Þjóðlíf - 01.10.1987, Side 7

Þjóðlíf - 01.10.1987, Side 7
EFNISYFIRLIT FRÉTTATÍMARIT 6. TBL. 3. ÁRG. JÚNÍ 1987 Frá ritstjóra PRJÓSEMI íslendinga hefur farið hríð- '®kkandi undanfarin 30 ár. Einhverra hluta vegna hefur þessi staðreynd ekki Vakið jafn mikla athygli og umræðu og skyldi. Fækkun þjóðarinnar ætti þó að Vera öllum áhyggjuefni, ekki síst þeim Setn fara með stjórn landsins. Baldur Kristjánsson fjallar um þessi mál í ÞJÓÐ- LIFI og höfum við kosið að gera þau að forsíðuefni blaðsins að þessu sinni. Grein s,na kallar Baldur Framtíð án barna? og Þar lýsir hann m.a. því hvað megi gera hafi tólk á annað borð áhuga á framtíð fallri barna. Eitt af því sem Baldur nefnir sem ástæðu minnkandi barneigna er eftirfarandi: „Á sama tíma og foreldrar sjá aukinn kostn- að og óþægindi sem hljótast af börnum er gtfurlegt framboð af alls kyns varningi, Þægindum og afþreyingu sem hægt er að kaupa fyrir peninga, sem jafnvel kemur í staöinn fyrir börn. Fólk eygir möguleika á Þ*gilegu lífi og að eignast það sem hugur- >nn girnist með því að afsala sér frekari °arneignum.“ 9 ERLENT • Ronald Reagan forseti Bandaríkjanna skipaði á dögunum yfirlýstan hægri mann í embætti hæstaréttar- dómara og hefur sú skipan vakið mikinn úlfaþyt þar vestra, skerpt pólitískar andstæður og litað baráttu þeirra sem nú berjast við að hljóta útnefningu sinna flokka í forsetabaráttuna á næsta ári. Jón Ásgeir Sigurðsson reifar þessar deilur. • Núverandi forseta Indónesíu, Suharto, skortir með öllu það sem forveri hans í embætti, Sukarno, hafði: hæfileikann til að hrífa fjöldann með sér. Á erlendum málum er þessi hæfileiki kallaður karisma og hann hafa fáir til að bera. Suharto hrífur ekki þjóðina með sér og því magnast óánægja með einræðisstjóm hans dag frá degi. • Enginn efast lengur um umbótavilja Gorbatsjofs, en hversu langt munu valdastéttimar í Sovétríkjunum leyfa honum að ganga? • Dauði Rúdolfs Hess og umræður'um nasismann í V-Þýskalandi. • Heimsókn Honeckers forseta A-þýska Alþýðulýðveldisins til V-Þýskalands fyrir nokkm vakti mikla athygli heimspressunnar, en þetta var í fyrsta sinn sem a-þýskur þjóðarleiðtogi heimsótti landa sína handan við múrinn. • Patricia Schroeder hefur lýst yfir áhuga á að berjast fyrir útnefningu Demókrata- flokksins sem forsetaframbjóðandi hans í kosningunum 1988. Hver er hún? • ítölskum þingmönnum barst óvæntur liðsauki eftir kosningarnar í haust er klámdrottningin Cicciolina náði kjöri • Kosningar á Álandseyjum • Þingkonur heimsins • Brú yfir Eystrasalt. 26 INNLENT f leit að fullnægingu: Á síðustu misserum hefur borið æ meir á því, að fólk sæki námskeið af öllu tagi. „Andleg sjálfstyrkingarbylgja" virðist nú ganga yfir þjóðina og birtist hún í mörgu formi, hvort heldur um er að ræða námskeið hjá Stjómunarskólanum í tímastjómun eða hugræktarskóla Sigvalda eða föstum og stólpípum. ÞJOÐLIF gerir grein fyrir þessari bylgju. • Stjómmálin í upphafi þinghalds. • íslendingum fer nú fækkandi í stað fjölgandi og ef svo heldur áfram sem horfir mun atvinnulíf lenda í mestu vandræðum á komandi ámm svo og munu útgjöld hins opinbera til velferðarkerfisins stóraukast. Framtíð án bama? spyr ÞJÓÐLÍF - og greinarhöfundur veltir því m.a. fyrir sér hvort það sé virkilega það sem stefnt er að. 39 LISTIR Fjallað um ljóðabókina Nýmæli. • Filmuskúrinn í Soho. • Metsölulisti ÞJÓÐLÍFS. 