Fréttatíminn


Fréttatíminn - 31.10.2014, Blaðsíða 28

Fréttatíminn - 31.10.2014, Blaðsíða 28
M ig hefði aldrei grunað að þetta yrði sá staður sem ég er á í dag. Stundum er hreint ótrúlegt hvert lífið fer með mann,“ segir Birta Árdal Bergsteinsdóttir, 23 ára stúlka úr Mosfellsbænum, sem gerðist múslimi eftir að hafa kynnst trúnni á ferðalögum erlendis og er nýflutt til Marokkó. „Það eru tvær vikur síðan ég kom hingað í þetta skiptið og hreinlega veit ekki hvað ég ætla að búa hér lengi. Það bara kemur í ljós, eða „Insha’Allah“ eins og við segjum,“ segir Birta og notar eitt algengasta orðatiltæk- ið í hinum arabíska heimi sem merkir: Ef Guð lofar. Birta segist hafa verið dæmigerð íslensk stelpa fram að tvítugu, hún er ljóshærð og bláeygð, djammaði um helgar og klæddi sig eftir ríkjandi tísku. Hún var í stuttu viðtali í Morgunblaðinu árið 2011 af því tilefni að hún var ein aðal stjarnan í söngleiknum Hairspray, sem Menntaskólinn við Sund setti upp, og ennfremur formaður nemendafélagsins. Þar segir hún frá því að draumastarfið sé annað hvort söngkona eða leikkona, að hennar uppáhalds iðja á heim- ilinu sé að knúsa mömmu og pabba og að mest af öllu langi hana til að geta farið í heimsreisu eftir útskrift. Þessi heimsreisa varð að veruleika og endaði í Marokkó. Stóru spurningar lífsins „Eftir útskrift úr MS fór ég fyrst með vinkonu minni, síðan fór ég til Mexíkó og loks til Vestur-Afríku þar sem ég var á þriðja mánuð,“ seg- ir Birta. Hún kom aftur til Íslands en ævintýraþráin kallaði og í þetta skiptið fór hún til Marokkó að heimsækja vini sem hún hafði eignast þegar hún var í Senegal. Það var í mars 2012 sem hún kom fyrst til Marokkó og bjó þá í sjávarbænum Essaouira um 200 kílómetrum vestan við Marrakesh þar sem hún vann á hosteli fyrir mat og húsnæði. „Ég fékk vinnu hjá þessum vinum mínum á hostelinu. Ég var þá úti í þrjá mánuði og við ræddum aldrei trúmál. Þetta var bara rétt eins og í íslensku samfélagi er iðkun kristni ekki stór hluti af daglegu lífi,“ segir hún og bendir á að trúarviðhorf séu mun frjálslegri í Marokkó en til að mynda í Sádi-Arabíu þar sem samfélagið er mjög strangtrúað, og í Marokkó á hún bæði strákavini og stelpuvini. „Ég kynntist þeim mjög vel og við vorum öll að velta fyrir okkur hinum stóru spurningum lífsins um af hverju við erum hér og hver sé tilgangur lífsins. Við vorum gagnrýnin á þá neysluhyggju og ofgnótt sem víða er við lýði. Í nútímasamfélagi búum við víða við að eiga allt og erfiðum ekki fyrir lífsnauðsynjum heldur fyrir einhverju sem við þurfum ekki á að halda.“ Þeir vinir sem Birta eignaðist úti voru frá Marokkó en höfðu ferðast um heiminn, kynnt sér aðra menningarkima og velt upp gagnrýnum spurningum. „Einn þeirra bjó á Spáni í áratug og kann 6 tungumál,“ segir hún til skýringar. Birta sneri aftur til Íslands eftir 3ja mánaða dvöl en fannst hún sogast aftur inn í hringiðu neysluhyggju, langaði að leggja meiri rækt við sinn innri mann og fór aftur til Marokkó. „Þegar ég kom aftur út fann ég að þessir vinir mínir höfðu breyst, á jákvæðan hátt. Þá kom í ljós að þeir voru byrjaðir að stunda trúna, lesa Kóraninn og leita meira inn á við. Þeir sögðu mér að þeir væru búnir að finna svörin við öllum spurningunum sem við hefðum verið að velta fyrir okk- ur og þau stæði svart á hvítu í Kóraninum.