Fréttatíminn


Fréttatíminn - 31.10.2014, Blaðsíða 72

Fréttatíminn - 31.10.2014, Blaðsíða 72
 Í takt við tÍmann katrÍn Ásmundsdóttir Grænmetisæta með gamlan Nokia-síma Katrín Ásmundsdóttir er 22 ára laganemi í HR og annar stjórn- enda sjónvarpsþáttarins Hæpsins. Hún keyrir um á tólf ára gömlum Honda Jazz og elskar að fara í „brunch“ um helgar. Staðalbúnaður Fatastíllinn minn er einfaldur, það er eiginlega allt svart. Ég kaupi mest föt í út- löndum, í búðum eins og & Other Stories, Monki og H&M. Hugbúnaður Þegar ég er ekki í skólanum eða að vinna reyni ég að læra og að eiga gæðastund með vinum og vandamönnum og kærast- anum mínum. Mér finnst sérstaklega gaman að fara í „brunch“ um helgar eða að fara í bíó. Það er til dæmis algert möst að fara á Riff. Ég æfi í World Class en hef verið að æfa dans í Klassíska listdansskól- anum og hef í hyggju að byrja þar aftur þegar það verður aðeins minna að gera. Ég fer ekki mikið út að skemmta mér en það er alltaf gaman að fara út að borða með vinum eða kíkja á góða tónleika. Ég horfi á Homeland og Sopranos, American Horror Story og House of Cards. Svo er klassískt að detta í Sex and the City. Vélbúnaður Ég er með tvo síma, iPhone sem ekki er hægt að hringja úr eða senda sms, og gamlan Nokia-síma fyrir einmitt það. Ég nota iPhone-inn til að komast á netið og allt það. Ég myndi ekki segja að samfélagsmiðlar séu minn vettvangur, ég pósta mynd þegar ég man eftir því. Aukabúnaður Mér finnst mjög gaman að elda, það er með því skemmtilegasta sem ég geri. Það fer mikill tími í að skoða og leita að upp- skriftum en ég mætti eyða meiri tíma í að elda. Ég er grænmetiæta og græn- metis smalabaka er einn af uppá- halds réttunum mínum. Ég keypti mér bíl núna í haust – 12 ára gamlan Honda Jazz – og veit ekki hvað ég gerði án hans. Það er erfitt að ætla að fara milli skóla og vinnu í strætó. Í sumar fór ég til London með vinkonum mínum. Þetta var í fyrsta sinn sem ég kom þangað og við fórum á tónlistarhátíðina Wireless. Þar sáum við Earl Sweatshirt, Azealia Banks og Iggy Azalea og marga fleiri flotta poppara. Plötuhorn hannesar 5  ADHD Hlýlegur tregi Hljómsveitin ADHD hefur fest sig í sessi sem ein áhugaverðasta djasssveit landsins. Nýjasta plata þeirra, sú fimmta í röðinni, nefnist einfaldlega 5 og er sveitin eins og oft áður að gæla við djassstef og form í blöndu við skemmtilegar rytmapælingar. Tónlist ADHD er skandinavísk að mörgu leyti. Það gætir ein- hverrar norrænnar einlægni í þessum stefjum. Lögin eru, ef eitthvað er, aðeins þyngri en á fyrri plötum og sumstaðar minnir hljóð- heimurinn á sveitir eins og Sigur Rós og Godspeed You Black Emperor, sem er ekki leiðum að líkjast. Hlýr tónn saxófónleikarans Óskars Guðjónssonar og snyrtilegar hrynpælingar Magnúsar Trygvasonar Eliassen trommuleikara binda þennan hljóðheim saman. Þessi plata ADHD er aðeins tormeltari en fyrri plötur en samt eru einkenni sveitarinnar sterk og það er virkilega gaman að fylgjast með þróun þessarar sveitar. Bestu lög: Indjánadans- inn, Sveðjan og Eyþór Gunnarsson. vellir  Snorri Sigurðarson Fyrirmyndar frumraun Trompetleikarinn Snorri Sigurðarson er einn fremsti djasstrompetleikari landsins og er varla neinn tónlistar- maður starfandi sem Snorri hefur ekki spilað með. Vellir er hans fyrsta plata þrátt fyrir að hafa verið lengi að. Lögin eru öll eftir Snorra og nýtur hann aðstoðar hljóðfæraleikaranna Einars Vals Scheving, Agnars Más Magnússonar og Richard Anderson. Tónlistin á plötunni er góð blanda hefð- bundinna Be-Bop skotinna djasslaga og þjóðlegra stefja. Snorri leikur bæði á trompet og flugelhorn á plötunni og ég er ekki frá því að flugelhornið hafi vinning- inn hjá Snorra, þó trompet- leikurinn sé vissulega til fyrirmyndar líka. Platan rennur ákaflega ljúflega í gegn og það er greinilegt að Snorri er lunkinn tón- smiður. Vonandi líður ekki langur tími að næstu plötu. Hljóðfæraleikur á plötunni er til mikillar fyrirmyndar og hljóðheimurinn er mjúkur og áreynslulaus. Bestu lög: Hægt og sljótt, Beint í moll og Vellir. svefnljóð  Ragga Gröndal Tímamót Svefnljóð er 8. sólóplata söngkonunnar Röggu Gröndal sem þarf vart að kynna fyrir tónlistaráhuga- fólki. Lögin á plötunni eru eftir Röggu sjálfa fyrir utan eitt lag sem er eftir Guðmund Pétursson gítarleikara. Ragga sýnir á þessari plötu að hún er full- skapaður listamaður sem vert er að taka alvarlega fyrir alla sína vinnu. Platan byrjar á hinu seiðmagnaða titillagi og maður opnar ósjálfrátt eyrun og hlustar af andakt. Það er varla veikan blett að finna á þessari plötu. Söngur Röggu er gríðarlega yfir- vegaður og það heyrist vel hvaða vald hún hefur á hljóðfæri sínu. Hljóðheim- urinn er mjög fallegur og bindur lögin saman ásamt öllum hljóðfæraleik, sem er minimalískur sem gerir það að verkum að laglínur fá að njóta sín til fullnustu. Ég er á því að þessi plata verði til þess að Ragga Gröndal verður talin ein besta tónlistarkona landsins um ókomna tíð – og hana nú! Bestu lög: Svefnljóð, Landgangur, Litla barn, Ástarorð og Lifandi vatnið Lj ós m yn d/ H ar i H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA 72 dægurmál Helgin 31. október-2. nóvember 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.