Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.12.2014, Blaðsíða 54

Fréttatíminn - 12.12.2014, Blaðsíða 54
ekki hægt að byggja nýjan spítala fyrst við höfum ekki einu sinni efni á að reka hinn gamla segir hann þann málflutning byggðan á misskilningi. „Fjármunir eru ekki svo takmark- aðir að það sé bara hægt að gera eitt- hvað eitt, bæta kjör lækna, kaupa ný tæki eða byggja nýtt húsnæði. Ríkis- stjórnin hefur sýnt það með aðgerð- um sínum undanfarið að það er hægt Það má ekki verða þannig að læknum hér líði eins og þeir séu í góðgerðastarfi. Það er bæði vont fyrir heil- brigðiskerfið og skjólstæðinga okkar. „Ég get ekki hugsað mér að hætta í hjarta- og lungnaskurðlækningum og fara að gera eitthvað annað. Það er hins vegar ekki spennandi að starfa á vinnustað sem gerir mann veikan,“ segir Tómas. Ljósmynd/Hari hringja í alvarlega veika krabba- meinssjúklinga og segja þeim að ég geti ekki lofað þeim ákveðn- um aðgerðardegi en að ég muni sækja um undanþágu frá verkfalli vegna alvarlegra veikinda þeirra. Það verður væntanlega auðsótt en þetta er aukið álag á sjúklinga sem þegar eiga fullt í fangi með að takast á við krabbamein og með- ferðina,“ segir Tómas. Hann segir viðhorf sjúklinga jafnframt hafa breyst. „Læknar eru ekki óvanir því að sjúklingar þakki þeim fyrir aðgerðina eða meðferðina. Þakklæti sjúklinga er hluti af því hvers vegna þetta starf er svona gefandi. Ég heyri hins vegar æ oftar núorðið að sjúk- lingar þakki mér fyrir að vera ekki fluttur úr landi fremur en fyrir að- gerðina sjálfa. Það er sorgleg þró- un. Það má ekki verða þannig að læknum hér líði eins og þeir séu í góðgerðastarfi. Það er bæði vont fyrir heilbrigðiskerfið og skjól- stæðinga okkar. Við verðum að geta verið hreykin af því að starfa sem læknar á Íslandi og vera stolt af heilbrigðiskerfinu okkar. Við vorum það hér áður fyrr. Ég man þegar ég var að útskrifast sem kandídat á níunda áratugnum hvað við vorum stórhuga og full bjartsýni. Það var aldrei spurning að maður ætlaði heim að loknu námi og starfa á Landspítalanum. Þá vorum við framarlega á mörg- um sviðum miðað við Norðurlönd- in en síðan hafa hlutir breyst og við erum dragast aftur úr,“ segir Tómas. „Þessu verður að breyta.“ Það er hægt að finna peninga Hann bendir á að frá aldamótum hafi verið stefnt að því að byggja nýjan spítala, allt frá því að Borg- arspítalinn og Landspítalinn voru að finna peninga fyrir því sem hún ætlar sér að gera,“ segir Tómas „Þetta er eins og að reka fyrirtæki, það verður að huga að öllum þáttum. Icelandair skiptir reglulega út sínum flugvélum því forsvarsmenn fyrirtæk- isins vita að ef vélarnar fara að bila fer allt of mikill kostnaður í viðhald og bilanir sem hafa neikvæð áhrif á starf- semina. Það sama gildir á Landspítal- anum. Bilanir hafa áhrif á starfsem- ina og viðhaldskostnaður húsnæðis er orðinn allt of mikill. Þar fyrir utan stenst húsnæðið ekki nútímakröfur,“ segir Tómas. Hann bendir á að ver- ið sé að byggja nýja sjúkrahúsbygg- ingu á lóð Karolinska sjúkrahússins í Stokkhólmi. „Svíar hafa fyrir löngu gert sér grein fyrir að það er miklu hagkvæmara að byggja nýtt en að halda sífellt áfram að byggja við og lappa upp á gamalt óhentugt húsnæði. Margir halda því fram að elsta bygg- ing Landspítalans á Hringbraut sé í raun ónýt og hana ætti einfaldlega að rífa. Ég er ekki sammála því. Ég sé fyrir mér að hér geti verið skrifstofu- húsnæði, en aðeins að því gefnu að húsnæðinu verði komið í viðunandi ástand svo starfsfólk veikist ekki í vinnunni,“ segir hann. Tómas segir að sem betur fer séu flestir farnir að átta sig á því að stað- setning nýrrar spítalabyggingar á Hringbrautarlóðinni sé sú besta í stöðunni, meðal annars vegna þess hve mikið hefur þegar verið fjárfest í uppbyggingu