“ Birta segist nánast hafa hlegið að þeim í fyrstu og líkir þessu við þau viðbrögð sem dæmigerður Íslendingur myndi fá ef hann tilkynnti að hann hefði fundið öll svör lífsins í Biblíunni. „Ég varð samt mjög forvitin og við tóku daglegar djúpar samræður svo vikum skipti.“ Var áður trúlaus Fyrir þetta var Birta trúlaus og fannst trúarbrögð frek- ar hafa slæmar afleiðingar fyrir samfélög en hitt. Hún segir erfitt að útskýra hvað það var sem heillaði hana við íslam. „Eftir að hafa rætt sleitulaust um lífið og til- veruna fór ég að fá sterka tilfinningu fyrir því að það væri eitthvað æðra og við værum á jörðinni af ástæðu. Ég fór að lesa mér til um trúarbrögð, ekki bara íslam. Að vera múslimi skilgreinir þig á þann hátt að þú trúir að það sé bara einn guð, einn Allah eða eitt almætti. Múslimar trúa því líka að Múhameð hafi verið sendiboði Allah, eða Guðs, en með því að trúa að hann hafi verið sendiboði Guðs trúir mús- limi líka að allir hinir sendiboðarnir hafi verið til; Abraham, Jesú og Móses. Það er ekkert í trú múslima sem girðir fyrir að Búdda hafi verið sendiboði Guðs. Múslimar setja Jesú á háan stall en það sem greinir á er að múslimar líta ekki á hann sem son Guðs heldur einn af sendiboðunum. Þetta eru ólíkir sendiboðar sem komu á ólíkum tímum en Múhameð er sá sem kom með síðustu skilaboðin og því líta múslimar á að hann hafi fullkomnað skilaboðin.“ Samkvæmt trúnni fæddist Múhameð spámaður 20. apríl 570 í borginni Mekka í Sádi-Arabíu. Hann varð snemma munaðarlaus en þegar hann var þrítugur fékk hann vitrun frá erkienglinum Gabríel sem sagði honum að hann væri spámaður Guðs og ætti að bera út boðskap hans. Þremur árum seinna byrjaði hann að predika en til að byrja með virtu hann fæstir viðlits. Birta segir sögu Múhameðs hafa haft mikil áhrif á sig en tekur fram að hún trúi ekki á Múhameð heldur Allah. „Múhameð var maður rétt eins og Jesú var maður. Þeir höfðu þó tengingu sem við hin höfum ekki og munum aldrei hafa.“ Slæðan samræmist femíniskum gildum Birta lagðist í mikla sjálfsskoðun, sneri í raun við öllum þeim gildum sem hún hafði viðhaft og lagð nýtt mat á lífið og tilveruna. „Eftir að ég gerðist múslimi í hjartanu ákvað ég að fara aftur til Íslands og sannreyna hvort trúin væri sönn eða hvort ég væri mögulega að verða fyrir áhrifum frá vinum mínum í Marokkó. Ég fór að vinna við tamningar úti í sveit, tók með mér fjöldann allan af bókum um íslam og vildi sjálf upplifa að sjá ástæðuna fyrir þessu öllu.“ Almennt er talað um fimm stoðir íslam sem allir múslimar fylgja og ein þeirra er að biðja fimm sinnum á dag. „Mér fannst í fyrstu alveg fáránlegt að biðja fimm sinnum á dag bara því það á að gera það fimm sinnum. Ég byrjaði á að biðja einu sinni, þegar mig langaði til þess og þegar mér hent- aði. Ég fann síðan hversu mikið það gaf mér að biðja, að leggja ennið á jörðina einu sinni á dag og jarðbind- ast. Rétt eins og hugleiðslan hjá búddistum þá náði ég með þess- um hætti að tengja sjálfa mig og minna mig á hversu mikil- vægt er að gleyma mér ekki í daglegu amstri yfir stressi sem engu málið skiptir. Ég ákvað síðan að fjölga því hversu oft ég bað og ákvað loks að prófa að biðja fimm sinnum á dag. Ég bið enn fimm sinnum á dag og finn hvað það er mér nauðsynlegt.