Þjóðlíf - 01.10.1987, Síða 18

Þjóðlíf - 01.10.1987, Síða 18
ERLENT ur, eins konar tæknigarðar, sem tengja náið saman rannsóknir og framleiðslu. Stofnun þessara samsteypa leiðir til þess að atvinnu- lífið er sjálfstæðara í þróunarstarfsemi og verður ekki háð íhaldsemi embættismanna. Hátæknifyrirtækin munu hafa leyfi til að ráðstafa að eigin vild hluta hagnaðar þeirra. Flest þessara hátæknifyrirtækja eru rekin af Vísindaakademíunni en ekki viðkomandi ráðuneytum. í ofanálag virkar Þjóðhag- fræðiakademían nú sem stjórnunarháskóli Iíkt og virtustu viðskiptaháskólar Banda- ríkjanna. MIKIÐ AF ÞEIM umbótum sem nefndar hafa verið hér eru enn aðeins til í frumvarps- formi um efnahagsumbætur sem gert er ráð fyrir að taka muni gildi í byrjun næsta árs. Þeim á eftir að hrinda í framkvæmd og hvernig til tekst með það er háð valdastöðu umbótasinna. Endurnýjun í höfuðvaldastofnunum KS hefur verið mjög mikil á síðari árum, ef mið- að er við sovéskar venjur. Þannig varð mesta endurnýjun í miðnefnd flokksins á 27. þingi flokksins í fyrra síðan á síðasta þingi Krúsjoffs, 1961. Á 26. þingi KS 1981 voru 87% fullra meðlima miðnefndar flokksins endurkjörin, en í fyrra voru aðeins 59% endurkjörin. Endurnýjunin er þó mest og styrkur umbótasinna stærstur í helstu valda- stofnunum innan miðnefndarinnar, þ.e. framkvæmdanefndinni og pólitísku nefnd- inni. f framkvæmdanefndinni, sem nokkurn veginn er jafn valdamikil og sjálf pólitíska nefndin, hafa níu af tólf meðlimum verið skipaðir eftir valdatöku Gorbatsjofs. Af ellefu fullgildum meðlimum pólitísku nefndarinnar hafa fimm verið skipaðir á valdatíma Gorbatsjofs. Auk þessara ellefu sitja átta tilnefndir fulltrúar í pólitísku nefndinni. Aðeins tveir af þessum átta sátu í nefndinni fyrir valdatöku Gorbatsjofs. Aðeins ein kona á sæti í miðnefnd KS, Aleksandra Biryukova, einn ritari mið- nefndarinnar, en það er einni fleiri en á valdatíma Bresnjefs, Andropovs og Sjer- nenkos. Það er enn óljóst hver andstaða emb- ættismanna verður gegn umbótastefnunni og það sama gildir raunar einnig um andstöðu verkafólks. Veikleiki umbótastefnunnar er að hún kemur að ofan. Að því leyti er hún lík umbótatímabilinu í Tékkóslóvakíu á sjöunda áratugnum þar sem drifkrafturinn og upptökin voru innan Kommúnistaflokks- ins. í Póllandi 1980-81 var drifkrafturinn sjálfsprottnar aðgerðir fjöldahreyfingar verka- fólks og félagslegur anarkismi mennta- manna (KOR-hreyfingin). Flestir fréttaskýrendur eru sammála um andstöðu millilaganna, þ.e. embættismanna, enda beinist stefnan gegn íhaldsemi og spill- ingu þeirra. En andstaðan er einnig ofar i valdapýramídanum, því eins og Gorbatsjof skýrði frá á þingi sovéskra verkalýðsfélaga i febrúar s.l., var aðalfundi miðnefndar KS frestað í þrígang þar til hann var loks haldinn' í janúar - að því er virðist vegna ósamkomu- lags um útfærslu umbótastefnunnar. Ágrein- ingur virðist því vera nokkur innan sjálfrar stjórnmálanefndar KS. Baráttan um um- bótastefnuna er á öllum stigum stjórnmála- kerfisins. Hinir íhaldsömu fylgismenn Bresnjefs hreiðruðu um sig í embættiskerf- inu á löngum valdatíma hans og urðu ríkj- andi afl í flokknum. Andspænis þeim stóðu umbótasinnar og ný-stalínistar sem báðu FÁÐU ÞÉR JEE JEE OG SJÖMAhS PYRAMID Heildsölubirgðir Skólavörðustíg 12 S 623333 RETTIG @ PYRAMID Heildsölubirgðir Skólavörðustíg 12 S623333

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.