Fréttatíminn


Fréttatíminn - 31.10.2014, Blaðsíða 22

Fréttatíminn - 31.10.2014, Blaðsíða 22
öllum þeim frábæru kennurum sem þar eru. Ég gef út mína fyrstu frumsömdu plötu sama ár og ég út- skrifast og það heyrist vel á henni að ég hafði verið í námi í FÍH, það er ýmislegt alveg eftir bókinni þar. Svo fer ég út til New York í eitt ár í nám í djasssöng og svo fékk ég bara hálf- partinn nóg af námi,“ segir Ragga. „Ég var búin að vera svo lengi í þessum djasspæl- ingum að ég fékk bara nóg.“ Er auðvelt að festast í djassinum? „Já ég held það að mörgu leyti. Í djassinum er mjög löng leið frá því að læra eitthvað og að geta eitthvað. Það fara mörg þúsund klukkutímar í æfingar á leiðinni og þá er svolítið algengt að fólk sjái ekki skóginn fyrir trénu,“ segir Ragga. „Það fer allur tíminn í að æfa sig og svo getur mikið sjálfshatur, sjálfsgagn- rýni og fullkomnunarárátta gert vart við sig því maður áttar sig á því hvað maður í raun kann og veit lítið. Það tekur mörg ár að verða frjáls og geta tjáð sig bara með tónlist og sett alla þekkinguna og kunnáttuna til hliðar. Ég þekki marga sem eru bara fullir af einhverjum sjálfsefa og ég hef alveg verið þar sjálf. Fer reyndar reglulega á þann stað. Þá er aldrei neitt nógu gott, sama hvað maður rembist.“ Eru þá ákveðnir fordómar í djassheiminum? „Já, það getur örlað á ákveðnum hroka gagnvart einfaldari tónlist. Og að sama skapi geta hlustendur verið hræddir við djass því þeim finnst þeir ekki heyra neitt út úr honum. En ég full- yrði að slíkur ótti er ástæðulaus og allir ættu að fara einhvern tímann um ævina á djasstónleika og vera opnir fyrir þeirri upplifun. Ég held að þessi djassótti hafi ekki verið til þegar djasslög voru dægurmúsík síns tíma, en í dag hefur djasstón- list orð á sér fyrir að vera keppni fyrir flinka hljóðfæraleikara. Það finnst mér sorglegt því keppni og tónlist eiga enga sérstaka samleið í mínum huga.“ 12 ára aldursmunur Ragga eignaðist sitt fyrsta barn, soninn Gunnar Magnús, fyrir tveimur og hálfu ári síðan ásamt sambýlismanni sínum, gítarleikar- anum Guðmundi Péturssyni. Hún segir margt hafa breyst við þau kaflaskil. „Þetta breytti mjög miklu finnst mér. Mér líður betur í mínu eigin skinni og það er auðveldara að for- gangsraða og sigta út hvað skiptir máli,“ segir Ragga. „Svo fylgir því líka ákveðin togstreita því þetta er óbarnvænn bransi. Maður er mikið frá á kvöldin og um helgar og stundum þarf maður að fara í langar tónleikaferðir. Við erum bæði tónlistar- menn og stundum er ég alveg að bugast yfir því hvernig ég eigi að láta þetta ganga upp. Hugsa með mér hvort ég ætti ekki bara að fá mér þægilega inni- vinnu.“ Ragga og Guð- mundur eru búin að vera par síðan 2008 og er 12 ára aldursmunur á þeim. „Við byrjuðum að hittast í kringum 2006 áður en ég fór út og svo byrjaði þetta af einhverri alvöru þegar ég flutti heim aftur, segir Ragga. Við erum miklir vinir og vinnum mjög mikið saman.