Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2007, Blaðsíða 36

Læknablaðið - 15.06.2007, Blaðsíða 36
UMRÆÐA & FRÉTTIR /BUGL Rekstur BUGL gengur ekki upp án verulegra breytinga Umræða um vanda Barna- og unglingageðdcildar Landspítalans varð nokkuð áber- andi í aðdraganda alþingiskosninga og talsmenn nokkurra flokka lýstu vandlætingu sinni á því að allt að 200 börn og unglingur fengju ekki þá þjónustu á þessu sviði sem þau þyrftu svo sárlega á að halda. Olafur (). Guðmundsson yfirlæknir á BUGL varð fyrir svörum um í hverju vandi deildarinnar væri fólginn og hvernig mætti brcgðast við honum. Hávar Sigurjónsson Ilvernig hefur þessi margnefndi biðlisti BUGL orðið til? „Það er í sjálfu sér ekki nýtt að til sé biðlisti eftir þjónustu BUGL. Hann hefur verið viðvarandi í mörg ár og biðtíminn mislangur. Fyrir 9 árum var fjallað um þetta í fyrsta sinn markvisst í skýrslu sem unnin var undir stjórn Tómasar Zoega og fjöldi fagfólks kom að gerð hennar. Þá þegar var ljóst að gera þyrfti eitthvað róttækt í geðheibrigð- ismálum barna og unglinga. Hópurinn sem kom að gerð skýrslunnar var sammála um gera þyrfti taf- arlausar úrbætur að forgangsmáli í heilbrigðiskerf- inu. Samt gerðist ekki neitt, þó að skýrslan væri unnin að frumkvæði heilbrigðisráðuneytisins. Eg man reyndar eftir að minnsta kosti tveimur eldri skýrslum sem unnar voru innan Landspítalans og fleiri hafa verið unnar síðan. í rauninni hefur aldrei verið tekist á við vand- ann í grunninn og allar aðgerðir hafa beinst að því að bæta það sem þegar hefur verið til staðar fremur en takast á við grundvallarbreytingar. Biðlistinn var til staðar þá og hefur verið allar götur síðan. Þótt þjónusta BUGL hafi aukist á undanförnum árum og mun fleiri fái þjónustu en áður, bæði á göngudeild og legudeildum, hefur biðlistinn ekkert minnkað. Hann er breytilegur milli ára og einnig árstíma. Síðastliðið eitt til tvö ár hefur mönnunarvandi bæst við önnur vandkvæði í rekstri. Það hefur verið erfitt að halda í reynt fólk og ekki annað en tiltölulega óreynt fólk fengist til starfa sem þarf mikla handleiðslu. Ástæða þessa er fjárhagsvandi spítalans, þar sem tekist hefur að halda í horfinu með því sýna ákveðna hörku í launamálum gagnvart vissum stéttum, svo sem sálfræðingum, féiagsráðgjöfum og iðjuþjálfum. Læknar hafa annars konar samninga og geta aukið tekjur sínar með því að taka vaktir og sumir eru auk þess á stofu utan spítalans. Álag á starfsfólk hefur einnig verið mikið og upplifun þess af starfinu er að alvarlegri tilfellum hafi fjölgað. Það má í rauninni segja að í vetur hafi ákveðnum mörkum verið náð og biðlistinn því byrjað að lengjast frá því sem verið hefur. Einnig kom til að stjórnendur göngudeildarteymisins treystu teyminu ekki til að taka við fleiri tilvís- unarmálum og deildin hefur því eingöngu sinnt bráða- og forgangsmálum. Áfram halda þó tilvís- anir að streyma til okkar og fjöldinn á biðlistanum jókst úr 80-100 í vel á annað hundrað núna þegar leið fram á veturinn." Starfsemin þróast en umgjörðin ekki - Er lausnin fólgin í því að attka fjárveitingar til BUGL? „Það þarf að hugsa betur hvernig reka á þessa starfsemi sem einingu og hvaða hlutverki henni er beinlínis ætlað að gegna. Það hefur verið nokkur umræða utan Landspítala um BUGL í vetur og skýrslur samdar um hvernig byggja eigi geðheil- brigðisþjónustu upp. Þetta er tiltölulega ný þjón- usta í okkar þjóðfélagi, BUGL er stofnað 1970 upp úr Geðverndardeild barna sem var á vegum borgarinnar og staðsett á Heilsuverndarstöðinni. Með BUGL var mætt þörf fyrir þjónustu á lands- vísu. Þekking í barna- og unglingageðlæknisfræði hefur fleygt fram, ekki síst á síðustu 10 árum þar sem mjög rnargar góðar rannsóknir hafa verið gerðar, fyrst og fremst erlendis, en einnig höfum við lagt okkar af mörkum. Upplýsingar berast 496 Læknablaðið 2007/93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.