Fréttatíminn


Fréttatíminn - 31.10.2014, Blaðsíða 62

Fréttatíminn - 31.10.2014, Blaðsíða 62
62 fjölskyldan Helgin 31. október-2. nóvember 2012 Uppalendur horfi í spegil B örn endurspegla uppalendur sína á hreint ótrúlegan hátt fyrstu æviárin. Ég horfði einmitt í ógáti inn um gluggann hjá nokkrum fjölskyldum í haust – vitaskuld án þess að umræddar fjölskyldur vissu af því og tilefnið var aðlögun yngsta barna- barnsins í leikskólanum. Þessi kríli frá 18 mánaða og upp í tveggja ára aldurinn gripu alla lausamuni innan seilingar og breyttu þeim í snjallsíma. Ein snótin „talaði“ viðstöðulaust í trékubbinn og gekk um gólf af miklum ákafa á meðan en sú næsta lagðist út af á mjúka dýnu og lét fara vel um sig meðan hún lét dæluna ganga – báðar útfarnar í eins konar „símensku“ sem enginn fullorðinn í rýminu skildi enda hreinn óþarfi. Sú þriðja hrópaði og kallaði í símann og pataði út í loftið með lausu hendinni og sú fjórða potaði ákaflega í skjáinn á gamalli myndavél. Sú fimmta og síðasta sló þær allar út. Hún stóð á gólfinu með fornan síma úr tískusmiðju síðustu aldamóta, hélt honum armslengd frá sér og brosti ákaflega. Svo hreyfði hún úr stað og endurtók athöfnina aftur og aftur með sífellt nýjum líkamsstellingum en sama fullkomna myndabrosinu allan tímann. Svo fara sömu börn heim til sín og þá fá fjölskyldurnar að horfa inn um glugga leik- skólans. Enginn má snerta kvöldverðinn fyrr en barnið er búið að þylja seremóníu leikskólans eða þá að öllum böngsum og dúkkum er raðað upp við vegg og barnið skammar hópinn – alveg eins og það hefur séð kennarann sinn gera um daginn. Herminám fyrstu æviáranna er stundum afskaplega skemmtilegt en stundum birt- umst við hjá barninu okkar þannig að við hrökkvum við. „Er ég virkilega svona ergi- leg í röddinni þegar ég neita með sömu setningunni og alltaf; ekki núna, ekki núna.“ Allan þennan langa formála má ummynda í eitt orð; fyrirmynd. Börnin okkar munu nota orðin sem við notum, þau munu verða pirruð og ergileg ef þau skynja þau tilfinningablæbrigði hjá okkur. Þau verða áhyggjufull og döpur ef þau skynja áhyggjur hjá okkur, þau verða streitt og þreytt ef það er ástandið á okkur. Þau munu leyfa sér að kalla vini sína og vinkonur hálfvita ef þau heyra slíkt orðbragð okkar við kvöldfréttirnar og þau munu sparka í næsta barn rétt eins og pabbi sparkaði til heimilishundsins sem pissaði á stofugólfið. Svo eru börn líka eins og barómet á foreldra sína og skynja minnstu veðrabrigði á augabragði. Þau skilja fullkomlega svip og tón og hafa minna þol gegn slíkum stjórnunarháttum heldur en fullorðnir. Þau munu spyrja í undrun hvort eitthvað sé að og við svörum ósjálfrátt, nei, nei, það er ekkert að – og mamma er ekkert að gráta þótt svo að tárin renni. Börn eru í reynd næmari á okkur en við sjálf. Horfum í spegil, elsku uppalendur áður en við látum eftir okkur neikvæða orðanotkun, uppþot og skammir yfir smáræði, pirring og ergelsi og annan slíkan óhollan munað við börnin okkar. Verum heiðarleg og grandskoðum hegðun okkar, öndum svo djúpt og ró- lega og hugsum hvernig við viljum að börnin okkar endurspegli okk- ur í framtíðinni. „Gættu að hugsunum þínum því þær verða orð þín. Gættu að orðum þínum því þau verða athafnir þínar. Gættu að at- höfnum þínum því að þær verða vani þinn. Gættu að vana þínum því hann verður gildi þín. Gættu að gildum þínum því þau verða örlög þín.“ Við þessu frægu orð Ma- hatma Gandhis er því einu að bæta að hugsanir þín- ar, orð og vani verða líka örlög barnanna þinna. Horfum í spegil, elsku uppalendur áður en við látum eftir okkur neikvæða orðanotkun, uppþot og skammir yfir smáræði, pirring og ergelsi og annan slíkan óholl- an munað við börnin okkar. Vöndum okkur, elsku þjóð Börnin okkar munu nota orðin sem við notum, þau munu verða pirruð og ergileg ef þau skynja þau tilfinn- ingablæbrigði hjá okkur. Þau verða áhyggjufull og döpur ef þau skynja áhyggjur hjá okkur. HABITAT | Kauptúni | Sími 564 4400 Opið mánudaga til laugardaga kl. 11-18 og sunnudaga kl. 13 -18 afmælisafsláttur af öllum vörum frá habitat PoP-uP kaffihús frá kaffitári kl. 13-17 kynning: sælkeravörur frá nicholas vahé SÍÐAN 1964 afmælis tilboÐunum lÝkur á sunnudag! af öllum habitat– húsgögnum aÐeins þessa helgi! Laugavegi 53 Sími 552 3737 opið mán.-fös. 10-18, lau. 10-17 Iana Reykjavík Ný sending af útigöllum og húfum Full búð af ottum Jólafötum Jólagjöfum Sængurgjöfum AfmælisgjöfumGalli 19.895.- Húfa 3995.- Barnatónleikar í Hannesarholti D úó Stemma verður með barnatónleika í Hannesar-holti á laugardaginn, klukk- an 13. Dúettinn skipa hjónin Her- dís Anna Jónsdóttir víóluleikari og Steef van Oosterhout slagverks- leikari, en þau eru bæði meðlimir í Sinfóníuhljómsveit Íslands. Lög um Fíu frænku, Villihrafninn, dverginn Bokka og leiðindaskjóðuna Bárðar- bungu eru meðal laga á splunku- nýrri efnisskrá sem er hugsuð fyrir börn á öllum aldri. „Dúó Stemma varð til fyrir tíu árum þegar börnin okkar voru á leikskóla og við vorum beðin um að spila eitthvað fyrir krakkana. Þá fóru hugmyndinar að rúlla og við fundum okkur svo vel í því að miðla tónlist til barna. Það er svo dásam- legt að spila fyrir börn því þau eru með svo hreint hjarta. Börn eru án efa best hlustendurnir því þau eru svo einlæg, maður fær viðbrögðin við tónlistinni beint í æð,“ segir Her- dís en þau hjónin sækja innblástur sinn í þjóðararfinn. „Sögurnar eru okkar en við byggjum á íslenskum þjóðlögum og hollenskum vísum. Þetta er skrifað með börn á leik- skólastigi í huga en við erum sann- færð um að börn á öllum aldri, sem geta líka verið fullorðnir, muni hafa gaman af dagskránni. Við erum með aðra tónleika síðar um daginn þar sem við bregðum líka á leik og það ætti líka að höfða til allrar fjöl- skyldunnar.“ -hh Tónleikarnir hefjast klukkan 13 og kostar 1000 krónur inn. Seinni tónleik- arnir hefjast klukkan 17 og kostar 2000 krónur inn. Margrét Pála Ólafsdóttir ritstjórn@ frettatiminn.is heimur Barna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.