40 VIÐSKIPTI OG FJÁRMÁL Hvernig geta þekkingarkerfi nýst atvinnulífinu? • Þensla eða gróska? - Kaupleigufýrirtækin og atvinnulífið; rætt við Ólaf Davíðsson, framkvæmdastjóra Félags íslenskra iðnrekenda, og Þórð Ingva Guðmundsson, framkvæmdastjóra Lindar h.f. 50 ÍÞRÓTTIR „Hverjir eiga að skipa landslið íslands í knattspyrnu á hverjum tíma er eitt helsta þrætuepli þeirra sem fýlgjast með þessari íþrótt af lífi og sál,“ segir Víðir Sigurðsson. Hann færir rök að því að heppilegast sé að notast sem mest við „íslenska" leikmenn. 52 FÓLK Guðmundur Steinsson. # Ný skáldsaga frá Auði Haralds. • Albert Jónsson hjá öryggismálanefnd. • Stefán Jón Hafstein. • Bragi Hannesson. • Ingólfur Sigurgeirsson. • Jean Auel. 54 BÍLAR Nú mega Þjóðverjar og Fransmenn vara sig, segir Ásgeir Sigurgestsson eftir reynsluakstur á Toyota Corolla Liftback XL. 56 STJÓRNMÁL Svavar áfram, segir dr. Svanur Kristjánsson um landsfund Alþýðubandalagsins sem nú stendur fyrir dyrum, en búist er þar við hörðum átökum um formann flokksins eftir illvígar innanflokksdeilur á undanfömum misserum. Ánnað aðalefni ÞJÓÐLÍFS snýst einmitt JJtT1 e>na tegund afþreyingar, sem nýlega efur skotið upp kollinum hér á landi en v‘rðist bæði mjög útbreidd og vera að estast æ meira í sessi. Námskeiðahald af u tagi er mikið stundað og æ fleiri sJanda fyrir námskeiðum og sækja nám- . e>ö sem eiga að styrkja sjálfsvitund/ lrr>ynd/traust. Við sóttum þau námskeið Sem mesta athygli hafa vakið. jjannig lýstur saman tveimur þungum PJóöfélagsstraumum - óviljandi. 60 KROSSGÁTAN Útgefandi: Félagsútgáfan h.f. Vesturgötu 10, box 1752, 121 Reykjavík, sími 621880. Stjórn Félagsút- gáfunnar: SkúliThoroddsen (formaður), Björn Jónasson (varaformaður), Árni Sigurjónsson, IngibjörgG. Guðmundsdóttir, Reynir Ingibjartsson, Svanur Kristjánsson, Þröstur Haraldsson. Varamenn: Ásdís Ingólfsdóttir, Ólafur Ólafsson, Ómar Harðarson. Framkvæmdastjóri: Snorri Styrkársson. Ritstjóri Þjóð- lífs: Auður Styrkársdóttir. Ritstjórnarfulltrúi: Ómar Friðriksson. Erlendir fréttaritarar: Arthúr Björgvin Bollason (Munchen), Ásgeir Friðgeirsson (London), Einar Karl Haraldsson (Stokkhólmi), Guðrún Helga Sigurðardóttir (Finnland), Ingólfur V. Gíslason (Lundi), Jón Ásgeir Sigurðsson (New Haven), Kristófer Már Kristinsson (Brussell), Ragnar Baldursson (Tokyo). Innlendir fréttaritarar: Ingi Vilhelm Jónasson (Sauðárkrókur), Jóhannes Sigurjónsson (Húsavík), Páll Ásgeirsson (ísafjörður), Smári Geirsson (Neskaup- staður), Sveinn Helgason (Selfoss). Auglýsingar: Ásdís P. Kristinsdóttir. Útlit, setning og umbrot: Þjóðlíf. Lltgreiningar og skeyting: Myndróf. Prentun og bókband: Frjáls fjölmiðlun. Áskriftarsími: 91-621880. Auglýsingasímar: 28230 og 28149. Forsíðumynd: Jens Alexandersson. 7

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.