Fréttatíminn


Fréttatíminn - 31.10.2014, Blaðsíða 24

Fréttatíminn - 31.10.2014, Blaðsíða 24
fonix.is • Hátúni 6a • 105 Reykjavík • S. 552 4420 Heimilistæki Heimilistækjadagar 20% afsláttur E f þú vilt heyra konur og menn stynja við borðið skaltu prófa uppskrift mína að konfiter- aðri svínasíðu. Það er alltaf gaman þegar maður er með gesti þegar allir hlæja og skemmta sér en það er líka gaman þegar allir þegja og stynja af ánægju,“ segir Ragnar Freyr Ingvarsson, læknir og matar- bloggari í Svíþjóð. Í vikunni kom út önnur mat- reiðslubók Ragnars - Læknirinn í eldhúsinu, veislan endalausa - og Ragnar segir að áðurnefnd svínasíða, elduð upp úr andafitu, sé í uppáhaldi hjá sér af þeim upp- skriftum sem er að finna í bókinni. „Ég er hrifinn af því að elda upp úr fitu. Þetta er kannski flóknasta upp- skriftin í bókinni en hún er líka sú besta.“ Hrein skemmtun að elda mat Ragnar hefur um árabil haldið úti blogginu Læknirinn í eldhúsinu þar sem hann deilir tilraunum sínum og uppskriftum með lesendum. Til- viljun réði því að hann er kominn þangað sem hann er í dag. Upphaf- lega ákvað hann að halda dagbók um það sem hann eldaði því honum fannst hann alltaf vera að elda það sama. Svo undu bloggskrifin upp á sig og hann eignaðist traustan hóp lesenda. „Það er ákveðin fíkn að vera bloggari. Það er gleði fólgin í því að fá klapp á bakið,“ segir Ragnar um skrif sín. „Ég er læknir, ég er ekki í þessu til að græða peninga. Fyrir mér er þetta hrein skemmtun, fjör, eins og annað fólk fer í golfferðir.“ Hann er með Facebook-síðu sem yfir níu þúsund manns hafa líkað við. „Það er ofsalega verðlaunandi. Þar sendir fólk mér fyrirspurnir, spyr mig ráða og þakkar mér fyrir uppskriftirnar.“ Þrátt fyrir vinsældirnar átti Ragn- ar Freyr ekki von á því að hann væri að fara að gefa út matreiðslubók eins og raunin varð í fyrra. Sér í lagi eftir að hann talaði við Forlagið fyrir nokkrum árum og var sagt að hann gæti gleymt því, hann væri Fíkn að vera bloggari og fá klapp á bakið Ragnar Freyr Ingvarsson hefur sent frá sér aðra mat- reiðslubók sína á tveimur árum. Hann starfar sem læknir í Lundi í Svíþjóð en nýtir hverja lausa stund í eldhúsinu og bloggar um árangurinn af miklum móð. Ragnar nýtur þess að búa í Svíþjóð og horfir með hryll- ingi á ástandið í íslenska heil- brigðiskerfinu. þeirri fyrri? „Þessi er meira frá hjartanu. Fyrri bókin hvíldi mikið á blogginu þó ég hafi auðvitað eldað allt upp aftur og betrumbætt. Um síðustu jól settist ég niður og skrifaði niður 200 uppskriftir. Bæði sígildar og nýjar.“ Hræðilegt ástand í íslenska heilbrigðiskerfinu Ragnar Freyr starfar sem gigtar- læknir á háskólasjúkrahúsinu í Lundi. Hann segir að það hafi verið mikil viðbrigði þegar hann flutti út fyrir sex árum til að fara í sérnám. „Þá þurfti ég ekki lengur að vinna kvöld- og helgarvaktir. Það var eins og að fá 160 tíma á mánuði gefins. Þá gat ég farið að prófa erfiðari hluti í eldhúsinu.“ Hvernig líst þér á ástandið hjá kollegum þínum í læknastétt heima á Íslandi? „Ástandið er hræðilegt. Mér finnst leiðinlegt að vera neikvæður en staðan er bara sú að við eigum frábært heilbrigðisstarfsfólk - vel menntaða lækna og hjúkrunar- fræðinga - en restin er bara skelin tóm. Kollegar mínir í Svíþjóð eiga ekki til aukatekið orð þegar ég segi þeim frá tækjabúnaðinum á Ís- landi,“ segir Ragnar. Hann nefnir sem dæmi að furðu sæti að á Íslandi sé enginn jáeindaskanni. „Við erum fimm- tán árum á eftir öðrum. Ég panta þessa rannsókn 2-3 í viku úti. Þetta er vissulega dýr rannsókn en hún skiptir sköpum í greiningu og með- ferð krabbameina.“ Ragnar segir að nauðsynlegt sé að leggja í margumtalaða 60 milljarða fjárfestingu og koma upp almennilegu háskóla- sjúkrahúsi hér. „Svo þarf augljóslega að greiða fólki betri laun, sam- keppnishæfari laun. Það er ekki hægt að ætlast til þess að fólk éti þjóðern- isástina.