Fréttatíminn - 12.12.2014, Blaðsíða 81
82 jólagjafir Helgin 12.-14. desember 2014
Gefðu upplifun í jólagjöf
Óskaskrín er kærkomin nýjung á sviði gjafavöru á Íslandi, byggð á hugmynd sem slegið hefur
í gegn um allan heim. Með Óskaskríninu er hægt að gefa upplifanir í stað hluta, auk þess sem
viðtakandanum gefst færi á að velja sína uppáhalds upplifun úr fjölda freistandi möguleika
sem leynast í hverju boxi. Gefandinn velur þemað og viðtakandinn velur ævintýrið. Dagmar Íris
Gylfadóttir, sölu- og markaðsstjóri hjá Óskaskríni, segir að vinsældir þessa fyrirkomulags séu
sífellt að aukast og að fólk kjósi gjarnan að gefa upplifanir í stað annarra hefðbundinna gjafa, en
Óskaskrín var fyrst selt hér á landi árið 2011.
Ó skaskrínin skiptast í fjögur mismunandi
þemu: Dekurstund, töff,
gourmet og rómantík.
Þau eru á mismunandi
verði og höfða til fjöl-
breytilegs smekks og
ólíkra áhugasviða við-
takenda. Í hverju skríni er
handbók með umfjöllun
um þau fyrirtæki sem
hægt er að velja á milli og
þær upplifanir sem hvert
þeirra býður upp á, ásamt
gjafakorti. Þegar viðtak-
andinn hefur valið upp-
lifun hefur hann samband
við viðkomandi fyrirtæki,
gefur upp númerið á kort-
inu og pantar.
Dekurstund veitir
handhafanum ýmsa
möguleika á alls konar
dekurmeðferðum. Má þar
nefna hand- og fótsnyrt-
ingu, klippingu og nudd.
Dekurstundin kostar
7.900 krónur.
Í Töff-skríninu er
hægt að velja um ýmsa
skemmtilega afþrey-
ingu, meðal annars golf-
kennslu, fjórhjólaferð,
jöklaferð, bátsferð, ferð í
bjórskólann og ýmislegt
fleira. Töff óskaskrínið
kostar 14.900 krónur.
Gourmet-skrínið
inniheldur úrval þriggja
til fjögurra rétta máltíða
fyrir tvo á veitingahúsum
víðs vegar um landið svo
allir ættu að geta fundið
eitthvað við sitt hæfi.
„Þetta skrín er mjög
vinsælt í jóla- og fyrir-
tækjagjafir. Þú ert ekki að
velja einn ákveðinn stað
heldur gefur viðtakand-
anum kost á að laga valið
að sínum smekk,“ segir
Dagmar. Gourmet Óska-
skrínið kostar 16.900
krónur.
Rómantík inniheldur
gistingu fyrir tvo í eina
nótt á hóteli, en hægt
er að velja milli ýmissa
glæsilegra hótela hring-
inn í kringum landið.
Einnig fylgir tveggja til
fjögurra rétta máltíð og
morgunverður með róm-
antíkinni. Heildarverð er
32.900 krónur.
Dagmar segir að við-
tökurnar við skrínunum
séu mjög ánægjulegar.
„Þau eru meðal annars
tilvalin fyrir fólk sem á
allt en kaupandann langar
að gera vel við. Þá eru
fyrirtæki í auknum mæli
að kaupa skrínin handa
starfsfólki og viðskipta-
vinum. Óskaskrínin eru
líka keypt í allskyns vinn-
inga og leiki enda standa
þau alltaf fyrir sínu og
henta viðtakendum með
ólík áhugamál. Þeir sem
komast á bragðið kaupa
þau aftur og aftur enda
viðtakendur nánast
undantekningalaust
mjög ánægðir. Við höfum
sömuleiðis átt í mjög
góðum samskiptum við
samstarfsaðila okkar sem
margir hafa verið með frá
upphafi,“ segir Dagmar.
Óskaskrínin eru fáan-
leg á heimasíðunni www.
oskaskrin.is og eru þau
send hvert á land sem er.
Þau eru einnig fáanleg
í verslunum Hagkaupa
á höfuðborgarsvæð-
inu, flestum verslunum
Pennans Eymundssonar,
blómabúðinni Dalíu í
Glæsibæ og versluninni
Býflugan og blómið á
Akureyri.
Unnið í samstarfi við
Óskaskrín
Hvernig virkar
Óskaskrín?
Þú kaupir Óskaskrín á
www.oskaskrin.is eða á
einhverjum sölustað um
allt land.
Þiggjandi gjafarinnar fær
í hendur fallega gjafa-
öskju ásamt gjafakorti og
handbók.
Með hjálp handbókar-
innar velur viðkomandi
síðan úr fjölmörgum upp-
lifunum innan þess þema
sem skrínið geymir.
Þegar ákvörðun hefur
verið tekin er pantað
beint hjá þjónustuaðila
hverrar upplifunar og
gjafakortið notað sem
greiðsla þegar þjónustan
er nýtt.