Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2007, Blaðsíða 63

Læknablaðið - 15.06.2007, Blaðsíða 63
HUGLEIÐING HÖFUNDAR / ERU EKKI ALLIR HRESSIR? Eru ekki allir hressir? í tíu ár vann ég hjá sama fyrirtækinu, tímaritaút- gáfu sem farin er á hausinn. í hádeginu safnaðist fólk saman og snæddi hádegisverð í frið og spekt. Ég kaus samt alltaf heldur að borða inni á skrif- stofunni minni, annaðhvort ein eða með mér yngra fólki sem deildi með mér dálæti á pizzum. Ástæðan fyrir því að ég forðaðist að borða með öðru sam- starfsfólki mínu var umræðuefnið sem leitaði helst á það yfir samlokunum og sódavatninu. Hvers kyns veikindi voru þeim nefnilega tömust á tungu. I mestu uppáhaldi voru krabbamein og tilheyrandi geislameðferðir, þá alls kyns uppskurðir en einnig gat óskiljanlegur barnadauði fyllt upp í þagnirn- ar. Þegar allt þetta þrennt kom saman gat mikið gengið á. Ég tengdi þennan áhuga alltaf við starfsem- ina sem fór fram hjá fyrirtækinu. Okkur var jú ætlað að fylla blöðin af lífsreynslusögum. Hvort sem okkur líkar betur eða verr seldu svona sögur tímarit. Aldrei hefur verið hringt jafnmikið í mig út af nokkru öðru viðtali og þegar maður nokkur sagði frá því hvernig hann hefði ferðast til ísrael til að fá lækningu við tinnitus. Þegar ég fór að ræða við vini og kunningja um allt þetta sjúkdómatal kom í ljós að það tíðkaðist auðvitað mun víðar. Það var alveg sama hvort fólk vann í tölvufyrirtækjum, bókabúðum eða bakaríum. Alls staðar virtist vera talað um konur sem höfðu „barasta þurft að láta hreinsa allt út” og karla sem voru „svo illa haldnir af krabba að læknarnir höfðu ekki fyrr opnað hann en þeir lok- uðu honum bara aftur. Það var bara ekkert hægt að gera fyrir hann. En endilega smakkið kjötboll- urnar. Ég eldaði svoleiðis allt of mikið af þeim í gærkvöldi.” Svona sögur heyrði ég aldrei heima hjá mér þegar ég var að alast upp. Talað var um eitthvað allt annað og sjúkdómurinn sem ættin hafði fengið að kenna á lá í algjöru þagnargildi; þunglyndið. Við létum eins og það væri ekki til þótt það sæti stöð- ugt til borðs með okkur, legðist til hvílu með okkur á kvöldin og færi alltaf fyrst á fætur. Oft hef ég hugsað til þess hvað gaman hefði verið ef kennarar mínir í barnaskóla hefðu sleppt fallbeygingunum í smá stund og rætt þess í stað andlega líðan okkar. Nógu miklu púðri var eytt í að fræða okkur um skaðsemi reykinga á þessum tíma - alls ekki of miklu þó. Sýndar voru afar áhrifamiklar heimildamyndir um fólk sem dró á eftir sér súrefniskúta eða hafði jafnvel misst útlimi vegna nikótínfíknar. Þessar myndir settu mark sitt á líf mitt. Aldrei hefur hvarflað að mér að reykja. Krakkar eru móttækilegir fyrir hvers kyns áróðri og um að gera að reyna því að ná til þeirra sem fyrst. Það þarf heldur ekki að vera flókið að hlúa að andlegri líðan sinni. Á meðal þeirra ráða sem við hefðum getað fengið strax í barnaskóla var að temja okkur bjartsýni, hreyfa okkur daglega, læra af mistökum okkar og rækta hæfileika okkar. Allt hljómar þetta eflaust nokkuð kunnuglega í eyrum fullorðinna en það er af því að þessi einfaldi boð- skapur er á listanum yfir Geðorðin tíu sem send voru í hvert hús fyrir fáeinum árum og er því kominn á nær annan hvern ísskáp. Það væri samt ástæða til að koma þessari þekkingu almennilega inn í skólakerfið því þessi þjóð á ekki aðeins mörg orð yfir „snjókomu”, hún á líka grunsamlega mörg orð yfir sögnina „að farga sér”. Fyrir stuttu las ég minningargreinar í Morg- unblaðinu um ungan mann og í einni þeirra kom einmitt fram að hann hafði flýtt fyrir sér. í annarri var þó sagt að hann hefði hlakkað til framtíð- arinnar. Það var eins og sá sem skrifaði fyrrnefndu greinina hefði ekki fengið sms-skilaboðin um að ekki mætti segja frá eða var það kannski höfundur þeirrar síðari sem hafði haft slökkt á símanum sínum og vissi ekki að ákveðið hefði verið að fela ekki neitt? Að minnsta kosti ríkir enn þögn hér á landi um þunglyndi og það verður erfitt að hrista hana af sér. Kannski væri reynandi að fara að tala jafnopinskátt um þennan sjúkdóm og krabba- meinið. Við ættum að ryðja upp úr okkur sögum af fólki með sængina dregna upp fyrir haus alla daga af ótta við að himnarnir hrynji ofan á það. Við eigum það eflaust öll sameiginlegt að þekkja þannig fólk og fleiri en okkur grunar geta talað af eigin reynslu. Skiptumst ekki bara á uppskriftum í matartímanum, skiptumst líka á geðorðum. Gerður Kristný Gerður Kristný er fædd 1970. Hún Iauk B.A.-prófi í frönsku og almennri bókmenntafræði frá Háskóla íslands. Hún stundaði nám í hagnýtri fjölmiðlun 1992-1993 og var lengi ritstjóri tímaritsins Mannlífs. Gerður Kristný hefur hlotið verðlaun og viðurkenningar fyrir margvísleg ritstörf sín: (2004) Bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness fyrir skáldsöguna Bátur með segli og allt og Bókaverðlaun barnanna árið 2003 fyrir Mörtu smörtu. Fyrir bók sína Myndin afpabba - Saga Thelmu hlaut Gerður Kristný Blaðamannaverðlaun íslands 2005. Barnabókin Land hinna týndu sokka (2006) er nýjasta bók höfundar. Læknablaðið 2007/93 523 Ljósmynd: Jónatan Grétarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.