“ Af hverju telurðu að ástandinu hafi verið leyft að drabbast svona niður? „Það er „þetta redd- ast“ viðhorfið, við reddum alltaf öllu. Í Svíþjóð er allt skipulagt og greint 2-3 ár fram í tímann. Ég veit til að mynda nákvæmlega hvað ég verð að gera í viku 21 á næsta ári. Við vitum líka nákvæm- lega hvað við þurfum af lyfjaskömmtun í mars 2015 og þá leggjum við bara inn pöntun fyrir það og fáum afslátt fyrir vikið. Það er auðvitað mun dýrara að gera allt á síðustu stundu. Maður sparar peninga á að skipuleggja og gera áætlanir fram í tímann. Það skortir framtíðarsýn á Íslandi.“ Hann segist þó ekki útiloka það að flytja aftur heim, jafnvel þó það myndi þýða launalækkun upp á marga tugi prósenta miðað við nú- verandi aðstæður. „Naflastrengurinn togar alltaf í mann. Ég finn það þegar ég kem. Hér er auðvitað vinir manns og ættingjar. Ég er búinn að vera úti í sex ár og er búinn að læra að vera eins og Svíi. Samt næ ég því aldrei alveg, það er í hjartanu að vilja gera eitthvað spontant.“ Spilar skvass til að geta borðað meira Eins og sakir standa nýtur Ragnar Freyr þess að búa í Lundi. Þar spilar hann skvass þrisvar í viku og lyftir lóðum. „Ég hef komist að því að skvass brennir flestum hitaeiningum. Þannig að ég stunda það og lyfti lóðum til að geta borðað meira!“ Í Svíþjóð kveðst hann fá frábært hráefni þó hann taki reyndar alltaf fisk og lambakjöt með sér frá Íslandi. „Skánn er landbúnaðarhérað Svíþjóðar og hér er ofboðslega gott úrval af grænmeti. Ég er með 20 ólíkar krydd- jurtir úti í garði og sæki mér steinselju þangað í desember. Svo er Evr- ópa við þröskuldinn hjá okkur.“ Hann hyggst halda ótrauður áfram að blogga og kveðst meira en til í að skrifa fleiri bækur ef áhugi reynist fyrir því. „Maður þarf jú alltaf að borða svo ég er ekki að fara að hætta að elda. Svo eru börnin farin að elda með mér. Dóttir mín er efnilegur bakari og sonur minn deilir hnífaáhuga mín- um. Hann er mikið í salatgerð. Sú yngsta er reyndar aðallega fyrir.“ Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is Ragnar Freyr Ingvarsson lét það verða eitt af sínum fyrstu verkum að fá sér pylsu á Bæjarins bestu í Hafnarstræti. Hann er á Íslandi til að kynna nýja matreiðslubók sína. Ljósmyndari Fréttatímans stakk upp á því að Ragnar fengi sér tvíhleypu, tvær pylsur í einu brauði, en læknirinn lagði ekki í það í þetta skiptið. Ljósmynd/Hari HvEr Er 38 ára gigtarlæknir í Lundi. Kvæntur Snædísi Evu Sigurðardóttur sálfræðingi. Þau eiga þrjú börn á aldrinum 2-13 ára. Áhugamál: Mat- reiðslan, skvass og líkamsrækt. Var að gefa út aðra matreiðslubók sína. Útgáfuhóf hennar verður í Eymunds- son á Skólavörðu- stíg í dag, föstudag, klukkan 17. Á laugardag verður hann svo í Líf og list í Smáralind frá 13-17. Ragnar Freyr ?hvorki kokkur né frægur. Ragnar komst hins vegar í kynni við Tomma og Önnu sem reka bókafélagið Sögur. „Það kom í ljós að þau voru nýflutt til Lundar og við Tommi hittumst í hádegis- mat. Okkur varð mjög vel til vina og hann tók séns á því að læknir gæti skrifað bók. Það virkaði og við seldum fullt af bókum. Við höfum farið í ferðalög með þeim og þau hafa étið helminginn af báðum bók- unum hjá okkur!“ Þessi bók kemur frá hjartanu Nýja bókin ber undirtitilinn Veislan endalausa og segir Ragnar að hún standi undir nafni. „Frá 5. janúar og fram til 10. júní þegar ég skilaði af mér handritinu var gegndarlaus veisla hjá okkur. Það var smá pása tekin þegar ég tók upp sjónvarps- þætti á Íslandi og þegar við fórum í stutt skíðafrí en annars var þessi bók í matinn.“ Hver er munurinn á þessari og Vel vopnum búinn Ragnar Freyr viðurkennir fús- lega að eldamennskan kalli á talsverða fjárfestingu í græjum. „Þú ættir að sjá eldhúsið mitt, ég á allt! Ég er með tíu hellur og tvo ofna. 8 eða 9 Le Creuset potta, nóg af kopar og hnífum. Ég er vel vopnum búinn. Þetta er fíkn, það er gaman að vera með góðar græjur.“ Hvað segir konan við þessu? „Hún er hrifin af stígvélum og ég geri ekki athugasemdir við þau kaup hennar.“ 24 viðtal Helgin 31. október-2. nóvember 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.