Fréttatíminn


Fréttatíminn - 31.10.2014, Blaðsíða 16

Fréttatíminn - 31.10.2014, Blaðsíða 16
Á þriðjudagsmorgni sit ég með stírurnar í augunum að sinna morgunverkunum. Nei, þau felast ekki bara í því að kasta af sér þvagi. Mín morgunverk innihalda einnig sjóðheitan svartan kaffibolla og örsnöggt rúll yfir Feisbúkk. Mögulega tvo súkkulaðibita líka. Svona ef vel liggur á mér. Óvenju mikið er um síendur- teknar stöðuuppfærslur þennan morguninn. Margir vinir mínir (ef vini skyldi kalla – af fimmhundruð Feisbúkk vinum myndi ég heilsa svona fimmtán á förnum vegi) eru að deila ákveðnu bloggi og láta orðin „Má ekkert lengur?“ fylgja. Hér er um að ræða bloggið Trendsetterinn sem fór mikinn í síðustu viku. Þarna ryðst einhver frussandi fyndinn aðili inn í íslenskan bloggheim. Og það með látum. Trendsetterinn var hvergi banginn og tók fyrir íslenska bloggmenningu eins og hún leggur sig. Íslenskt samfélag kannski líka og hjarðhegðunina sem einkennir okkur oft á tíðum. Trendsetterinn var frökk. Dásamlega kaldhæðin. Hreint út sagt stórskemmtileg. Henni virtist ekkert óviðkomandi og var ískrandi hæðnin sem hana einkenndi virkilega hress- andi. Þegar hún stóð í myndatökum með nýja varalitinn sinn og tróð að minnsta kosti fimmtán fokdýrum hlutum frá Iittala inn á myndina. Það þurfti nánast að beita mig skyndi- hjálp fyrir framan tölvuna. Löngu tímabær brandari. Afsakið mig. Ég hef persónulega aldrei skilið hvernig fólk fer að því að troða þessu góssi inn á vel flestar myndir sem það tekur. Merkilegt hvernig blogg- færsla um kökur eða jafnvel kaktusa getur innihaldið allavega ellefu mis- munandi hluti frá Iittala. Án þess að þeir komi viðfangsefninu nokkuð við. Kannski er ég öfundsjúk. Ég á bara einn auman kertastjaka frá þessu merki. Það hefur samt aldrei hvarflað að mér að nota hann undir salt á meðan ég matreiði. Eða snæða kókópöffsið mitt úr honum. Ljómandi fallegir hlutir. Því mótmæli ég ekki. En öllu má ofgera. Ó, þegar hún kenndi svo Íslendingum að útbúa sín eigin Calvin Klein nærföt sem eru að tröllríða tískuheiminum um þessar mundir. Bara nógu fjári stórar aðhaldsnærbuxur úr Lindex (sem ég íhugaði líka að hætta að versla við, því eins og Trendsetternum var mér ekki boðið í bloggaraboðið góða á vegum Lindex um daginn) og túss- penni. Voilá, þínar eigin My Calvins eða hvað þetta nú kallast. Pissfyndið svo ekki sé meira sagt. Ég gældi við þá hugmynd að fara að hennar for- dæmi. Hver hefur efni á bómullar- brók á 5000 kall? Mér er nokk sama hvort Calvin Klein eða móðir Teresa skrifar undir þær. Ég þarf að borða. Trendsetterinn fékk ekki að baða sig í sviðsljósinu lengi áður en hún var skriðtækluð. Einhverjum blogg- urum misbauð svona líka þessi stórkostlega satíra. Sökuðu hana um einelti og að koma sér á framfæri á kostnað annarra. Margumræddur Trendsetter baðst auðmjúklega afsökunar og dró sig í hlé. Fyrr má nú aldeilis fyrr vera viðkvæmnin. Afsakið mig aftur. Ég er líka íslenskur bloggari. Ég