Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2007, Blaðsíða 27

Læknablaðið - 15.06.2007, Blaðsíða 27
YFIRLITSGREIN / INNANKÚPUÞRÝSTINGUR Sjálfsprottinn innankúpulágþrýstingur - sjúkratilfelli og umræða Ágrip Ólafur Árni Sveinsson1 Læknir Albert Páll Sigurðsson' Taugalæknir Ólafur Kjartansson2 Röngenlæknir Þrjátíu og þriggja ára kona leitaði á slysa- og bráðamóttöku með þriggja daga sögu um versn- andi höfuðverk sem varð betri við að liggja út af. Skoðun var eðlileg en segulómun af höfði sýndi upphleðslu í heilahimnum. Gerð var mænuholsástunga en þrýstingur var ekki mæl- anlegur og fékkst mænuvökvi með því að reisa höfðalag sjúklings. Próteinhækkun kom fram í mænuvökva en engin merki um sýkingar né bólgur. Tölvusneiðmyndataka með skuggaefni af mænuholi sýndi leka frá slíðri annarrar háls- taugar hægra megin. Gerð var blóðbót við aðra hálstaugarót hægra megin með nokkrum árangri. Sjúklingur lagðist aftur inn fjórum dögum síðar þar eð höfuðverkur hafði versnað. Blóðbót var endurtekin yfir annarri hálstaugarót með litlum árangri. Því var gerð bót með trefjalími á sama stað, en batinn af henni entist aðeins í sólarhring. Tölvusneiðmyndataka með skuggaefni af mænu- holi sýndi leka frá áttundu háls- og fyrstu brjóst- taugarót vinstra megin en engan leka frá annarri hálstaugarót. Gerðar voru endurteknar bætur á báðum þessum bilum með nokkrum árangri. Vegna takmarkaðs árangurs var gerð segulóm- mynd af háls- og brjósthrygg sem sýndi ummerki um bætur á fyrstu brjósttaugarót vinstra megin en engin merki um bót við áttundu hálstaugarót vinstra megin. Því var gerð bót með trefjalími á því bili. Við það varð sjúklingur einkennalaus og útskrifaðist heim við ágætis líðan. Hér að neðan verður tilfelli af sjálfsprottnum innankúpu lág- þrýstingi með leka frá fleirum en einum stað lýst auk yfirlits yfir sjúkdóminn. Sjúkratilfelli: Þrjátíu og þriggja ára kona leit- aði á slysa- og bráðamóttöku Landspítala vegna höfuðverkja. Þremur dögum áður fór hún að finna fyrir höfuðverk sem óx á hálfri klukkustund. Verkurinn byrjaði aftan til í hálsi en leiddi síðar fram í höfuðið beggja vegna. Verkurinn lýsti sér sem sláttur, verstur um 9,5/10 á VAS (Visual Analog Scale) og fylgdi honum ógleði og uppköst. Hún var með viðvarandi höfuðverk í liggjandi stöðu sem versnaði við að rísa upp að því marki að hún gat varla lengur reist höfuð frá kodda við komu á slysa- og bráðamóttöku. Heilsufarsaga var ómarkverð, það var engin saga um höfuðverki, áverka né nýleg veikindi. Hún tók engin lyf. Almenn líkams- og taugaskoðun var 'Taugalækningadeild, 2röntgendeild Landspítala. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Albert Páll Sigurðsson, taugadeild Landspítala Fossvogi, 108 Reykjavík. alberts@landspitali. is Lykilorö: höfuðverkur, leki á mœnuvökva, innankúpulág- þrýstingur. ENGLISH SUMMARY Sveinsson ÓÁ, Sigurðsson AP, Kjartansson Ó Spontaneous intracranial hypotension - a case report and discussion Læknablaðið 2007; 93: 487-91 Abstract: Thirty three year old woman came to the emergency room with of 3 days history of worsening headache which was relived by lying down. Examination was normal. Magnetic Resonance Imaging (MRI) of the head showed an enhancement of the meninges. No pressure could be measured during lumbar puncture and cerebrospinal fluid (CSF) was obtained by elevating the patient’s head. There was an elevation of protein in the CSF without signs of infection or inflammation. Computerised tomography (CT) myelogram showed a prominent leak from the 2nd right cervical nerve sheath. A blood patch was done at this level with some improvement of symptoms. The patient was readmitted four days later as the headache had worsened. A blood patch was repeated at the same level with limited results. Therefore a fibrinogen patch was done at the same level, of which the effect lasted only 24 hours. A repeated CT myelogram showed a leak from the left 8th cervical and 1st thoracic nerve sheets, but not from the 2nd right cervical nerve sheath. Blood and fibrinogen patches were done at these levels repeatedly with limited results. Therefore, a MRI of cervical-thoracic spine was done which showed signs of previous blood patch at the 1st left thoracic nerve sheath but no sign of a patch over the 8th left cervical nerve sheath. A fibrinogen patch was done at this level. The patient became symptom free and was finally discharged home. We present a case of complicated spontaneous intracranial hypotension and review of the literature. Key words: headache, cerebrospinal fluid leak, intracranial hypotension. Correspondence: Albert Páll Sigurðsson, alberts@landspitali.is Læknablaðið 2007/93 487
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.