Læknablaðið - 15.06.2007, Blaðsíða 47
UMRÆÐA & FRÉTTIR / EYÐING STÚLKUBARNA
ekki alltaf við. I The Russel-Einstein manifesto frá
1955 höfðu Albert Einstein, Bertrand Russell og
aðrir þekkir fræðimenn verið með sambærilegar
áskoranir til vísindasamfélagsins (12). Ábendingar
þessara hugsuða eiga enn fullan rétt á sér. Því
miður gerist það alltof oft að einmitt vísindamenn
og lykilpersónur af ýmsum stéttum beri því við að
þeir sjálfir séu „bara hlutlaust fagfólk” og beri þar
með enga ábyrgð á því hvernig þekking þeirra er
notuð. Vandinn varðandi þátt lækna og annarra
heilbrigðisstétta í eyðingu stúlkubarna kann því
að vera það sem nefna mætti „Wernher von Braun
heilkennið” sem Tom Lehrer lýsir svo snilldarlega.
Það einkennist af skorti á innsæi eða vilja til að
skoða með gagnrýnum hætti að fagleg þekking
verður aldrei einangrað fyrirbæri, heldur ávallt
samofin öðrum þáttum samfélagsins.
Stjórnvöld lýðræðisríkja sem framleiða vopn
leggja að jafnaði bann við því að vopn séu seld til
átakasvæða. Miðað við þessa samlíkingu er full
ástæða til að skora á íslenska læknastétt og heil-
brigðisyfirvöld að stíga varlega til jarðar varðandi
samvinnu eða samstarf við lönd Austur- og Suður
Asíu á sviði fósturgreininga. Jafnframt er rétt að
minna á að ef forystumenn íslensku þjóðarinnar
fá tækifæri til að taka þátt í þróunaraðstoð við
Indverja til dæmis, er í því samhengi vart hægt að
komast hjá því að ræða vanda og úrræði varðandi
hvarf stúlkubarna úr indversku þjóðfélagi.
Heimildir
1. Fathalla M.The missing millions. People Planet 1998; 7:10-1.
2. Oomman N, Ganatra BR. Sex selection: the systematic
elimination of girls. Reprod Health Matters 2002; 10:184-8.
3. van Balen F, Inhorn MC. Son preferences, sex selection, and the
„new“ new reproductive technologies. Int J Health Serv 2003;
33:235-53.
4. Allahbadia GN.The 50 million missing women. J Assist Reprod
Genet 2002;19:411-6.
5. Sen A. Missing women - revisited. Reduction in female
mortality has been counterbalanced by sex selective abortions.
BMJ 2003; 327:1297-8.
6. Jha P, Kumar R,Vasa P, Dhingra N,Thiruchelvam D, Moineddin
R. Low male-to-female sex ratio of children born in India:
national survey of 1.1 million househoulds. Lancet 2006; 367:
211-8.
7. Wu Z, Viisainen K, Wang Y, Hemminki E. Perinatal mortality
in rural China: retrospective cohort study. BMJ 2003; 327; 1319-
22.
8. Festini F, de Martino M. Twenty five years of the one child
family policy in China. J Epidemiol Community Health 2004;
58:358-60.
9. Hesketh T, Xing ZW. Abnormal sex ratios in human
populations: causes and consequences. Proc Nantl Acad Sci
USA 2006; 103:13271-5.
10. Bagchi S. Filmmaker focuses on female infanticide. BMJ 2005;
331:56.
11. Viðtal í OBGYN.net www.obgyn.net/displaytranscript.
asp?page=/avtranscripts/ISUOG98-eik-nes
12. The Russell-Einstein Manifesto. J Humanitarian Med 2005; 5.
www.iahm.org/joumal/vol_5/num_3/text/vol5n3p32.htm
Sigurbjörn Sveinsson
100 ár í heilbrígði
Heilbrigðisstofnunin Sauðárkróki hefur
gefið út ritið 100 ár í heilbrigði. Eins og
nafnið ber með sér er tilefnið að eitt
hundrað ár eru frá stofnun Sjúkrahúss
Skagfirðinga. Sjúkrahúsið við Aðalgötu
var reist að mestu fyrir samskotafé frá
almenningi.
Húnvetningar réðu Jósep Skaftason
lækni til sín 1836 og fengu konungsstyrk
til þess að hluta. Styrkurinn var veittur
með konungsúrskurði, þar sem það skil-
yrði var sett, að læknirinn gegndi jafn-
framt kalli Skagfirðinga. Þessar sýslur
voru gerðar að einu læknishéraði 1856 og
var svo til 1876. Jósep Skaftason og síðar
Þorvarður Kjerúlf, sem gegndu héraðinu
bjuggu alla tíð í Húnavatnssýslum, lengst
af á Hnausum í Sveinsstaðahreppi. Með
nýrri læknaskipan 1876 fengu Skagfirð-
ingar sinn eigin lækni, sem þeir deildu
með Húnvetningum austan Blöndu (9.
læknishérað). Bogi Pétursson settist að á
Sjávarborg í Skarðshreppi og síðar kom
Árni Jónsson og bjó á Sauðárkróki og á
Sauðá en síðar í Glæsibæ. Þessi saga frá
1875 er rakin lauslega í ritinu og meðal
annars þáttur þeirra Guðmundar Magn-
ússonar og Guðmundar Hannessonar í
þróun heilbrigðismála Skagfirðinga. Guð-
mundur Hannesson virðist hér eins og
víðar hafa haft nokkur áhrif til byggingar
hins nýja sjúkrahúss. Er þess sérstaklega
getið að Guðmundur Hannesson hafi
tvinnað sjúklingunum til hugarléttis við
aðgerðir, því aðalatriði hafi verið að sýna
ekki tilfinningaleysi. Mun hann hafa verið
frændum sínum líkur.
Skemmtilegur fróðleikur um sögu
sjúkrahússins er fenginn úr ritum Krist-
mundar á Sjávarborg um sögu Skagfirð-
inga og safnað hefur verið athyglisverð-
um myndum. Þá er sérstakur kafli um
eftirminnilega samtímamenn, þá Friðrik
Jens Friðriksson og Ólaf Sveinsson lækna
og Sæmund Hermannsson sjúkrahúsráðs-
mann.
Ritið er hóflegt að stærð, fallega um
brotið, 44 síður.
Það er fengur að öllu framtaki fyrir
safn til sögu læknisfræðinnar.
Læknablaðið 2007/93 507