hef ó svo margoft gerst sek um að skrifa um tilgangs- lausa hluti eins og naglalökk. Troða Kitc- henAid vélinni minni inn á myndir af ein- hverju allt öðru en mat. Ég hef stillt hlutum upp á gærudruslu til þess eins að mynda þá. Ég hef búið til grauta í krukku. Kokteila líka. Myndað þetta allt saman í bak og fyrir og bloggað eins og vindurinn. Ekki hvarflaði þó að mér að ganga í hóp þeirra sem vildu Trendsetterinn feigan. Fyrir mér var þetta eins og ferskur andvari inn í oft á tíðum einsleitan blogg- heim. Minnti mann á að hafa dálítinn húmor fyrir sjálfum sér og sjá kómísku hliðina á því hversu hégómagjörn og yfirborðskennd við eigum til að vera. Þar er ég að sjálfsögðu ekki undanskilin, almátt- ugur minn. Það er eftirsjá af Trendsetternum. Ég spyr þess sama og vinir mínir á Feisbúkk, má bara ekkert lengur? 4.990.000 kr. Kia Carens EX Árgerð 3/2014, ekinn 8 þús. km, dísil, 1.685 cc, 136 hö, sjálfskiptur, 7 manna, eyðsla 6,0 l/100 km. 3.590.000 kr. Kia cee’d EX Árgerð 3/2014, ekinn 7 þús. km, dísil, 1.582 cc, 128 hö, beinskiptur, eyðsla 4,3 l/100 km. 5.390.000 kr.4.990.000 kr. Kia Sorento EX LuxuryKia Sportage EX Árgerð 5/2012, ekinn 75 þús. km, dísil, 2.199 cc, 198 hö, sjálfskiptur, fjór hjóladrifinn, eyðsla 6,7 l/100 km. Árgerð 6/2013, ekinn 33 þús. km, dísil, 1.995 cc, 136 hö, beinskiptur, fjór hjóladrifinn, eyðsla 5,7 l/100 km. 3.390.000 kr. Kia Cee’d SW EX Árgerð 6/2013, ekinn 34 þús. km, dísil, 1.582 cc, 128 hö, beinskiptur, eyðsla 4,5 l/100 km. *Á by rg ð er í 7 ár f rá s kr án in ga rd eg i b if re ið ar Afborgun aðeins 51.170 kr. á mánuði m.v. 339.000 kr. útborgun og 90% bílalán frá Lykli í 84 mánuði. 9,15% vextir, 10,83% árleg hlutfallstala kostnaðar og lán til 84 mánaða. Nánar á lykill.is Útbo rgun aðe ins: 339. 000 kr. ÁR EFTIR AF ÁBYRGÐ Notaðir Notaðir ÁR EFTIR AF ÁBYRGÐ ÁR EFTIR AF ÁBYRGÐ Notaðir ÁR EFTIR AF ÁBYRGÐ Notaðir ÁR EFTIR AF ÁBYRGÐ Notaðir Allt að 7 ára ábyrgð fylgir notuðum Kia*Ábyrgð fylgir! NOTAÐIR BÍLAR www.notadir.is Kletthálsi 2 110 Reykjavík 590 2160 Opnunartímar: Virka daga 10–18 Laugardaga 12–16 Ég hef ó svo margoft gerst sek um að skrifa um tilgangslausa hluti eins og naglalökk. Troða KitchenAid vélinni minni inn á myndir af ein- hverju allt öðru en mat. Ég hef stillt hlutum upp á gærudruslu til þess eins að mynda þá. Guðrún Veiga Guðmundsdóttir er mannfræðinemi frá Eskifirði sem vakið hefur athygli fyrir bloggskrif sín. Hún stjórnaði sjónvarps- þættinum Nenni ekki að elda og gefur út samnefnda bók fyrir jólin. Guðrún Veiga furðar sig á tímanum sem hægt er að eyða í vitleysu án þess að yrða á annað fólk. Hún getur samt ekki stillt sig um að fylgjast með eiginkonum gamalla kærasta á netinu. Má ekkert lengur? Guðrún Veiga Guðmundsdóttir ritstjorn@ frettatiminn.is Trendsetterinn kom eins og stormsveipur inn í bloggheima og gerði gys að tískubloggurum landsins. 16 pistill Helgin 31. október-2. nóvember 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.