Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.12.2014, Síða 101

Fréttatíminn - 12.12.2014, Síða 101
102 matur & vín Helgin 12.-14. desember 2014 Jóhann Helgi Jóhannsson opnaði veitingastaðinn Restó á Rauðarárstíg á dögunum. Hann starfaði áður í Ostabúðinni og á Við tjörnina. Ljósmynd/Hari  Veitingastaðir restó er nýr staður þar sem madonna Var áður Jói sýnir meistaratakta á Rauðarárstíg Jóhann Helgi Jóhannsson eldaði frábæra fiskrétti í há- deginu í Ostabúðinni á Skóla- vörðustíg um tólf ára skeið. Nú hefur hann opnað eigin veitingastað, Restó, á Rauðar- árstíg þar sem meistaratakt- arnir fá áfram að njóta sín. Jói færir okkur hér uppskrift að girnilegri blálöngu. Laugardagstilboð – á völdum servéttum og kertum Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • sala@rv.is • rv.is Opið laugardaga kl. 10-16 Nýir o g fallegi r haus t- og vetrar litir í s ervétt um og ker tum ® Hægt að panta á www.rit.is Bækurnar fást í bókaverslunum og garðvöruverslunum. Belgjurtabókin kemur út í byrjun desember. Fossheiði 1 – 800 Selfoss Sími 578-4800 Tvær grænar í jólapakkann þ etta er fiskistaður með val-kostum fyrir þá sem vilja kjöt eða grænmeti. Hér eiga allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi,“ segir Jóhann Helgi Jóhanns- son kokkur sem opnaði á dögunum veitingastaðinn Restó ásamt konu sinni, Ragnheiði Helen Eðvarð- sdóttur. Restó er á Rauðarárstíg 27 þar sem veitingastaðurinn Mad- onna var starfræktur í 27 ár. Jóhann hefur eldað í Ostabúðinni við Skólavörðustíg undanfarin tólf ár og átti sinn þátt í að gera hádegis- eldhúsið þar vinsælt. Áður starfaði hann með Rúnari Marvinssyni á Við Tjörnina og á Primavera. „Það lá beint við að halla sér að fiskinum á Restó. Ég er búinn að elda fisk í hádeginu í Ostabúðinni um árabil og í gamla daga var ég í tíu ár hjá Rúnari Marvins. Það væri því galið ef maður er búinn að gera eitthvað nánast alla starfsævina og telur sig orðinn þokkalegan í að fara að svissa um og gera eitthvað ann- að,“ segir Jói léttur í bragði. Hann kveðst vera alinn upp í sveit og það hafi freistað sín að vinna fyr- ir sjálfan sig. „Þetta hefur eiginlega gengið vonum framar. Við höfum samt farið frekar rólega – erum til dæmis ekkert búin að auglýsa. Það er dálítið síðan maður vann í a la carte eldhúsi og betra að fara varlega og gera þetta ágætlega. Ég er náttúrlega orðinn rígfullorðinn,“ segir Jói sem er 46 ára. Stemningin á Restó er hlýleg og viðmótið vinalegt. „Við leggjum upp úr því að hafa þetta heimilislegt og persónulegt,“ segir Jói sem er enn sem komið er eini kokkurinn á staðnum. Ragnheiður kona hans er kennari á daginn en starfar á Restó á kvöldin og um helgar. „Það hjálp- ast allir það. Þetta gerist ekki með því að maður fari og kaupi jakkaföt á sig og pels handa konunni,“ segir Jói á Restó. Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is Hvítlauksristuð blálanga með engifer og villisveppum Fyrir 4 7-800 g blálanga 2 hvítlauksrif 2 msk ólífuolía Söxuð steinselja Merjið hvítlauk saman við ólífuolíuna og steinseljuna og veltið fiskinum upp úr blöndunni. Steikið á vel heitri pönnu. Salt og pipar. Sósa 1 hvítlauksrif, saxað 1/2 rauðlaukur, saxaður 2 tsk engifer, saxað 1/2 bolli villisveppir, lagðir í bleyti Skvetta af púrtvíni eða rauðvíni, má sleppa 1 tsk tómatkraftur 2 dl fiskisoð, eða vatn og kraftur 1 dl rjómi 1 msk smjör Svitið rauðlauk, hvítlauk og engifer í olíu. Bætið öllu út í nema smjörinu og sjóðið uns fer að þykkna aðeins. Þegar fiskurinn er steiktur er hann tekinn af pönnunni og sósan sett á hana og soðið upp á henni, smjörinu hrært saman við og kryddað til með salti og pipar. Borið fram með hverju sem vill; kartöflum, hrísgrjónum, salati, soðnu eða bökuðu grænmeti.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.