Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.12.2014, Blaðsíða 38

Fréttatíminn - 12.12.2014, Blaðsíða 38
ævina sem hjálpuðu mér af stað til að takast á við depurðina. Ég nýtti mér hreyfinguna og lausnar- miðað hugarfar þótt neikvæðu hugsanirnar væru ansi sannfærandi stundum og vildu toga mig aftur átt að sófanum og í uppgjöfina þá vissi ég innst inni að það væri mér ekki alltaf í hag þótt stundum gæfi ég eftir. Lífið er eins og rússíbani, það fer upp og niður, það er ekki alltaf himnasæla en það eru ekki heldur allir dagar ómögulegir. Í raun eru svörin að vellíðan innra með okkur en við þurfum að vera duglegri að taka betur eftir þeim þegar okkur líður vel. Gott er líka að minna sig á að neikvæðar og erfiðar tilfinningar líða hjá, við þurfum bara að hlúa að okkur eftir bestu getu á meðan. Stundum er rétta svarið að gefa sér ró, og hvíld þar til þær líða hjá en stundum er betra að standa upp og gera eða framkvæma eitthvað, það er auðvitað persónu- og aðstæðubundið hvað hentar hverjum. Mikilvægt er líka að maður hiki ekki við að leita sér hjálpar. Sálfræðingar geta aðstoðað og hafa þekkingu á áhrifum neikvæðra tilfinninga og hugsana á líf fólks og það er því um að gera að nýta hjálp þeirra. Þakklátust er ég fyrir allt fólkið í kringum okkur sem umvafði okkur með hlýju, umhyggju og stuðning sem var okkur ómetanleg hjálp á þessum tímum og er enn,“ segir hún. Nýtt ár – ný vinna Anna hefur nú störf á ný í janúar eftir fæðing- arorlof, sem sálfræðingur í Heilsuborg. „Þetta starf er mjög gefandi og það sem er mest spenn- andi við það er að það er enginn einstaklingur eins eða með sama bakgrunn og lífsreynslu, sem gerir þetta krefjandi en líka svo skemmtilegt og fjölbreytt starf. Ég verð þar með einstaklingsvið- töl, námskeið og fyrirlestra. Ég veit ekkert betra en að upplifa að ég geti gert smá gagn og e.t.v hjálpað öðrum að líða betur. Það er besta tilfinn- ing sem ég veit. Það sama á við um móðurhlut- verkið – ég elska það. “ Fésbókar- færslur Önnu 17. maí 2013 Kæru vinir, á þriðjudags- morgun sl. þann 14. maí kl. 7:10 fæddist yndis- leg dóttir okkar, nefnd Marta Marín Elíasdóttir, andvana. Fallega stúlkan okkar vó 2.995 grömm og var 50 cm á lengd og var fullkomin í alla staði. Við þökkum allan þann hlýhug og þær fallegu kveðjur sem við höfum fengið frá ykkur. Við munum halda áfram að heiðra minningu hennar um ókomna tíð. Hún er og verður ávallt litla Maístjarnan okkar. Kær- leikskveðjur Anna og Elías. 14. ágúst 2013 Í dag hefði fallega prinsessan okkar Marta Marín orðið 3 mánaða.... lífið er skrýtið....en heldur áfram og ég reyni að fylgja með. Ég sendi fallega englinum mínum ástar- og saknaðar- knús, risastórt faðmlag og trilljón billjón kossa á mjúku kinnarnar og nebbann....það er gott að finna að ég hef hana þó ávallt hjá mér í hjarta- stað. 12. febrúar 2014 Við erum svo óendan- lega þakklát fyrir hversu lánsöm við erum. Í 20 vikna sónar sást skýrt og greinilega heilbrigður og fallegur prins sem mun koma í faðminn okkar í júní. Við gætum ekki verið ánægðari með þennan yndislega einstakling og hlökkum mikið til að fá að kynnast honum og knúsa og kela í klessu. 14. maí 2014 Í dag er liðið heilt ár liðið frá því við fengum hana Mörtu Marín okkar í fangið. Hún var svo falleg, og fullkomin í alla staði þrátt fyrir að hjartað hennar hafi hætt að slá. Þessum degi fylgdi mikil sorg en jafn- framt svo mikil gleði og þakklæti fyrir að hafa fengið að eignast yndis- lega dóttur. Í dag skil ég orðatiltækið „betra er að hafa elskað og misst en að hafa aldrei elskað“, ég hefði ekki fyrir nokkurn mun viljað missa af því að eignast hana. Í dag er dagurinn hennar, fallega engilsins okkar. 14. júní 2014 Yndislegi og fallegi prinsinn okkar og fimmta gersemin fædd- ist rétt yfir miðnætti laugardaginn 14.06.́ 14 Öllum heilsast vel og ég hlakka til að eyða næstu árum í að knúsa litla krúttíbúntið okkar Elíasar. Marta Marín fæddist andvana. Hún hafði verið alveg heilbrigð og talið var að hún hefði verið lifandi 12-24 klukkustundum fyrir fæðinguna. Mynd úr einkasafni Ég gerði það sem ég þurfti fyrir jarðarförina en mér leið eins og ég væri dofin. Ég var ennþá svo hugfangin af ást eftir að hafa fengið dóttur mína í fangið að ég var að springa úr þakklæti og gleði en var líka að berjast við ólýsanlega mikla sorg. Það var erfitt að láta þessar ólíku tilfinningar passa saman á sama tíma, segir Anna Sigurðardóttir. Hér eru þau hjónin, Anna og Elías, með syni sína fjóra. „Súperengillinn“ þeirra, Marta Marín, fylgir þeim gegnum lífið. Ljósmynd/Hari Lífið heldur áfram Sorgin bankar ennþá upp á við og við og mun gera um ókomin ár en þegar ég sakna Mörtu Marínar þá tek ég mér stund út af fyrir mig heima og leyfi ég mér að gráta og hugsa hlýtt til hennar. Mér þykir vænt um sorgina þótt hún sé sár og stundum óbærilega þung, því þá er ég samt svo nálæg henni. Ég upplifi líka að þegar ég er búin að tæma tárabrunninn þá finn ég svo sterkt fyrir mikilli gleði og þakklæti yfir því að hafa eignast hana. Þegar vindurinn blæs á mig eða sólin skín þá lít ég á það sem kveðju frá henni. Hún ferðast alltaf með okkur um lífið. Strákarnir tala mikið um hana og við biðjum hana alltaf um að fljúga með okkur á áfangastað hvert sem við förum svo hún sé örugglega með okkur – hún er líka svo mikill súperengill,“ segir þessi hugrakka og jákvæða kona. Eva Magnúsdóttir ritstjorn@frettatiminn.is 38 viðtal Helgin 12.-14. desember 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.