Fréttatíminn - 12.12.2014, Blaðsíða 40
Train Smarter with
the Kinetic inRide
and inRide App.
Learn more about power training at: kurtkinetic.com/inride
KRÍA HJÓL - GRANDAGARÐUR 7 - 101 REYKJAVÍK s.5349164 INFO@KRIAHJOL.IS
KINETIC ROAD MACHINE
+ inRIDE WATT METER
Smart-phone* based
costing hundreds more.
Kinetic2015_inRide_100x100.indd 2 10/22/14 1:10 PM
* Works with Apple™ iOS devices with Bluetooth Smart®
F rú Ragnheiður er þakin snjó þegar sjálfboðaliðar Rauða krossins mæta á vaktina.
Klukkan er sjö á þriðjudagskvöldi
og margir eflaust að ljúka við
kvöldmatinn, jafnvel að fara að
horfa á sjónvarpsfréttirnar. Síðan
eru aðrir sem vita að Frú Ragn-
heiður er að leggja í sinn hefð-
bundna rúnt, rétt eins og alla aðra
virka daga þegar næst að manna
vaktirnar með sjálfboðaliðum, og
dreifa sprautum, sprautunálum og
spritti til fíkniefnaneytenda.
Matthías Matthíasson sálfræð-
ingur er bílstjóri kvöldsins og með
honum á vaktinni er Sunna María
Helgadóttir, hjúkrunarfræði- og
myndlistarnemi. Frú Ragnheiður
er gamall sjúkrabíll sem hefur
verið breytt til að þjóna þessi verk-
efni sem allra best. Minnst tvo
sjálfboðaliða þarf á hverja vakt –
bílstjóra með meirapróf auk hjúkr-
unarfræðings eða nema sem hefur
lokið minnst tveimur árum í hjúkr-
unarfræði. Þriðji sjálfboðaliðinn
getur í raun haft hvaða bakgrunn
sem er. Í kvöld eru sjálfboðalið-
arnir aðeins tveir, og svo ég, blaða-
maðurinn.
Sprauta sig jafnvel 30 sinnum
á dag
Rauði krossinn er nýfluttur frá
Hlemmi og Hlemmur er því fyrsta
stopp Frú Ragnheiðar. „Það er
mjög misjafnt hversu margir
koma,“ segir Matthías en hann
hefur ekki fyrr sleppt orðinu en
Sjálfboðaliðar Rauða krossins hafa undanfarin ár ekið gamla sjúkrabílnum Frú Ragnheiði um götur
bæjarins og útdeilt sprautum og sprautunálum til þeirra sem þurfa. Markmiðið er að minnka
líkur á sýkingum og smiti af sprautunálum. Þeir sem leita til Frú Ragnheiðar mæta þar engri
fordæmingu eða predikunum en sumir hreinlega skammast sín of mikið til að kaupa sprautur í
apóteki. Kostnaðurinn við verkefnið er hverfandi í samanburði við þann heilbrigðiskostnað ef fólk
fær sýkingar eða jafnvel smitast af HIV eða lifrarbólgu en þrátt fyrir það hefur gengið erfiðlega að
tryggja verkefninu fjármagn en kostnaðurinn er um 7 milljónir á ársgrundvelli.
