Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.12.2014, Blaðsíða 70

Fréttatíminn - 12.12.2014, Blaðsíða 70
70 heimili Helgin 12.-14. desember 2014 É g segi oft að ég sé með ástríðu fyrir of mörgum hlutum en mér finnst til dæm- is gaman að elda, baka, stunda jóga og aðra hreyfingu, hugsa um heilsuna, búa til mínar eigin snyrtivörur og prófa nýja hluti.“ Gyða er mjög mikið jólabarn og er aðventan hennar uppáhalds tími. Heimagerðar jólagjafir Útbýr heimagerðar jólagjafir fyrir vini og ættingja Gyða ákvað að útbúa sínar eigin jólagjafir þegar hún varð uppi- skroppa með hugmyndir að jóla- gjöf fyrir afa og ömmu sem eiga allt. „Mig langaði að gefa þeim eitthvað persónulegt frá mér. Með því að útbúa eitthvað sjálf fæ ég útrás fyrir þessa miklu sköpunar- þörf sem ég er með og finnst fátt skemmtilegra en að dunda mér heima og föndra fallegar gjafir í desember. Svo er það líka gott sparnaðarráð, því maður getur oft gefið miklu fallegri og veglegri gjafir þegar maður býr þær til sjálfur, heldur en ef maður myndi eyða sama pening í að kaupa gjöf tilbúna úr búð,“ segir Gyða. „Heimatilbúnar gjafir eru auk þess einlægar og gefa þau skila- boð að þér þyki vænt um þann sem þú ert að gefa gjöfina, þar sem þú lagðir vinnu þína í að búa hana til. Mörgum finnst líka alls ekki gaman að fara í búðir fyrir jólin, og þá er hin fullkomna lausn að búa til gjafirnar sjálfur,“ bætir hún við. Listrænir hæfileikar ekki nauðsynlegir Gyða segir að heimatilbúnar gjafir þurfi alls ekkert að vera flóknar eða erfiðar í framkvæmd, heldur sé það hugurinn sem gildi. „Mér finnst persónulega alltaf mjög gaman að fá eitthvað sem einhver hefur gert sjálfur og vita að við- komandi hafi lagt vinnu og ást í að búa til eitthvað handa mér. Þú þarft heldur ekkert að vera neinn listamaður til að geta búið til fal- legar gjafir, heldur snýst þetta bara um að búa til eitthvað sem þér finnst fallegt og gaman að gefa. Að auki er þetta líka tilvalið tækifæri fyrir foreldra til að setjast niður með börnunum sínum á að- ventunni og búa til gjafir handa ömmu og afa, eða hverjum sem er, og eiga notalega stund.“ „Það er um að gera að leyfa hug- myndafluginu að leika lausum hala á þessum árstíma, og nýta hug- myndirnar í að búa til fallegar gjaf- ir,“ segir Gyða og hér deilir hún með lesendum fjórum mismunandi hugmyndum af heimagerðum jóla- gjöfum sem auðvelt er að útbúa. Jólaskrúbbur Heimatilbúinn líkamsskrúbbur er fullkomin fyrir mömmu, ömmu, bestu vinkonu eða frænk- ur. Gyða býr til líkamsskrúbba yfir allt árið fyrir sjálfa sig og er því alltaf að prófa sig áfram með skemmtilegar uppskriftir. „Fyrir jólin bjó ég til sérstakan jóla- skrúbb, sem bæði tekur dauðar húðfrumur og mýkir húðina, og er með yndislegri jólalykt.“ Gott er að geyma skrúbbinn í fallegri, þéttri krukku sem er svo hægt að skreyta með fallegri slaufu. „Mér hefur líka fundist skemmti- leg hefð að láta uppskriftina af skrúbbnum fylgja með á litlum miða, svo sá sem fær hann geti sjálfur búið til meira ef honum líkar hann.“ Heimagerður jólaskrúbbur: 1 dl kókosolía 180 gr púðursykur 1 msk brúnkökukrydd eða jólakrydd að eigin vali 1 tsk kanill Aðferð: Hitið kókosolíuna að- eins áður en púðursykurinn er hrærður saman við. Öllu er svo hrært saman og látið kólna áður en krukkunni er lokað. Hægt er að kaupa sérstakt brúnkökuk- rydd út í búð en í því er blanda af kanil, negul og engifer. Til að fá extra jólalykt er gott að bæta við örlítið meira af kanil. Heimaföndrað kerti Hægt er að útfæra heimaföndrað kerti á marga vegu. „Það er mikið úrval af pappír og myndum í fönd- urbúðum sem hægt er að líma á kerti og gera þau eftir höfði hvers og eins, en á mitt kerti nota ég jóla- servíettu og klippi út þær myndir sem mig langar að nota,“ segir Gyða. Servíetturnar eru svo límdar á kertið með sérstöku kertalími sem er með brunavörn, og fæst í föndurbúðum. Heitt súkkulaði – gjafasett Gjafasett sem inniheldur allt sem þarf til að gera hið fullkomna heita súkkulaði. Í settinu er fal- legur bolli, lítil sleif með súkkul- aði til að hræra í bollanum, krukka með sykurpúðum og falleg rör. Það eina sem sá sem fær gjöfina þarf að gera er að bæta við heitri mjólk. „Gjöfin er því ekki bara efnisleg heldur líka svolítið eins og gjafabréf á góða slökun fyrir við- komandi yfir heitum kakóbolla.“ Skeiðina með súkkulaðinu útbjó Gyða sjálf, en hún keypti litla sleif og bræddi súkkulaði í móti með skeiðinni ofan í. Úr verður súkkul- aðipinni, sem bráðnar svo í heitri mjólk og verður að heitu súkkul- aði.“ Hægt er að útfæra gjafasettið á ýmsa vegu. Til dæmis er hægt að bæta við boxi með uppáhalds smá- kökum viðkomandi eða einhverju öðru sem manni dettur í hug. Heimagert konfekt „Fjórða og síðasta hugmyndin mín var að búa til konfekt. Í fyrra bjó ég til nokkra slíka kassa, en hver þeirra var með níu molum með mismunandi fyllingum í. Kassarn- ir þurfa alls ekkert að vera flóknir. Það er til dæmis hægt að hafa bara fáeinar tegundir sem þú veist að sá sem þú ætlar að gefa kassann finnst góðar. Það er mjög falleg leið til að láta einhvern vita að þú hugsir um hann og sýnir honum að þú vitir hvernig súkkulaði honum finnst best,“ segir Gyða. Erla María Markúsdóttir erlamaria@frettatiminn.is Gyða: Gyða Dröfn er mikið jólabarn og finnst fátt skemmtilegra en að dunda sér við að útbúa jólagjafir á aðventunni. Mynd/Hari Jólaskrúbbur: Líkamsskrúbbur með góðri jólalykt. Mynd/Gyða Dröfn Jólakonfektkassi (án texta): Gullfallegir heimagerðir konfektmolar. Mynd/Gyða Dröfn Heitt súkkulaði sett: Gyða bræðir súkkulaðið og setur í mót með tréskeið. Mynd/Gyða Dröfn Jólakerti: Hægt er nota alls konar serví- ettur við kertagerðina. Mynd/Gyða Dröfn Nánar um sölustaði á facebook Höfuðhandklæðin frá Sif eru saumuð úr gæðabómull. Létt og þægileg í notkun og henta jafnt síðu sem stuttu hári og dömum á öllum aldri. Fáanleg í 12 litum fonix.is • Hátúni 6a • 105 Reykjavík • S. 552 4420 Heimilistæki HEIMILISTÆKJADAGAR 20% AFSLÁTTUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.