“ Karlabransi Ragga er ein af stofnendum félags kvenna í tónlist, KÍTÓN, og segir hún félagskapinn mjög mikilvæg- an, ekki bara út á við heldur líka innan félagsins. „Við eigum mikið athvarf í hver annarri. Við veitum hvor annarri ráð og hjálp, og þetta er ómetanlegt tengslanet. Við höfum áorkað gríðarlega miklu frá stofnun félagsins og náð að skapa umræðu um þessi mál. Eitt af því sem okkur finnst erfitt að horfa upp á er að konur sem höfundar eru bara að fá 9% af þeim stefgjöldum sem úthlutað er. Það er of lítið að okkar mati og við viljum efla kon- ur til þess að semja meiri tónlist og skrá verkin sín, en einnig reyna að stuðla að því að tónlist eftir kon- ur fái meira vægi í samfélaginu og ekki síst útvarpsspilun. Þetta er auðvitað karlabransi að mörgu leyti en við erum að minnsta kosti fjórðungur af honum – auðvitað mikið til söngkonur og flytjendur, en líka höfundar. Við fáum oft þau skilaboð að staðan sé svona því við séum ekki nógu duglegar að koma okkur á framfæri, eða nógu frekar en ég held að málið sé flóknara en svo,“ segir Ragga. Eru konur lengur að sannfæra fólk um það sem þær standa fyrir? „Já, ég gæti trúað því að einhverju leyti. En svo má ekki gleyma því í allri kynjaumræðunni að það er mikið af tónlistarfólki, bæði körlum og konum, sem nær alls ekki í gegn með tónlistina sína. Einmitt því að það er kannski ekki nógu vel tengt í bransanum, eða innundir hjá fólki sem hefur völd innan hans. Það finnst mér leiðinlegt því við erum svo fámenn og ég myndi vilja að tónlistarmenn á Íslandi sýndu meiri samstöðu. Ef raddir sem flestra fá að heyrast er það betra fyrir menninguna okkar í heild.“ Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is Plötur röggu gröndal 2003 Ragnheiður Gröndal 2004 Vetrarljóð 2005 After the rain 2006 Þjóðlög 2008 Bella and her black coffee 2009 Tregagás 2011 Astrocat Lullaby 2014 Svefnljóð Ég gæti ekki fyrir mitt litla líf komist af án þess að fá mér daglega soja-latte. Laugardagstilboð – á völdum servéttum og kertum Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • sala@rv.is • rv.is Opið laugardaga kl. 10-16 Nýir o g fallegi r haus t- og vetrar litir í s ervétt um og ker tum ® Fulltrúar evrópskra samstarfsáætlana og þjónustuskrifstofa kynna styrki og samstarfsmöguleika. Kjörið tækifæri fyrir skóla, fyrirtæki, stofnanir og samtök að kynna sér möguleika til samstarfs á flestum sviðum menntunar, menningar og atvinnulífs. Háskólatorgi, 6. nóvember 2014 kl. 15:00-17:00 Kynning á tækifærum og styrkjum í Evrópusamstarfi l H orizon 2020 rannsókna- og nýsköpunaráæ tlun l Erasm us+ m enntun, æ skulýðsm ál og íþróttir l Evrópa unga fólksins l EU RES – evrópsk vinnum iðlun l Enterprise Europe N etw ork l ESPO N – byggðaþróun l Creative Europe – kvikm yndir og m enning l eTw inning – rafræ nt skólasam starf l N orðurslóðaáæ tlun l Europass – evrópsk ferilskrá og fæ rnipassi l Erasm us for Young Entrepreneurs l N O RA – N orræ nt A tlantshafssam starf l CO ST rannsóknasam starf l A lm annavarnaráæ tlunin l Euraxess – evrópskt rannsóknastarfatorg l N ordplus – norræ n m enntaáæ tlun l PRO G RESS – jafnrétti og vinnum ál l D aphne – gegn ofbeldi l Evrópustofa l H eilbrigðisáæ tlun ESB l U ppbyggingarsjóður EES Komdu og hittu okkur á Háskólatorgi: Allir velko mnir! www.evropusamvinna.is Helgin 31. október-2. nóvember 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.