Vísbending


Vísbending - 24.12.2012, Síða 19

Vísbending - 24.12.2012, Síða 19
19 Forseti Íslands var á erlendum vettvangi nefndur Dalai Lama norðursins. Þetta varð tilefni til eftirfarandi hugleiðingar: Snow sagðist hafa frétt af því að á Íslandi væri eins konar útibú frá hinu fræga vaxmyndasafni Madame Tussaud. „Eins og allir vita eru vaxmyndirnar þar svo eðlilegar að maður nánast heilsar þeim. En á Íslandi ganga þær sprelllifandi um götur höfuðborgarinnar. Ríkisstjórnin er til dæmis undir forystu Móður Teresu vestursins, konu sem hefur helgað bágstöddum allt sitt líf. Allt bendir til þess að í lok stjórnartímabils hennar náist það takmark að allir landsmenn verði bágstaddir.“ Og Snjómaðurinn hélt áfram: „Helsti samstarfsmaður hennar gekk þvert yfir Ísland fyrir nokkrum árum. Þetta hefur enginn gert nema Gandhi á Indlandi. Þarna eru Móðir Teresa og Gandhi saman og leiða þjóðina með Dalai Lama í forsæti.“ Lifandi vaxmyndasafn, 12. tbl. að lokum ráð sem Heldur gildi sÍnu árið 2013: lokaorð perssons voru: „þið verðið að laga hagstjórn- ina. ef þið gerið það ekki sjálf gerir einhver annar það fyrir ykkur.“ Heimssýn frjálslynds jafnaðarmanns, 47. tbl. Þróun síðustu ár hefur orðið sú sem vonast var eftir, að Ísland yrði ekki einungis tákn heimskreppunnar sem hófst árið 2008 heldur ekki síður tákn viðreisnar. En þótt greiðist úr skammtímavandamálum, á enn eftir að leysa mörg langtímavandamál. Eitt slíkt er að hanna peningakerfi sem ekki brotnar í fyrstu vindhviðum. Viðsnúningur, Gylfi Zoega, 27. tbl. Þegar litið er til næstu 5-10 ára eða svo mun gengi íslensku krónunnar verða veikt og mun veikara en það hefur verið síðustu áratugi. Hið veika gengi kemur til af nauðsyn því Ísland þarf að viðhalda góðri samkeppnishæfni til þess að auka útflutningsframleiðsluna. Vöxtur í vændum? Ásgeir Jónsson, 3. tbl. Stöðugt gengi er forsenda fyrir stöðugu verðlagi hér á landi. Kerfi með föstu gengi myndi því framkalla stöðugra verðlag og gera afnám verðtryggingar mögulega. Þátttaka í evrópska myntsamstarfinu virðist eina framkvæmanlega fastgengiskerfið. Valið stendur því á milli þess að taka þátt í evrusamstarfi eða hafa fljótandi gengi með Tobin-skatti og öðrum aðgerðum sem ætlað er að draga úr sveiflum á gengi krónunnar. Tobin-skattur og peningastefnan, Gylfi Zoega, 4. tbl. Í raun er því ekki hægt með afdráttarlausum hætti að komast að endanlegri niðurstöðu um hvaða gengisfyrirkomulag henti Íslendingum um alla framtíð út frá hagfræðilegri greiningu. Loks er óhjákvæmilegt að málið sé útkljáð á pólitískum vettvangi. Kostir og gallar mismunandi fyrirkomulags gengismála, Þórarinn G. Pétursson, 39. tbl. Fyrst skapaði íslenska krónan hér falskt góðæri í upphafi aldarinnar og svo lokaði hún landinu með gjaldeyrishöftum. Skortur á samkeppni á fjármálamarkaði kallar á misskilning, Bolli Héðinsson, 20. tbl. Frá því að verðbólgumarkmið var tekið upp hefur vanspá verðbólgu verið mun algengari en ofspá og á það bæði við ársspár og mánaðarlegar spár sem oft eru birtar nokkrum dögum fyrir birtingu vísitölu neysluverðs. Ónákvæmni í verðbólguspám, Yngvi Harðarson, 42. tbl. Vel má færa sannfærandi rök gegn útbreiddri notkun verðtryggingar á Íslandi. Hún minnkar áhrifin af vaxtaákvörðunum Seðlabankans. Jafnframt má færa fyrir því rök að verðtryggingin dragi úr aðhaldi við hagstjórn með því að minnka neikvæð áhrif verðbólgu. Þessi grein dregur þó í efa að þá fullyrðingu að meginrök gegn verðtryggingu lána séu að slík lán séu sérstaklega óhagstæð fyrir lánþega. Verðtrygging og greiðslubyrði, Daði Már Kristófersson, 16. tbl. Lykillinn að því að á Íslandi geti verið stöðugleiki til lengdar er að verðbólga sé svipuð hér og í nágrannalöndum. Það verður ekki nema launahækkanir verði ekki umfram það sem fyrirtækin geta borið. Ný þjóðarsátt: Hvað ef við kynnum okkur hóf? 15. tbl Sumir þóttust sjá vonarglætu, en peninga- og gengismál voru greinarhöfundum hugleikin: Eftir stendur spurningin um hvers vegna stórir bankar, sem hafðu átt að vera öðrum fyrirmynd, stóðu í braski og svindli. Hvers vegna var ekki eftirlitskerfi í bönkunum sem varaði við því hvað var í gangi? Bankar eða veðbankar? 26. tbl. Það virðist því mega álykta sem svo að kostnaður íslenskra skattgreiðenda verði um það bil fimm sinnum meiri en kostnaður breskra skattgreiðenda vegna þeirra áfalla sem dundu á fjármálafyrirtækjum á tímabilinu frá 2007 og fram til dagsins í dag. Kannski segir það einhverja sögu um gæði bankaeftirlitskerfa og bankaeftirlitsstofnana í löndunum tveim? Kostnaður ríkissjóðs vegna falls fjármálafyrirtækja, Þórólfur Matthíasson, 43. tbl. Sanngirnisrök mæla með því að reynt verði að leysa vanda þeirra sem skulda mest með því að lækka greiðslubyrði. Þeim sem skulda meira í húsum sínum en þeir eiga verði leyft að skila húslyklunum og vera þannig lausir allra mála. Skynsemisrök mæla með því að horft sé heildstætt á þennan vanda því að þjóðfélagið líður fyrir hann. Hann verður aldrei minnkaður ókeypis og eiginfjárvandinn aldrei bættur að fullu. Samfélagsvandi, 45. tbl. Verðbólga og vextir voru aldrei langt undan:

x

Vísbending

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.