Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2007, Blaðsíða 53

Læknablaðið - 15.06.2007, Blaðsíða 53
UMRÆÐA & FRÉTTIR / SVAR VIÐ TILFELLI MÁNAÐARINSL Svar við tilfelli mánaðarins Hér er um meðfætt þindarslit (congenital diaphragmatic hernia) að ræða á vinstri hluta þindar. Gat er á þind og kviðarholslíffæri hafa færst upp í brjóstholið. Þetta sést greinilega á mynd 1 þar sem loftfylltar garnir fylla vinstri hluta brjósthols og valda hliðr- un á hjarta og miðmæti yfir til hægri. Meðfætt þindarslit er sjaldgæfur meðfæddur galli sem greinist í 1:2-4000 lifandi fæddum börnum. Það er mun oftar vinstra megin (80%) og algengara hjá drengjum (4:1) (1). Aðrir meðfæddir gallar eru algengir hjá þessum börnum (35-43%) og eru hjartagallar algengastir (allt að 50% tilfella) (1, 2). Helstu einkenni stafa frá öndunarfærum og langflest þessara barna þurfa aðstoð með öndunarvél vegna öndunarerfiðleika. í dag greinast mörg börn á meðgöngu við ómskoðun sem framkvæmd er við mæðraeftirlit. Hin greinast flest á fyrstu klukkustundum eftir fæðingu, eins og var reyndin í þessu tilviki. Ef gatið á þind- inni er lítið geta sjúklingar verið án einkenna og greining tafist þar til síðar á ævinni. Meðferð meðfædds þindarslits er skurðaðgerð þar sem kviðarholslíffæri eru færð úr brjóstholi í kviðarhol. Síðan er lokað fyrir gatið og er oftast hægt að gera það án þess að notast við bót. Gjörgæslumeðferð fyrir og eftir skurðaðgerð er oft mjög flókin, sérstaklega hjá börnum með vanþroska lungu (pul- monary hypoplasia) og lungnaháþrýsting, en hvort tveggja eru algengir fylgifiskar meðfædds þindarslits. í dag er almennt ráðlagt að bíða með skurðaðgerð þar til lungnaháþrýstingur hefur gengið til baka. Oftast er beitt hefð- bundinni meðferð í öndunarvél en stundum er gripið til hátíðni- öndunar (HFOV, high-frequency oxycillation ventilation) eða í einstökum tilvikum ECMO-dælu (extra corporeal membranous oxygenation) (3). Framfarir í gjörgæslu hafa bætt lífshorfur þessara sjúklinga mjög á síðasta áratug og nú má gera ráð fyrir 70-90% barnanna lifi af aðgerðina (3,4). Þau börn sem eru með vanþroska lungu og/eða aðra alvarlega meðfædda galla hafa þó verri lífshorfur eftir aðgerð (2). Helmlldir 1. Robert E, Kallen B, Harris J. The epidemiology of diaphragmatic hernia. Eur J Epidemiol 1997; 13:665-73. 2. Bedoyan JK, Blackwell SC, Treadwell MC, Johnson A, Klein MD. Congenital diaphragmatic hernia: associated anomalies and antenatal diagnosis. Outcome- related variables at two Detroit hospitals. Pediatr Surg Int 2004; 20:170-6 3. Frenckner B, Ehren H, Granholm T, Linden V, Palmer K. Improved results in patients who have congenital diaphragmatic hernia using preoperative stabilization, extracorporeal membrane oxygenation, and delayed surgery. J Pediatr Surg 1997; 32:1185-9. 4. Skari H, Bjornland K, Frenckner B, Friberg LG, Heikkinen M, Hurme T, et al. Congenital diaphragmatic hernia in Scandinavia from 1995 to 1998: Predictors of mortality. J Pediatr Surg 2002; 37:1269-75. Haldið á brattann undir hrímuðum tindi Eyjafjallajökuls (1660 mys). Toppnum náð og aðalfundur að baki. Frá vinstri: Gunnar Guðmundsson, Tómas Guðbjartsson, Ólafur Baldursson og Engilbert Sigurðsson. FÍFL á fjöllum Á sumardaginn fyrsta hélt FÍFL, sem er skammstöfun fyrir Félag íslenskra fjallalækna, í árlega sumargöngu. Að þessu sinni var ferðinni heitið á Eyjafjallajökul. Farin var svokölluð Seljavallaleið og tók gangan tæpa 9 klukku- tíma. Veður var með eindæmum gott og stemmningin eftir því. Á toppnum var haldinn ársfundur FÍFL og var Gunnar Guðmundsson lungnalæknir valinn formaður og Ólafur Baldursson yfirleiðsögumaður. FÍFL er félag í stöðugri sókn og fleiri tindar og fjöll eru í sigtinu, m.a. Hvannadalshnjúkur og Hekla. Eru kollegar með fjalladellu boðnir velkomnir í félagsskapinn. Læknablaðið 2007/93 513
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.