Þjóðlíf - 01.10.1987, Page 14

Þjóðlíf - 01.10.1987, Page 14
ERLENT áherslu á frjálshyggjuúrræöi í efnahagsvanda Indónesíu. „Opnum landið fyrir erlendu fjármagni og samkeppni. Fellum niður styrki og leyfisveitingar ríkisvaldsins til ákveðinna framleiðenda, í viðskiptalífinu og til inn- flutnings," segja þeir. Áhrifa þeirra gætir víða í stjórn Suhartos en þar takast þó á teknókratísk sjónarmið Bcrkeley mafíunnar og þjóðernissinna hins vegar. Stjórnvöld í Indónesíu hafa beitt því ráði gegn fólksfjölgunarvandamálinu - sem er orðið stóralvarlegt - að flytja fólk nauðugt eða viljugt frá fjölbýlu eyjunum, s.s. Jövu, til strjálbýlli eyja. Vesturevrópubúar hafa gagnrýnt slíka nauðungarflutninga harðlega en stjórn Suhartos svarar að hér sé um bráð- nauðsynleg úrræði að ræða sem auk þess vinni að samruna ólíkra Indónesíubúa í eina þjóð. Fréttaritari 'I'he Economist tclur engan vafa leika á því að Indónesíubúar búi við spillt herforingjaeinræöi. Óánægjan magn- ast, mótmælendur og fylgismenn stjórnar- andstöðunnar sjást nú æ oftar veifa spjöldum með mynd af hinum látna náðarforingja Sukarno. Einræði Sukarno eða Suharto var og er eitt og hið sama, en núverandi forseti hrífur ekki þjóðina með sér með innblæstri sínum þrátt fyrir 20 ára valdasetu. time • Óánægja magnast á hinum heillandi eyjum Indónesíu. REGNBOGA BÆKUR ..vandaöar og ódýrar kiljur ! ÁSKRIFTASÍMI: 622229 12

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.