Vísbending


Vísbending - 24.12.2012, Side 20

Vísbending - 24.12.2012, Side 20
20 FARA ÞJÓðFRELSI Og vIðSKIpTAFRELSI EKKI SAmAN HJá ÍSLENDINgum? E inni stundu fyrir hádegi, föstudaginn 15. apríl árið 1904, var öllum verslunum lokað í Reykjavík og gefið frí í skólum. En á hádegi söfnuðust verslunarmenn bæjarins saman á Lækjartorgi. Það gengu svo 150-200 manns fylktu liði í „skrautgöngu“ undir lúðrablæstri til kirkjugarðsins við Suðurgötu samkvæmt frásögn blaðsins Ísafoldar. Veðrið var bjart og fagurt og íslenski fáninn og hinn danski voru bornir fyrir fylkingunni en einnig blöktu fánar við hún á öllum verslunum bæjarins. Þegar til kirkjugarðs var komið var lagður blómsveigur að leiði Jóns Sigurðssonar og Björn Jónsson, ritstjóri Ísafoldar, hélt ræðu. Blað ritstjórans fullyrti að þar í kirkjugarðinum hefði mannfjöldi verið samankominn er nema mundi mörgum þúsundum. Síðan spilaði „lúðraþeytaraflokkurinn“ Ó Guðs vors lands og viðstaddir tóku ofan til þess að votta Jóni forseta virðingu sína. Og svo sneri skrúðgangan aftur við með lúðrablæstri til Lækjartorgs. Tilefni skrúðgöngunnar var hálfrar aldar afmæli verslunarfrelsis, en þann fimmtánda apríl 1854 höfðu síðustu leifar dönsku verslunareinokunarinnar verið afnumdar með undirritun konungs á fríverslunarlögum fyrir Ísland í „höllu Vorri við Friðriksborg“. Hátíðarhöldunum var síðan framhaldið um kvöldið á milli sex og tíu á samkomum víðs vegar um bæinn. Verslunarmenn sátu til borðs í Iðnó, sem þá var stærsti salur bæjarins, en verslunarkonur á Sigríðarstöðum. Aftur á móti sátu skólapiltar í Bárubúð og stúdentafélagið á Hótel Reykjavík. Á þessum samsætum voru ekki aðeins fluttar ræður heldur var frelsið einnig lofsungið með sérstökum „Verzlunarfrelsis- ljóðum“ sem Jón Ólafsson, ritstjóri og Alaskafari hafði samið í tilefni dagsins. Kvæðabálkurinn „Verzlunarfrelsisljóð“ taldi nítján erindi og hljóða tvö af síðustu erindinum svo: áSgEIR JÓNSSON HAgFRæ‹INguR

x

Vísbending

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.