barnaspítalans sem annars þyrfti að byggja upp á nýtt á nýjum stað. „Ráðamenn hafa ekki þorað að taka ákvörðun um nýjan spítala því þeir óttast að þeir séu að taka ranga ákvörðun. Menn þurfa engu að síður að höggva á hnútinn og verða að taka erfiðar ákvarðanir, því aðgerðarleysi er versta lausnin og getur stórskemmt heilbrigðiskerfið. Stærstu áskoranir lækna eru að geta tekið réttar ákvarðanir fljótt, líkt og í tilfellinu þar sem maðurinn fékk hníf- stungu í hjartað. Ef við hefðum enda- laust velt því fyrir okkur hvort opna ætti hægra eða vinstra megin, eða fyrir miðju, væri hann náttúrulega ekki á lífi í dag,“ segir hann. Ástandið grafalvarlegt Tómas segir ástandið í heilbrigði- kerfinu grafalvarlegt um þessar mundir. „Ég held að stjórnvöld of- meti þolinmæði lækna. Ég finn mikla beiskju og pirring hér á göng- unum, en um leið mikla samstöðu um að lengra verði ekki gengið á rétt sjúkra og heilbrigðisstarfsmanna. Þetta er samstaða sem ég hef aldrei upplifað áður. Þetta á sérstaklega við um ungu sérfræðingana en margir þeirra heyrist mér munu segja upp um áramótin ef ekki verður búið að semja. Ég held að flestir heilbrigðis- starfsmenn velji þessi störf því þeir vilja láta gott af sér leiða og hjálpa öðrum. Þó svo að læknar hafi sam- þykkt áframhaldandi verkfallsað- gerðir er okkur meinilla við að fara í verkfall. Ég held því að margir munu frekar segja upp en að halda áfram þessu þrátefli. Ástandið núna veldur mér gríðarlegum áhyggjum. Ég er ekki viss um að stjórnvöld lesi rétt í stöðuna. Það yrði óbætanlegur skaði ef fleiri sérfræðingar færu að segja upp og skipuleggja flutning úr landi með vorinu,“ segir Tómas. „Við eigum fullt af hæfileikaríkum læknanemum hér á spítalanum og læknum í sérnámi erlendis. Fram- tíðin er því virkilega björt ef þetta fólk kýs að vinna hér í framtíðinni. Stjórnvöld verða hins vegar að tryggja að hér séu þær aðstæður og kjör sem laðar fólk hingað. Hér áður fyrr var talað um effin tvö, fjöllin og fjölskylduna, sem fengi lækna til að snúa heim. Það dugir bara ekki leng- ur til, munurinn er orðinn svo mikill, bæði hvað varðar kjör og aðstæður. Heilbrigðisstarfsfólki finnst það ekki metið að verðleikum og að stjórnvöld tala ekki heldur um heilbrigðiskerfið af virðingu lengur, heldur sem út- gjaldalið í einhverju Excelskjali. Hvernig er til dæmis hægt að kalla gamalt fólk sem fær þjónustu á Land- spítalanum „fráflæðisvanda“? Mér finnst frábært að eldra fólk lifi leng- ur og að ég geti hjálpað því. Þetta fólk byggði upp þetta þjóðfélag sem við búum í og allt gott skilið. Þetta finnst mér oft gleymast í um- ræðunni. Ég vona að ekki sé um hug- arfarsbreytingu hjá stjórnvöldum að ræða, heldur einungis skynvillu. Við Íslendingar höfum alltaf verið stolt af því að hafa lægsta ungbarnadauða í heimi og verið á meðal efstu þjóða hvað meðalævilengd varðar. En ef þessi heilbrigðisstefna verður ofan á mun þessi árangur glutrast niður, þótt það sjáist ekki fyrr en eftir ára- tug eða tvo. Og þetta er ekki bara mál Landspítalans heldur einnig heilsugæslunnar sem er í gríðarleg- um vanda, bæði hér á höfuðborgar- svæðinu og úti á landi. Athafnir vega þyngra en orð, og orð sem ekki er fylgt eftir í verki missa smám saman trúverðugleika,“ segir Tómas. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is sameinaðir í eina stofnun. „Síðan hefur aðeins verið í gangi stöðugur niðurskurður og áform um nýjan spítala sífellt sett á bið,“ segir hann. Fyrir vikið drabbist húsnæði niður og endurnýjun á tækjum sitji á hakan- um, trúverðugleiki stjórnmálamanna sem lofa umbótum sé því lítill, verkin verði að tala. Þegar hann er spurður um þær gagnrýnisraddir sem segja 54 viðtal Helgin 12.-14. desember 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.