Fréttatíminn


Fréttatíminn - 31.10.2014, Blaðsíða 10

Fréttatíminn - 31.10.2014, Blaðsíða 10
Við elskum skó Smáralind • S. 511 2020 • Skoðið úrvalið á bata.is Andi borgarinnar er í heitu pottunum Arna Mathiassen, starfandi arkitekt í Noregi og ritstjóri nýrrar bókar um skipulagsmál höfuðborgarinnar fyrir og eftir hrun, vill sjá fleiri vistvænar lausnir í Reykjavík. Við þurfum að læra að lifa í sátt við umhverfið, hætta að byggja í rokrassgati og rækta fleiri nytjajurtagarða. Heiti potturinn er uppáhaldsstaðurinn hennar í Reykjavík. B ókin Scarcity in Excess, The Built Environment and the Economic Crisis in Iceland, er stútfull af greinum, gröfum og ljósmyndum sem taka á fjölbreyttan hátt á byggingar- og skipulagsmálum Reykjavíkur í aðdraganda hrunsins. Bókin er afsprengi nokkurra ára rann- sóknarvinnu og að henni kemur fjöldi íslenskra og erlendra fræði- manna, listamanna, arkitekta, skipulagsfræðinga og aðgerðas- inna. Arna Mathiesen ritstýri- bókinni. Hörgull í allsnægtum „Ég var að vinna að alþjóðlegu rannsóknarverkefni fyrir Arki- tektaskólann í Osló um hörgul og sköpun,“ segir Arna um upphafið að verkefninu sem svo leiddi af sér bókina. „Vinna arkitekta er að breytast og sjónum er í miklu meira mæli beint að stóra sam- henginu. Þar sem við göngum hratt á auðlindir jarðarinnar, og getum ekki farið annað að sækja þær, eru arkitektar farnir að rannsaka hvað sé hægt að gera svo það sé hægt að búa áfram á þessari plánetu út frá sjónarmiði hönnunar. Í miðju umsóknarferl- inu að rannsóknarstyrkjum skall hrunið á og þá lá beint við að taka Reykjavíkursvæðið sem dæmi um stað sem virtist hafa allt í landi ríkulegra auðlinda, en þar sem margir berjast samt mjög í bökkum eftir hrunið.“ Bankar og sveitarfélög bera ábyrgð Arna bendir á að í skýrslu Rann- sóknarnefndar Alþingis hafi ekki verið minnst einu orði á uppbygg- ingu húsnæðis og mannvirkja, þrátt fyrir að bankarnir hafi spil- að stærsta hlutverkið í bygging- arbólunni. Byggingariðnaðurinn sé málaflokkur sem fleiri þurfi að láta sig varða þar sem hann komi öllum við. „Fyrir hrun stjórnaðist hið byggða umhverfi af hagfræði frekar en nokkru öðru og bygg- ingar spruttu upp hvorki í takt við fólksfjölda né umhverfið. Það var allt slitið úr samhengi og eins og kemur fram í bókinni áttu sveitarfélögin stóran þátt í því, auk bankanna. Það voru engar forsendur til að byggja svona mikið og það lítur nánast út fyrir að mannvirkin hafi verið byggð fyrir eitthvað allt annað en fólkið í landinu,“ segir Arna. Vistvæn framtíðarsýn Í bókinni er þannig litið gagn- rýnum augum á byggingarbóluna fyrir hrun en í henni er líka að finna skýra framtíðarsýn sem byggir á sjálfbærri þróun og vist- vænum hugsunarhætti, því eins og Arna segir þá snýst þetta allt um að lifa í sátt við umhverfið. „Við viljum alls ekki einblína bara á hvað allt hafi verið ómögulegt, þótt margt megi læra af greining- unni. Í bókinni er að finna fram- tíðarsýnir og upplýsingar sem við vonum að geti veitt mörgum innblástur”. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Hver er Hefur varið 22 árum í Osló, utan tveggja ára í MA námi í arkitektúr Princeton og eins árs í fæðingarorlofi á Íslandi. Á heima í miðborg Oslóar með 40 tegundir fjölærra ætiplantna í pínu- litlum garði. Fæddist í miðborg Reykjavíkur en ólst upp á mörkum borgar og náttúru í Hraunbæ og Mos- fellssveit Gift og á tvö börn, Önnu Stínu (21) og Úlf Kjalar (15) Vinnur á eigin arki- tektastofu í Osló, Apríl Arkitektar. Arna Mathiassen ? 