Fréttatíminn


Fréttatíminn - 31.10.2014, Blaðsíða 6

Fréttatíminn - 31.10.2014, Blaðsíða 6
Í viðtali við Fréttatímann í síðustu viku lýsti Díana Ósk Óskarsdóttir því hvernig fíkniefni hefðu verið hennar flóttaleið frá óöryggi og vanlíðan í kjölfar ofbeldisfullra heimilisaðstæðna. Í sinni fyrstu meðferð, þegar hún var sextán ára, fann hún ekki það öryggi sem hana sárlega vantaði þar sem framkoma eldri manns í hennar garð kom henni úr jafnvægi. Hún fór í fjölda meðferða áður en hún náði bata, þá tvítug að aldri. Díana, sem starfar sem meðferðarfulltrúi í dag, er algjörlega mót- fallin því að karlar og konur séu í meðferð á sama stað. Ófagleg svör frá landlækni Rótin, félag um málefni kvenna með áfeng- is-og fíknivanda, sendi landlækni bréf í apríl árið 2013 þar sem þess var krafist að yfirvöld tryggðu öryggi kvenna í áfengis- meðferð. Í svari frá landlækni sem barst í síðustu viku kemur fram að öryggismál kvenna sé viðfangsefni sem sífellt sé verið að vinna með og að boðið sé upp á sérstaka 10 daga kvennameðferð á Vík að lokinni meðferð á Vogi, þar sem karlmenn undir 55 ára aldri séu ekki til staðar. Einnig er Rótarkonum bent á að fara í samstarf með SÁÁ, en Rótin varð upphaflega til vegna klofnings við SÁÁ. „Við vorum mjög óánægðar með þetta svar landlæknis og fannst það ófaglegt,“ segir Kristín Páls- dóttir, ein stjórnarkvenna Rótarinnar. „Við ætlumst til að ríkið setji fram hugmyndir um það hvernig þjónustu það vilji kaupa. Að aðeins sé talað við yfirlækni á Vogi en ekki notendur kerfisins þýðir að málið er skoðað út frá mjög þröngu sjónarhorni og að hagsmunir aðeins eins aðila komi fram.“ Birtingarmyndir ofbeldis eru mis- jafnar Kristín Pálsdóttir segir Rótarkonur hafa marga vitnisburði notenda kerfisins og þar að auki starfsfólks á Vogi, sem lýsi áhyggjum af samskiptum kynjanna á Vogi. „Það eru engin meðferðarúrræði í boði í dag sem eru einungis fyrir konur. Víkinga- meðferðin á Staðarfelli er eina kynjaskipta eftirmeðferðin í dag, en hún er fyrir karla. Í kvennameðferðina á Vík fara karlar líka, eldri en 55 ára.“ „Ég hef sjálf farið í gegnum þetta með- ferðarprógram og veit af eigin raun hvernig þetta er, sem og margar konur í Rótinni.“ Kristín bendir á að ofbeldið sem eigi sér stað í meðferðum sé ekki endilega sýnilegt enda séu birtingarmyndir ofbeldis mjög misjafnar. „Þetta þarf ekki endilega að vera mjög gróft ofbeldi, stundum er þetta bara maður sem horfir mikið á þig en það getur auðveldlega komið veikri mann- eskju úr jafnvægi.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is  Meðferð rótarkonur ósáttar við svör landlæknis Engin sérstök meðferðar- úrræði fyrir konur Meðferðarheimilið Vík á Kjalarnesi er eini staðurinn þar sem boðið er upp á sérstakt með- ferðarúrræði fyrir konur, en þar eru samt líka karlmenn, eldri en 55 ára. Eina kynjaskipta eftir- meðferðin er Víkingameðferðin á Staðarfelli, en hún er fyrir karla. Allar meðferðir byrja á sjúkrahúsinu Vogi áður en farið er í eftirmeðferð. Engin eftirmeðferð eingöngu fyrir konur er í boði, einungis fyrir karla. Ljóssmynd/Nordic Photo/Getty 60.524 Fjöldi innritAnA á Vog 1977–2009 Fjöldi EinStAKlingA ÞAr AF Konur Ársrit sÁÁ 2007-2010 vogur 60.524 5.903 R E Y K J AV Í K | A K U R E Y R I nemendur í Fossvogsskóla með yfirmanni mötuneytisins, Halldóri Halldórssyni. Ljóssmynd/Reykjavíkurborg  næring næringargildi Matseðla Í ölluM leik- og grunnskóluM reiknað út Fossvogsskóli fyrstur til að birta næringargildi matseðla Erla Hlynsdóttir erla@ frettatiminn.is Fossvogsskóli er fyrsti skólinn í Reykjavík til að birta matseðla með nákvæmum útreikningum á næringargildi þess sem er á matseðlinum hverju sinni. Á vef skólans má einnig sjá meðaltals næringarsamsetningu og inni- hald hráefna á matseðlinum. Fyrir tæpu ári hóf mötuneyt- isþjónusta skóla- og frístunda- sviðs að innleiða þjónustu- staðal fyrir mötuneyti leik- og grunnskóla. Einn þáttur í inn- leiðingunni er að allir matseðl- ar í skólum Reykjavíkurborgar verði næringarútreiknaðir og í samræmi við ráðleggingar embættis landslæknis. Allir skólar munu fá aðgang að gagnagrunninum þegar þjónustustaðallinn hefur verið innleiddur í öllum hverfum. Nú þegar hafa tvö hverfi byrj- að að nota gagnagrunninn við matseðlagerð, Grafarvogur og Laugardalur/Háaleiti, og má þess vænta á næstunni að fleiri skólar bætist við sem birta matseðla með útreiknuðu nær- ingargildi. Á vef Fosssvogsskóla má til að mynda sjá að hádegismatur- inn í dag, föstudag, er tómat- súpa með beikoni, heimabakað brauð og mjólkurglas. Með því að smella á hvert og eitt heit má sjá útlistun á innihaldsefnum og næringargildi – sundurliðað eft- ir súpunni, brauðinu og mjólk- inni – og svo kökurit þar sem sjá má skiptingu á milli kolvetnis, próteins og fitu. 6 fréttir Helgin 31. október-2. nóvember 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.