsund eintök.
fréttir 3 Helgin 12.-14. desember 2014