25% stækkun höfuð- borgarsvæðisins 60 km af hraðbrautum 163 km af minni vegum 3 km af hjólastígum 9 mislæg gatnamót 11% fólksfjölgun 20% íbuðafjölgun árin 2002-2008 Hvað er það fyrsta sem þú gerir þegar þú kemur til Íslands? „Að hoppa í heita pottinn. Það er yndislegur lúxus að geta yljað sér svo vel í pottinum að hægt sé að sitja hálfnakin úti mínútum saman, jafnvel þótt það sé snjór og frost. Þar sem eru fleiri pottar er hægt að ganga á röðina og velja sér hitastig, samræðu- partner og samræður eftir smekk. Hér er andinn! Fólk kemur til dyranna bókstaf- lega eins og það er klætt og ræðir af ein- lægni um allskonar mál sem skipta máli.“ (Leitið að heita pottinum á Facebook) Hver er þinn uppáhaldsstaður á höfuðborg- arsvæðinu? „Borgin þar sem hún mætir náttúrunni umhverfis.“ Afhverju? „Vistfræðingarnir benda á að möguleikarnir í vistkerfum séu alltaf mestir þar sem tvö vistkerfi mætast. Þar er fjölbreytnin mest og mestar líkur á að hægt sé að búa til eitthvað nýtt. Að jaðri höfuðborgarinnar eru stórkostleg tæki- færi sem höfuðborgarsvæðið má ekki missa af.“ Hvað er það besta við Reykjavík? „Það besta við Reykjavík er ferskt loft af hafi, hreint vatn, heitt vatn og fjölbreytnin í gamla bæj- arkjarnanum.“ En það versta? „Það versta er að þessum gæðum er ógnað með mengun frá Hellis- heiðarvirkjun og miðbæjarsvæðið á undir högg að sækja vegna þess að enginn er dugurinn hjá borginni til að taka dóms- mál um eldgamalt deiliskipulag sem gaf hálfgert skotleyfi á gömlu byggðina. Í því var heimild til að byggja sjö hæðir á línuna og gróðapungar vísa sífellt í þetta gamla plan með hótun um lögsókn fái þeir ekki að byggja magn byggðar sem hverfið þolir ekki nema breyta algerlega um karakter. Þetta rýrir gildi gömlu byggðarinnar og menningarverðmæti hverfa, að óþörfu. Þetta náttúrulega stríðir gegn öllum sjálf- bærni-prinsippum.“ Hvaða hverfi, gömul eða ný, finnst þér hafa lukkast vel? „Verkamannabústaðirnir við Hringbraut frá millistríðsárunum eru dæmi um góða byggð. Íbúðirnar eru vel hannaðar þar sem hver fermetri er vel nýttur. Skilin milli einkarýmis eru vel af- mörkuð, sameiginlegs rýmis samfélagsins sem þarna býr, og almenningsrýmis gang- stéttar og götu. Þar er öruggt að vera með börn, með góðri yfirsýn og litlum hættum í garðinum, og lóðin er vel nýtt með bygg- ingarnar alveg út að gangstétt sem gerir rýminu í miðjunni hátt undir höfði, með góðum möguleikum fyrir ýmsa iðju. Og ekki síst, þar er skjól! Hvers vegna hönn- um við ekki skjól við fleiri fjölbýlishús? Já það er gott með ferskt loft af hafi, en það er óþarfi að búa við rokrassgat alls staðar á þessu vindasama svæði. Skjól er líka afar æskilegt til ræktunar nytjajurta. Þetta er gott að hafa bak við eyrað þegar við und- irbúum okkur undir þá stund þegar búð- irnar loka í einhverju framtíðarhruninu.“ „Ég veit ekki um nein vel-lukkuð ný hverfi því miður, en skora á einhverja aðra að benda á einhver.“ 10 fréttir Helgin 31. október-2. nóvember 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.