Fréttatíminn


Fréttatíminn - 31.10.2014, Síða 6

Fréttatíminn - 31.10.2014, Síða 6
Í viðtali við Fréttatímann í síðustu viku lýsti Díana Ósk Óskarsdóttir því hvernig fíkniefni hefðu verið hennar flóttaleið frá óöryggi og vanlíðan í kjölfar ofbeldisfullra heimilisaðstæðna. Í sinni fyrstu meðferð, þegar hún var sextán ára, fann hún ekki það öryggi sem hana sárlega vantaði þar sem framkoma eldri manns í hennar garð kom henni úr jafnvægi. Hún fór í fjölda meðferða áður en hún náði bata, þá tvítug að aldri. Díana, sem starfar sem meðferðarfulltrúi í dag, er algjörlega mót- fallin því að karlar og konur séu í meðferð á sama stað. Ófagleg svör frá landlækni Rótin, félag um málefni kvenna með áfeng- is-og fíknivanda, sendi landlækni bréf í apríl árið 2013 þar sem þess var krafist að yfirvöld tryggðu öryggi kvenna í áfengis- meðferð. Í svari frá landlækni sem barst í síðustu viku kemur fram að öryggismál kvenna sé viðfangsefni sem sífellt sé verið að vinna með og að boðið sé upp á sérstaka 10 daga kvennameðferð á Vík að lokinni meðferð á Vogi, þar sem karlmenn undir 55 ára aldri séu ekki til staðar. Einnig er Rótarkonum bent á að fara í samstarf með SÁÁ, en Rótin varð upphaflega til vegna klofnings við SÁÁ. „Við vorum mjög óánægðar með þetta svar landlæknis og fannst það ófaglegt,“ segir Kristín Páls- dóttir, ein stjórnarkvenna Rótarinnar. „Við ætlumst til að ríkið setji fram hugmyndir um það hvernig þjónustu það vilji kaupa. Að aðeins sé talað við yfirlækni á Vogi en ekki notendur kerfisins þýðir að málið er skoðað út frá mjög þröngu sjónarhorni og að hagsmunir aðeins eins aðila komi fram.“ Birtingarmyndir ofbeldis eru mis- jafnar Kristín Pálsdóttir segir Rótarkonur hafa marga vitnisburði notenda kerfisins og þar að auki starfsfólks á Vogi, sem lýsi áhyggjum af samskiptum kynjanna á Vogi. „Það eru engin meðferðarúrræði í boði í dag sem eru einungis fyrir konur. Víkinga- meðferðin á Staðarfelli er eina kynjaskipta eftirmeðferðin í dag, en hún er fyrir karla. Í kvennameðferðina á Vík fara karlar líka, eldri en 55 ára.“ „Ég hef sjálf farið í gegnum þetta með- ferðarprógram og veit af eigin raun hvernig þetta er, sem og margar konur í Rótinni.“ Kristín bendir á að ofbeldið sem eigi sér stað í meðferðum sé ekki endilega sýnilegt enda séu birtingarmyndir ofbeldis mjög misjafnar. „Þetta þarf ekki endilega að vera mjög gróft ofbeldi, stundum er þetta bara maður sem horfir mikið á þig en það getur auðveldlega komið veikri mann- eskju úr jafnvægi.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is  Meðferð rótarkonur ósáttar við svör landlæknis Engin sérstök meðferðar- úrræði fyrir konur Meðferðarheimilið Vík á Kjalarnesi er eini staðurinn þar sem boðið er upp á sérstakt með- ferðarúrræði fyrir konur, en þar eru samt líka karlmenn, eldri en 55 ára. Eina kynjaskipta eftir- meðferðin er Víkingameðferðin á Staðarfelli, en hún er fyrir karla. Allar meðferðir byrja á sjúkrahúsinu Vogi áður en farið er í eftirmeðferð. Engin eftirmeðferð eingöngu fyrir konur er í boði, einungis fyrir karla. Ljóssmynd/Nordic Photo/Getty 60.524 Fjöldi innritAnA á Vog 1977–2009 Fjöldi EinStAKlingA ÞAr AF Konur Ársrit sÁÁ 2007-2010 vogur 60.524 5.903 R E Y K J AV Í K | A K U R E Y R I nemendur í Fossvogsskóla með yfirmanni mötuneytisins, Halldóri Halldórssyni. Ljóssmynd/Reykjavíkurborg  næring næringargildi Matseðla Í ölluM leik- og grunnskóluM reiknað út Fossvogsskóli fyrstur til að birta næringargildi matseðla Erla Hlynsdóttir erla@ frettatiminn.is Fossvogsskóli er fyrsti skólinn í Reykjavík til að birta matseðla með nákvæmum útreikningum á næringargildi þess sem er á matseðlinum hverju sinni. Á vef skólans má einnig sjá meðaltals næringarsamsetningu og inni- hald hráefna á matseðlinum. Fyrir tæpu ári hóf mötuneyt- isþjónusta skóla- og frístunda- sviðs að innleiða þjónustu- staðal fyrir mötuneyti leik- og grunnskóla. Einn þáttur í inn- leiðingunni er að allir matseðl- ar í skólum Reykjavíkurborgar verði næringarútreiknaðir og í samræmi við ráðleggingar embættis landslæknis. Allir skólar munu fá aðgang að gagnagrunninum þegar þjónustustaðallinn hefur verið innleiddur í öllum hverfum. Nú þegar hafa tvö hverfi byrj- að að nota gagnagrunninn við matseðlagerð, Grafarvogur og Laugardalur/Háaleiti, og má þess vænta á næstunni að fleiri skólar bætist við sem birta matseðla með útreiknuðu nær- ingargildi. Á vef Fosssvogsskóla má til að mynda sjá að hádegismatur- inn í dag, föstudag, er tómat- súpa með beikoni, heimabakað brauð og mjólkurglas. Með því að smella á hvert og eitt heit má sjá útlistun á innihaldsefnum og næringargildi – sundurliðað eft- ir súpunni, brauðinu og mjólk- inni – og svo kökurit þar sem sjá má skiptingu á milli kolvetnis, próteins og fitu. 6 fréttir Helgin 31. október-2. nóvember 2012

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.