ung kona kemur inn í bílinn, heils-
ar kurteislega og biður um 100
nálar, 20 sprautur og sprittklúta. Á
meðan Sunna María finnur þetta
til spyr hún konuna hvort það sé
eitthvað fleira sem þau geti gert
fyrir hana en hún afþakkar og
vill greinilega ekki spjalla. Það er
líka allt í lagi. Þegar hún er farin
viðurkenni ég að það komi mér á
óvart að einhver þurfi 100 nálar
þegar Frú Ragnheiður er hvort eð
er reglulega á ferðinni. Það kom í
ljós að það var síður raunsætt mat
hjá mér að fólk sprautaði sig ekki
nema tvisvar, þrisvar á dag. „Við
spyrjum fólk ekki hvaða efni það
er að gefa sér eða hversu oft. Á
námskeiðum eru okkur kennt að
láta fólk hafa sprauturnar á jafn
eðlilegan hátt og við séum að láta
það hafa tyggjó. Við erum ekki
hér til að dæma,“ segir Sunna
María. Þau segja mér hins vegar
að sum efni séu þannig að fólk
þurfi að sprauta sig mjög oft með
þeim, tíu til tuttugu sinnum, jafn-
vel þrjátíu sinnum á sólarhring,
og þannig er fjöldi nála sem fólk
notar fljótt orðinn mjög mikill. Það
er ef fólk gætir fyllsta hreinlætis
til að lágmarka sýkingarhættu
og smithættu, en ástæða þess að
Rauði krossinn dreifir sprautum
og nálum með Frú Ragnheiði er
að lágmarka skaðann. „Sumir
hafa reynslu af því að fá óþægilegt
viðmót þegar þeir fara í apótek
og vilja ekki fara þangað. Margir
skammast sín og vilja frekar koma
hingað,“ segir hún.
Næsta stopp er við Gistiskýlið
á Lindargötu, nýtt gistiskýli fyrir
heimilislausa karlmenn. Það eru
þó ekki allir karlmenn þar sem
þurfa á þjónustuni að halda og
fólk sem kemur í bíllinn þar fyrir
utan sem hefur engin tengsl við
gistiskýlið. Fólk bara veit að bíll-
inn er þarna á ákveðnum tíma og
getur komið. Það vill þó þannig til
að allir sem koma í þessu stoppi
eru karlmenn, en afar ólíkir inn-
byrðis – allt frá þrítugu og upp í
sextugt, menn sem greinilega eru
undir áhrifum og menn sem fáa
myndi gruna af útlitnu einu að þeir
sprautuðu sig með vímuefnum.
Ekki að það sé nein sérstök týpa.
Þetta eru allar týpur. Einn biður
ekki um neinar sprautur heldur
vill bara láta athuga blóðþrýsting-
inn.
Taka við notuðum nálum
Til að halda utan um starfsemi
Frú Ragnheiðar eru þeir sem
þangað koma beðnir um nafn, en
þeir mega gefa upp gælunafn, eða
jafnvel ekkert ef þeir svo kjósa.
Þá er skráð niður hversu mikið af
sprautum, nálum og sprittklútum
fólk fær. Við Gistiskýlið kemur
einn ungur maður með box með
notuðum sprautum og sprautunál-
um sem Matthías setur í sérstakan
förgunarpoka. „Við látum fólk hafa
box undir þetta og tökum við þeim
aftur því það er ekki mælt með að
setja notaðar nálar í hefðbundið
rusl. Fólk getur stungið sig á þeim
þar,“ segir hann. Frú Ragnheiður
dreifir einnig smokkum en ekki er
mikil eftirspurn eftir þeim þar sem
kynhvötin minnkar gjarnan með
aukinni neyslu. Einn maðurinn er
skrafhreifinn mjög og þakkar inni-
lega fyrir sprauturnar. Hann segist
leggja mikið upp úr hreinlæti til
að minnka hættu á sýkingum, og
þau Matthías og Sunna María taka
undir með honum. Mælt er með
því að nota hverja nál bara einu
sinni. Eftir því sem sama nálin er
notuð oftar aukast líkur á sýking-
um og þannig minnkar dreifing
nýju nálanna líkur á því að fólk
þurfi að leita sér læknisaðstoðar
eða jafnvel leggjast inn á sjúkra-
hús. Þá skiptir líka miklu máli að
fólk deili ekki nálum til að koma í
veg fyrir að lifrarbólga C eða HIV
smitist þannig.
„Þessar sprautur og nálar sem
við erum að dreifa kosta afskap-
lega lítið og í samanburði við hvað
það kostar heilbrigðiskerfið þegar
fólk þarf að leggjast inn vegna sýk-
inga eða þegar fólk smitast af HIV
þá er þessi kostnaður algjörlega
hverfandi,“ segir Sunna María.
Tvo stopp eru eftir, í Hlíðunum
þar sem eru bæði Konukot og
heimili fyrir heimilislausa karl-
menn, og svo aftur við Hlemm.