“ Annað sem Birtu fannst í fyrstu frek- ar tilgangslaust var að bera slæðu yfir hárinu á sér. „Við Íslendingar og margir aðrir tengja slæðuna helst við kúgun, að konur í múslimalöndum hafi ekki rétt- indi og að þeim sé ætlað að hylja líkam- ann fyrir karlmönnum. Þegar ég byrjaði að kynnast íslam fannst mér erfitt að skilja tilgang slæðunnar. Ég er mikill femínisti og í dag samræmist notkun hennar algjörlega mínum femínísku gild- um. Það hefur enginn sagt mér að setja slæðu á höfuðið og það stendur ekkert um notkun slæðu í Kóraninum. Þar eru hins vegar fyrirmæli um að ekki skuli horfa á fólk af hinu kyninu á kynferðis- legan hátt, en það eru fyrirmæli bæði til karla og kvenna. Eitt af því sem hafði úrslitaáhrif á það að ég tók upp slæðuna eru þær staðalmyndir sem fylgja notkun hennar. Ég vildi nota slæðuna til að sýna að íslensk stelpa með blá augu getur kosið að bera slæðu,“ segir Birta sem ákvað í ágúst á þessu ári að byrja að nota hana en þá var hún stödd á Íslandi. „Slæðan er mjög persónuleg fyrir hverja konu. Fyrir mig var þetta skref í minni andlegu vegferð og líka til að minna mig á að halda sjálfri mér fyrir mig og engan annan. Ég kýs að klæðast fötum sem sýna ekki brjóstaskoruna, leggina eða magann. Áður fór ég á djammið eins og hver önnur íslensk stelpa og klædd samkvæmt hefðbundnum íslenskum stöðum. En þetta er núna mitt val. Ég tel það ekki neins annars hvernig ég er vaxin eða hvernig líkami minn lítur út. Klæðnaður sem hylur líkamann er líka vörn fyrir staðalímyndum um Ég heiti Birta og ég er múslimi Birta Árdal Bergsteinsdóttir er 23 ára stúlka úr Mosfellsbænum sem gerðist múslimi eftir að hafa kynnst trúnni á ferðalögum erlendis og er nýflutt til Marokkó. Birta segist hafa verið dæmigerð íslensk stelpa sem djammaði um helgar og klæddi sig eftir ríkjandi tísku en gengur nú með slæðu á höfðinu. Birta var á Íslandi þegar hatrammar umræður áttu sér stað um mosku í Sogamýri og segir hún að sér hafi sárnað mjög. Hún er heilluð af íslam og Múhameð spámanni og segir umræðuna á Vesturlöndum oft vera á villigötum. Hver er Fæðingardagur: 26. janúar 1991 og uppalin í Mosfells- sveit. Foreldrar: Bergsteinn Björg- úlfsson kvikmynda- tökumaður og Sigríður Þóra Árdal hönnuður. SyStkini: Bjarmi Árdal Berg- steinsson, 26 ára og Sindri Árdal Berg- steinsson, 17 ára. HjúSkapaStaða: Einhleyp og barnlaus. FélagSStörF: Ármaður Skóla- félags Mennta- skólans við Sund 2010-2011. ÁhugaMÁl: Mikil hestakona, á eigin hesta og starf- aði við tamningar. náM og StörF: Lauk framhalds- prófi í klassískum söng frá Söngskól- anum í Reykjavík. Hefur starfað við kvikmyndagerð og var meðal annars annar aðstoðarleik- stjóri Hross í Oss Birta Árdal Bergsteinsdóttir ? Framhald á næstu opnu Birta Árdal Bergsteinsdóttir kynntist íslam upphaflega í Marokkó og er nú nýflutt þangað til að læra arabísku og finna sig betur í trúnni. Ljósmynd/Lindsey Rose Inman 28 viðtal Helgin 31. október-2. nóvember 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.