Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2007, Blaðsíða 23

Læknablaðið - 15.06.2007, Blaðsíða 23
FRÆÐIGREIN / GEISLAGERLABÓLGA Algengast er að geislagerlabólga í kviðarholi komi í kjölfar gegnumsmjúgandi áverka, líffæra- rofs eða eftir skurðaðgerð á kviðarholslíffærum (28). Botnlangabólga, sérstaklega með rofi, er algeng orsök og er talin tengjast allt að 65% allra Actinomyces sýkinga í kviðarholi og er hægri mjaðmargrófin þess vegna algengur sýkingarstað- ur (7). Þrálátri geislagerlabólgu er auðvelt að rugla saman við aðra sjúkdóma á borð við berkla, amöbusýkingu, þráláta botnlangabólgu, Crohns sjúkdóm eða krabbamein í nærenda digurgirn- is (coecum) (6, 29). Actinomyces getur valdið sýkingu í lifur sem erfitt getur verið að greina frá krabbameini (30). í uppgjöri á 181 tilfelli af Actinomyces sýkingum var lifur sýkt í 5% tilfella (17). Jafnframt getur sýkingin komið fram í gall- göngum (31). Geislagerlabólga getur valdið þreng- ingu í endaþarmi, ígerðum í kringum endaþarm eða fistilmyndunum (6) sem jafnvel geta opnast í þvagblöðru (32). Sýkingin getur einnig komið fram í þvagfærum þar sem hún getur valdið rennsl- ishindrun í þvagleiðurum (33, 34) og orsakað vatnsnýra (35). Geislagerlabólga í grindarholi Actinomyces sýkingar í grindarholi eru taldar sjaldgæfar (36). í úttekt sem gerð var á Strong Memorial sjúkrahúsinu í Bandaríkjunum á nær 7000 innlögnum vegna grindarholsbólgu á árunum 1952-1972 voru einungis tveir sjúklingar greind- ir með sjúkdóm af völdum Actinomyces (37). Vísbendingar eru þó um að algengi þessa sjúk- dóms kunni að vera að aukast (38). Actinomycosis í grindarholi er fágætari sýking í körlum en í konum, en lýst hefur verið sýkingum í pung (39, 40) og blöðruhálskirtli (41). Áður var talið að sjúkdómur í grindarbotni væri oftast útgenginn frá sjúkdómi í kviðarholi en síðustu áratugi hefur notkun getnaðarvarnalykkju verið tengd þessu vandamáli í vaxandi mæli (37, 42, 43). Almennt er talið að legholið sé laust við bakteríur (44,45), en sýnt hefur verið fram að ísetning lykkju sýkl- ar legholið tímabundið (46, 47). Rannsóknir frá áttunda áratugnum, þar sem konur með lykkju voru bornar saman við konur án hennar, bentu til að um 3-8% kvenna með lykkju væru sýklaðar með Actinomyces, en engar konur án lykkju (48, 49). Langoftast eru þessar konur einkennalausar. Ekki þarf að gefa sýklalyf eða fjarlæga lykkju hjá einkennalausum sjúklingi með jákvæða ræktun (36). Þrátt fyrir þetta hlýtur þó að teljast öruggt að sýklun legholsins vegna lykkjunnar hljóti vera mikilvæg forsenda Actinomyces sýkingar í grind- arholi (7). Hættan eykst eftir því sem lykkjan er lengur til staðar í leginu (50, 51). Allar tegundir getnaðarvarnalykkja hafa verið tengdar sýkingum í grindarholi (51). Klínísk birtingarmynd geislagerlabólgu í grind- arholi er oftast hægfara og einkennist af kvið- verkjum, hita, þyngdartapi og útferð frá leggöng- um (7). í tilfellaröð frá 2005 var algengasta kvörtun sjúklinga kviðverkir (35). í annarri tilfellaröð þar sem skoðuð voru 92 tilfelli af ígerðum af völdum geislagerlabólgu sem tengdust notkun lykkjunnar kvörtuðu 85% kvennanna undan kviðverkjum, 60% voru með hita, þyngdartap hafði átt sér stað hjá tæpum helmingi þeirra og útferð var til staðar hjá fjórðungi kvennanna (51). Tölvusneiðmynd af geislagerlabólgu í grindarholi sýnir gjarnan þéttar fyrirferðir sem hlaða upp skuggaefni eða blöðru- kenndar þykkveggja fyrirferðir (35) eins og raunin var í því tilfelli sem hér var Iýst. Greining fæst sjaldnast nema eftir að skurðaðgerð hefur verið framkvæmd og sýktur vefur fjarlægður (51,52). Æxlisvísar í grindarholssjúkdómum Æxlisvísar geta verið gagnlegir í greiningu krabba- meina, eftirliti með sjúkdómsgangi, geta spáð fyrir um endurkomu sjúkdóms og gagnsemi meðferðar (53). Fjölmörgum æxlisvísum hefur verið lýst í tengslum við mismunandi krabbamein. CA 125 er hækkað í 80% sjúklinga með eggja- stokkakrabbamein (54, 55). CA 125 getur einnig verið hækkað við góðkynja sjúkdóma í grindarholi, til dæmis blöðrur í eggjastokkum, ígerð í eggjaleið- urum, grindarholsbólgu og legslímuflakk (56). CEA er oft hækkað hjá sjúklingum með rist- ilkrabbamein (53) enda framleitt af 90% slíkra krabbameina (57). CEA getur einnig verið hækk- að hjá sjúklingum með góðkynja sjúkdóma í ristli (58). CA 19-9 er æxlisvísir sem oft er hækkaður í rist- il- og briskrabbameinum (53). Jafnframt er þekkt að CA 19-9 getur verið hækkað í krabbameinum sem gengin eru út frá gallvegum (59). CA 19-9 getur einnig verið hækkað í langvinnri bris- og gallblöðrubólgu (60). Almennt er talið að æxlisvís- ar henti illa til skimunar illkynja sjúkdóma þar sem næmi þeirra og sértæki er lágt (53,60,61). Meðferð Meðferð á Actinomyces sýkingum byggir að miklu leyti á notkun penicillíns en tilkoma þess gerbreytti gangi sjúkdómsins. Nauðsynlegt er að meðhöndla með háum skömmtum og tii langs tíma (7). Það er vegna þess að erfitt er að ná hárri þéttni lyfs- ins í trafkenndum og æðalitlum sýktum vef (15). Enda þótt lilið sé á penicillín sem kjörlyf í meðferð Læknablaðið 2007/93 483
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.