Fréttatíminn


Fréttatíminn - 31.10.2014, Blaðsíða 58

Fréttatíminn - 31.10.2014, Blaðsíða 58
58 matur & vín Helgin 31. október-2. nóvember 2012 Íslenska landsliðið í fótbolta komst ekki á HM og sömuleiðis ís- lenska landsliðið í handbolta en það er í það minnsta eitt lands- lið sem er á leiðinni á HM og það er kokkalandsliðið. Liðið, sem skipað er mörgum okkar færustu matreiðslumönnum, er á leiðinni á heimsmeistaramótið sem haldið verður í Lúxemborg í nóvember. Vín vikunnar F lestir para vín með grunn-þætti máltíðarinnar, sem er yfirleitt prótínið, rautt kjöt, fuglakjöt eða fiskur og það er fín- asta regla. Stundum borgar sig að para vínið með öðrum þáttum eins og sósu eða kryddi en það er önnur saga. Þegar vín og prótín eru pöruð saman er grunnreglan sú að finna vín sem hefur svipuð einkenni og maturinn, ljós einföld vín með léttri áferð fyrir léttari máltíðir eins og hvítan fisk og salöt og dökk, fyllri og flóknari vín með flóknari og bragðmeiri mat. Fullyrðingin hvítt með fiski og rautt með kjöti stendur alveg fyrir sínu en þó ekki alveg. Með feitari fiskum eins og laxi og silungi og jafnvel skötusel er t.d. oft gott að vera með léttari rauðvín eins og Pinot Noir, sérstaklega ef hann er grillaður og með léttara kjöti eins og sumu svínakjöti og kálfakjöti (ef þú finnur það) getur virkað vel að vera með þyngri og fyllri hvítvín eins og kalifornískt Chardonnay. Shiraz-vín eiga það til að vera í þyngri kantinum og vel krydduð. Þetta Shiraz er er í þá áttina en milt engu að síður miðað við og nær einnig að vera vel rúnnað með ágætsifyllingu. Dökkt vín með dökkum berjum og plómum. Byrjar örlítið sætt en endar þurrt. Tilvalið með krydduðum mat, t.d. þyngri pottréttum með kjöti eða jafnvel sterkrydduðum asískum mat. Mureda Tempranillo Gerð: Rauðvín Uppruni: Spánn, 2013 Styrkleiki: 14,5% Þrúga: Tempranillo Verð í Vínbúðunum: 1.899 kr. Mureda er tiltölulega nýtt vörumerki í ÁTVR. Þetta líf- rænt ræktaða Tempranillo- vín frá þeim lætur ekki mikið yfir sér en kemur ágætlega á óvart. Milt, auðdrukkið og bragðgott er það með berjakeim og örlítilli sveit. Tannínin eru þarna en þau taka ekki völdin. Þetta er ekta létt rauðvín til að drekka með tómatpasta og öðrum létt- ari réttum sem hugsanlega annars hentuðu þyngra hvítvíni. Einfalt með einföldu og flókið með flóknu Suður Afríka er spennandi víngerðarland. Þetta vín er ekta fordrykkur. Þurrt og ferskt með sítrus og ávexti og ekkert mikið meira um það að segja. Það væri gaman að prófa það með sushi útaf þurrleikanum sem virkar oft vel á móti edikinu í sushi. Ef það er drukkið með fiski er líklega best að hafa réttinn eins einfaldan og hægt er. Alsace í Frakklandi er prýðis- svæði með mörgum úrvalsvínum. Þetta vín er eilítið sætt og milt og rennur niður án teljanlegra átaka. Ávaxtaríkt er það og sætan kemur eiginlega mest þaðan enda er hún ekkert aðalatriði. Flestir myndu para þetta vín saman við óágengan mildan mat eins og kjúlla en sætan gerir það að verkum að vínið getur alveg staðið af sér smá seltu eins og í reyktu kjöti o.þ.h. Wyndham Bin 555 Shiraz Gerð: Rauðvín Uppruni: Ástralía, 2012 Styrkleiki: 14,2% Þrúga: Shiraz Verð í Vínbúðunum: 2.599 kr. Arthur Metz Pinot Gris Gerð: Hvítvín Uppruni: Alsace, Frakkland 2013 Styrkleiki: 12,5% Þrúga: Pinot Gris Verð í Vínbúðunum: 2.299 kr. La Motte Sauvignon Blanc 2013 Gerð: Hvítvín Uppruni: S-Afríka 2013 Styrkleiki: 13% Þrúga: Sauvignon Blanc Verð í Vínbúðunum: 2.299 kr. Höskuldur Daði Magnússon Teitur Jónasson ritstjorn@frettatiminn.is S: 1819 | 1819. IS ÞR ÆL GA MA N S á sem þetta skrifar er áhuga-samur um mat og matseld og því var stutt í jáið þegar boðið kom um að mæta á eina af lokaæf- ingum fyrir heimsmeistaramótið og borða hádegismat af keppnis- seðlinum. Ég vissi svo sem ekki mikið um matreiðslukeppni annað en það sem gerist í Masterchef í sjónvarp- inu. Helst það að það sem gerist í Masterchef fer ekkert út fyrir Masterchef, en það er önnur saga. Vissi þó að maturinn er hjúpaður í gelatíni eða einhverju jukki til að hann standist tímans tönn þar til dómararnir komast í að dæma. Sem betur fer var það bara hálf sagan því kokkarnir eru dæmdir bæði á þessu kalda borði þar sem allt er hjúpað og líka eftir heitu borði, venjulegum, eða kannski ekki svo venjulegum, þriggja rétta matseðli þar sem 110 gestum er þjónað til borðs. Dómararnir grípa svo tíu diska af handahófi til að dæma svo það er eins gott að halda gæðunum uppi. Sem betur fer fyrir mig var það æfing á heita matnum sem boðið var í þetta þriðjudagshádegi. Byrjað var á forrétti, en ekki hvað. Í honum var meðal annars humar og þorskur og var rétturinn borinn fram með skelfiskssósu og vineg- rette. Ég ákvað að geyma humar- inn til síðast af því að hann er svona spari. Komst þó fljótlega að því að kokkalandsliðið eldar fisk ekki eins og allir hinir því humarinn var vissulega ljúffengur en þorskurinn, sem var hægeldaður, var með því betra sem ég hef smakkað lengi og vinegrettið var út úr þessum heimi. Lambakjöt í sparifötunum Í aðalrétt var borið fram lamba- kjöt, hvað annað. Ég kom stykkinu ekki fyrir mig en það reyndist við nánari athugun vera frá mjöðm dýrsins. Ég hugsa að það hafi verið við hlið þorsksins í hægelduninni því ég gat tuggið mjöðmina með augnlokunum, svo mjúk var hún. Á diskinum var líka maukelduð tungu- og skankablanda sem rann einstaklega ljúft niður. Allt meðlæti var augljóslega vel hugsað og ef það hefði þótt samfélagslega ásættan- legt í félagsskapnum þetta hádegið Kokkalandsliðið er ekki skipað neinum aukvisum úr greininni og augljóst að framtíðin er björt í matreiðslu á Íslandi. Ljósmyndir/Hari Löns hjá landsliðinu hefði ég sleikt diskinn í lokin. Eftirrétturinn bar keim jarðar- berja og sendi mig með afar ljúf- fengt eftirbragð út í daginn. Það eina sem vantaði eftir matinn var að ég kæmist heim í kósíföt og upp í sófa. Svona rétt til að melta þessa ljúfu máltíð landsliðsins með þeim hætti sem hún átti skilið. Haraldur Jónasson hari@frettatiminn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.