Sunna María bankar á báðum stöð-
um við láta vita að Frú Ragnheiður
sé komin og nokkrir karlmenn
koma til að sækja nálar og spraut-
ur. Flestir sem koma eru fastagest-
ir og spjalla sumir heilmikið. Þeir
vita að þeir geta treyst sjálfboðalið-
unum og að þeir eru ekki dæmdir.
„Þeir sem koma hingað vita allt
um öll meðferðarúrræði og við
erum ekki að predika um það. Það
er staðreynd að í öllum borgum er
einhver hópur sem er ekki að fara
að hætta. Fólk er mjög þakklátt og
sumir kalla okkur englana sína,“
segir Sunna María.
Þegar vaktinni lýkur er snúið
aftur í húsakynni Rauða krossins
og fyllt á birgðirnar fyrir næstu
vakt. „Sumt heilbrigðisstarfsfólk
er ekki hlynnt þessari skaðam-
innkandi aðferðafræði. Sumum
finnst að það eigi alltaf að laga
fólk. En við erum líka að laga. Við
erum að draga út sýkingum, smit-
hættu og við erum að hjálpa fólki
að líða betur.“
Erla Hlynsdóttir
erla@frettatiminn.is
Hver vakt á Frú Ragnheiði er í tvo
tíma. Á þriðjudaginn komu átta
manns sem samtals fengu 470
nálar og um 250 sprautur, auk
sprittklúta. Mynd/Hari
Skaðaminnkun Frú Ragnheiðar
Frú Ragnheiður er verkefni sem byggir á skaðaminnkun og hefur þann tilgang að ná
til jaðarhópa samfélagsins, til dæmis útigangsfólks, heimilislausra og fíkla, og bjóða
þeim skaðaminnkandi þjónustu og almenna heilsuvernd, án fordóma eða kvaða, í
þeirra nærumhverfi.
Markmið verkefnisins er að draga úr skaðsemi lifnaðarhátta jaðarhópa, til dæmis sýk-
ingum í sárum og útbreiðslu lifrarbólgu C og HIV, með því að auðvelda þeim aðgengi
að sárameðferð, hreinum nálum og sprautum og almennri fræðslu um skaðaminnkun.
Þannig er hægt með einföldum úrræðum að draga verulega úr skaðsemi lifnaðarhátta
og draga úr þörf á dýrari úrræðum seinna meir í heilbrigðiskerfinu.
Rauði krossinn
dregur sig í hlé
„Við hjá Rauða krossinum lítum svo
á að verkefni Frú Ragnheiður hafi
sannað sig og þegar um slíkt er að
ræða drögum við okkur alla jafna
út úr verkefnum og aðrir taka við,“
segir Þór Gíslason, verkefnisstjóri Frú
Ragnheiðar. Rauði krossinn í Reykjavík
hóf verkefnið Frú Ragnheiður fyrir
fimm árum og bar þá allan kostnað
af því. Síðan hafa komið inn styrkir
frá bæði borg og ríki, og í dag dekka
slíkir styrkir allt að 70% kostnaðarins.
Gert er ráð fyrir að á ársgrundvelli sé
kostnaður við Frú Ragnheiði um 7 millj-
ónir. Rauði krossinn er í viðræðum við
velferðarráðuneytið um að taka aukinn
þátt í kostnaði við verkefnið, Gísli
segist bjartsýnn á að samningar náist
og það fyrir jól. „Vegna samdráttar hjá
Rauða krossinum þá er svo komið að
jafnvel þó við vildum halda þessu úti
áfram þá höfum við einfaldlega ekki
fjármagn til þess.“
Dreifa hundruðum
sprautunála á einni vakt
Tveir til þrír sjálfboðaliðar eru
á hverri vakt, þar af einn með
meirapróf, einn hjúkrunarfræð-
ingur eða hjúkrunarfræðinemi, og
einn sjálfboðaliði til viðbótar ef
mögulegt er. Ekki næst alltaf að
manna vaktirnar. Mynd/Hari
40 úttekt Helgin 12.-14. desember 2014