Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2007, Blaðsíða 30

Læknablaðið - 15.06.2007, Blaðsíða 30
YFIRLITSGREIN / INNANKÚPUÞRÝSTINGUR un þessi stafi þá af mænuvökvaleka annars staðar frá, en talið er að hún berist upp utanbastsbilið frá neðrihluta hálsmænu (9). Höfuðverkur samfara SIL er talinn orsakast af tilfærslu heilans niður á við sem veldur togi á sársaukanæma vefi eins og basthimnu og æðar. í uppréttri stöðu er heilinn „fljótandi" inni í kúp- unni vegna flotáhrifa mænuvökvans og haldreip- isáhrifa innankúpuæða. Ef flotáhrif mænuvökvans minnka verður meira álag á innankúpuæðar vegna togs og aflögunar þeirra. Æðarnar og basthimnan eru næm fyrir sársauka og því kemur höfuð verkur fram í uppréttri stöðu vegna togs og aflögunar þeirra (10). Monro-Kellie tilgátan segir til um að heild- arrúmmál heilans, mænuvökvans og innankúpu- blóðs sé ávallt hið sama þegar stafsemi heilans er óskert (11, 12). Af þessu leiðir að ef rúmmál eins þáttar minnkar þarf að koma fram aukning í rúmmáli annarra þátta. Ef rúmmál mænuvökva minnkar þá þarf að koma til aukning á rúmmáli heilans eða innankúpublóðrúmmáli. Par sem rúmmál heilans getur lítið breyst verður að koma til aukning á rúmmáli blóðs með meðfylgjandi víkkun á heilabláæðum, en hin útbreidda skugga- efnisupptaka í heilahimnum er talin vera teikn um þetta. Sýnt hefur verið fram á að utanbastsbláæðar í hálsi sjúklinga með SIL eru marktækt stærri en hjá viðmiðunarhópi sem ekki er með SIL. Einnig hefur verið sýnt fram á samsvörun í gráðu víkk- unar heilabláæða og magns leka (13). Almennt er enginn kynjamunur hvað varðar mænuvökva- þrýsting (14), en athyglisvert er að höfuðverkur vegna SIL er algengari hjá konum en körlum í hlutfallinu 3:1 (15). Skilyrði fyrir greiningu á SIL er að sýna fram á lágan mænuvökvaþrýsting þar sem rof á heila- himnu hefur ekki orðið vegna læknisfræðilegra inngripa (10). Eigi að síður hefur komið í ljós að sjúklingar geta haft SIL þrátt fyrir eðlilegan mænuvökvaþrýsting (16), en í einni rannsókn voru 11 af 60 sjúklingum með eðlilegan mænuvökva- þrýsting (3, 16). í slíkum tilfellum skal leitað að leka þrátt fyrir eðlilegan mænuvökvaþrýsting (16). Því virðist sem mænuvökvaþurrð skipti meira máli en þrýstingslækkunin og hafa sumir viljað kalla ástandið mænuvökvaþurrðar heilkenni í stað inn- ankúpulágþrýstings (13,17). I flestum tilfellum er mænuvökvaþrýstingur þó mjög lágur eða ómæl- anlegur. Mænuvökvaþrýstingur ræðst af sambandi rúmmáls mænuvökva og skúmshols (cavum subarachnoideale). Því þarf mænuvökvaþrýst- ingur ekki að lækka í kjölfar minnkandi rúmmáls mænuvökva ef jafn mikil minnkun verður á rúm- máli skúmhols. Eihkennl Höfuðeinkenni SIL eru höfuðverkur sem versnar við að setjast upp en skánar við að liggja út af. Önnur einkenni eru tvísýni (lömun augnvöðva vegna togs í sjöttu heilataug), suð fyrir eyrum, hella, ógleði, uppköst, hálsverkur og ljósfælni. Hjá einstaka sjúklingum hefur skert meðvitund komið fram í kjölfar tilfærslu milliheilans niður á við eða vegna efri hálsmænuskaða sem kemur vegna tilfærslu og aflögunar mænunnar við að þrýstast niður á við (18). Rannsóknir Kjörmyndgreiningarannsókn við greiningu SIL er segulómun af heila með skuggefni. Rannsóknin sýnirinnanbastsvökvasafnanir,upphleðsluskugga- efnis í heilahimnur, aukna vídd bláæða, tilfærslu heila niður á við og stækkun á heiladingli. Það sem sérkennir skuggaefnisupphleðslu í SIL er að hún er dreifð, órofin, ekki hnútótt, sérstaklega yfir framheila og gagnaugablaði þar sem hún er oft þykk og bylgjulaga (19). Auk þessa getur SÓ sýnt hvort sjóntaugavíxl (chiasma opticum) hafi flast út, hvort tilfærsla hafi orðið á brúnni (pons) að hnakkabeinskleyf (clivus) eða hvort hnykileitlar (tonsilla cerebelli) hafi færst undir mænugat (for- amen magnum),en þrjú hin síðarnefndu einkenna geta líkst Arnold-Chiari vansköpun. Kjörrannsókn til að staðsetja mænuvökvalek- ann er mænugangarannsókn með skuggaefni með eftirfylgjandi TS rannsókn af mænugangi strax á eftir (3). ísótopamænugangarannsókn og heila- hólfamyndataka (radionuclide cisternography) er gerð þegar áfram er klínískur grunur um SIL en ekki hefur tekist að sýna fram á leka með ofan- greindum aðferðum. Mænuholsástungu með þrýstingsmælingu er eðlilegt að gera rétt á undan mænugangarann- sókn með skuggaefni. Mænuvökvaþrýstingur er yfirleitt mjög lágur (<60mm vatns). Rannsóknir á mænuvökva sýna oft væga hækkun á hvítum einkyrningsfrumum og prótíni en eru að öðru leyti eðlilegar. Sýnataka úr heilabasti og undirliggjandi heilahimnum sýnir fjölgun bandvefsfrumna og nýmyndun æða (20). Ekki er ástæða að taka sýni úr heilabasti nema grunur sé um aðra sjúkdóma. Greining Greining SIL byggir á sögu um höfuðverk sem versnar við að setjast upp en skánar við að liggja út af, lágan mænuvökvaþrýsting (<60mm vatns) og að ekki hafi orðið rof á heilahimnu vegna lækn- isfræðilegra inngripa (10). Skuggaefnisupphleðsla 490 Læknablaðið 2007/93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.