Fréttatíminn


Fréttatíminn - 31.10.2014, Blaðsíða 32

Fréttatíminn - 31.10.2014, Blaðsíða 32
Lífsnauðsynlegt að rugla Halldóra Geirharðsdóttir vonast til að farsinn „Beint í æð“ eftir Ray Cooney, sem hún leikstýrir og frumsýnir í Borgarleikhús- inu í kvöld, skilji ekkert eftir sig nema hamingju og hlátur. Hún er mætt aftur í leikhúsið eftir að hafa farið í heimsreisu með fjölskyldunni þar sem hún lærði meðal annars að rugl er lífinu nauðsynlegt. Hún er hrifin af kynslóð dætra sinna sem er frjáls og óhrædd við að rugla. M ér var boðið að setja upp gamanleik og mér fannst það vera akkúrat það sem hentaði mér. Ég var svo til í að fara beint í það og þurfa ekki að hugsa neitt sérstaklega um að búa til eitt- hvað stórkostlegt listaverk,“ segir Halldóra sem frumsýnir „Beint í æð“ í Borgarleikhúsinu í kvöld. Góður farsi eins og gott partí „Beint í æð“ fjallar um einn dag í lífi Jóns Borgars, sem er læknir á Landakostspítala. Á spítalanum er ráðstefna þrjátíu erlendra tauga- lækna sem enginn hefur áhuga á nema Jón Borgar því hann á að flytja eina mikilvægustu ræðu lífs síns á ráðstefnunni. Allir aðrir eru að hugsa um jólaballið sem á að vera um kvöld- ið. Stuttu fyrir fyrirlest- urinn birtist svo gömul kærasta af spítalanum og Jón Borgar þarf að gangast við gömlum syndum, frá því fyrir sautján árum og níu mánuðum síðan. Þetta er auðvitað ávísun á mikið klúður, Jón Borg- ar byrjar að hagræða sannleikanum og úr verður ein risa flækja. „Þetta er auðvitað pjúra farsi,“ segir Hall- dóra, „hálfgert tónverk, mikill hraði, opna dyr, loka dyrum, inn, út og aftur til baka og alveg ógeðslega fyndið. Að stjórna svona verki er í raun eins og að stjórna hljómsveit. Eða eins og að búa til gott popplag, stroka út og lengja og velja hvað virkar og hvað virk- ar ekki,“ segir Halldóra en það er Gísli Rúnar Jónsson sem staðfær- ir farsann yfir á Ísland. „Hann er náttúrulega bara snillingur í því og svo er ég með frábæran leik- hóp. Hilmir Snær er í aðalhlut- verki en hann hefur ekki leikið í gamanleik í tuttugu ár. Það er ógeðslega gaman að leika farsa en hann er svo góður leikari að hann er alltaf fenginn í Ríkharð þriðja eða einhverjar dramatískar rullur. En það er fátt skemmtilegra fyrir leikara en að leika farsa því þú ert í svo miklu sambandi við salinn, færð ánægju eða óánægju áhorf- enda beint í æð. Það er soldið eins og að vera í góðu partíi, þú veist alveg hvort það er góð stemning og gaman í partíinu eða ekki. Von- andi á þessi sýning ekki eftir að skilja neitt eftir sig annað en það að fólk fari hamingjusamara út. Eða eins og það hafi vaknað, því ef maður hlær mikið þá vaknar maður.“ Stolt af heimsreis- unni Halldóra tók sér ársleyfi frá störfum í fyrravor til að ferðast um heiminn með manni sínum og tveimur yngstu börnum þeirra og „Beint í æð“ er því hennar fyrsta verkefni eftir langt frí. „Þessi ferð er eitt af því sem mér finnst ég geta verið mjög stolt af að hafa tekist á við. Þetta var bara dásamlegt í alla staði og miklu auðveldara en ég bjóst við. Það erfiðasta við þetta allt saman var að taka ákvörðun um að fara. Það er alltaf aðalmálið að breyta til og fara út af sporinu sínu,“ segir Halldóra sem finnst líka gott að vera komin aftur í leikhúsið. Hún stígur þó ekki á svið fyrr en í desember þegar sýningar á Jesú litla og Billy El- liot hefjast. „Þetta er náttúrulega bara skemmtilegasti vinnustaður í heimi. Og að æfa farsa er svo ógeðslega gaman, við erum búin að hlæja stanslaust í sjö vikur. En svo er líka gott að fara ekki upp á svið fyrr en í desember og fá þann- ig að vera áfram í fríi um helgar og að geta borðað kvöldmat með fjöl- skyldunni.“ Verðum að þora að rugla Það eru fleiri en Halldóra sem hafa gaman af því að grínast í fjölskyld- unni því Steiney, dóttir Halldóru, hefur vakið athygli fyrir frábæra frammistöðu sína í Hraðfréttum. „Hún fær mikið hrós fyrir og það hlýjar auðvitað móðurhjartanu. Hún Steiney er alveg frábær og þrátt fyrir að vera komin í grínið er hún að feta einhverja leið núna sem er algjörlega hennar eigin,“ segir Halldóra, en Steiney dóttir henn- ar og Kolfinna, stjúpdóttir henn- ar, eru báðar meðlimir í kvenna- söngsveitinni Reykjavíkurdætrum. „Þetta eru rosalega flottar stelpur og ég er svo ánægð með þær. Ég var sjálf í hljómsveit áður en ég fór í leiklistarskólann en í gamla daga þá var það dáldið þannig að allt þurfti að vera svo fullkomið sem stelpurnar gerðu. Við þorðum ekki að rugla nógu mikið. Þess vegna finnst mér svo ógeðslega gaman að sjá Reykjavíkurdætur, því þær eru svo frjálsar. Þessi kynslóð af stúlk- um þorir mikið meira að rugla, hlutirnir þurfa ekki endilega að vera 100% því það er bara gaman að rugla. Að vera ekki svona markmið- asettur alltaf heldur læra að hafa bara gaman af þessu öllu saman. Og gera bara það sem manni dett- ur í hug. Það var líka eitt sem ég ákvað eftir heimsreisuna, að það er nauðsynlegt að hafa meira rugl í lífi sínu.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Halldóra Geir- harðsdóttir er ánægð með að vera komin aftur í leikhúsið eftir ársleyfi, enda sé það „skemmti- legasti vinnu- staður í heimi“. Hver er Maki: Nikkó. BöRn: 3 og 2 stjúpbörn. Uppalin: Í Fossvogi. BýR núna: Í Skerjafirði. leyndUR Hæfi- leiki: Að bakka í stæði. Halldóra Geirharðsdóttir ? 32 viðtal Helgin 31. október-2. nóvember 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.