Þjóðlíf - 01.10.1987, Qupperneq 21

Þjóðlíf - 01.10.1987, Qupperneq 21
ERLENT honum og útnefndi Hermann Göring opin- berlega sem eftirmann sinn. það er ekki alls kostar Ijóst, hvað olli því aö Hess réðst í það ævintýri, sem batt enda á afskipti hans af málefnum þriðja Ríkisins. Því hefur verið haldið fram, að lærifaðir hans fyrrverandi, Karl Haushofer, hafi reynt að gera hann afhuga Nasistaflokknum með því aö telja honum trú um, að þrátt fyrir ágæti toringjans væri hann umsetinn illa þenkjandi fáðgjöfum. Allt um það fékk Rúdolf Hess þá flugu í höfuðið, að hann væri til þess kallaður aö fórna sér á sérstæðan hátt fyrir foringjann pg föðurlandið. Eftir að síðari heimsstyrjöld- ,r> var komin í algleyming, Þjóðverjar höfðu raðist á Pólverja og Frakka og hafið mikla loftorustu yfir Bretlandseyjum, ákvað Hess aö fljúga upp á sitt eindæmi til Skotlands. ^arkmiðið með þessu fífldjarfa flugi var að korna á sáttum milli Breta og Þjóðverja. Allt til þessa dags hafa sagnfræðingar glímt við þá gátu, hvernig þessi fáránlega hugmynd hafi fæðst. Flestir hallast að því, að 'ugangurinn sem vakti fyrir Hess hafi verið sa að semja frið við Breta áður en Þjóðverjar reöust inn í Rússland, svo að þeir hefðu óvin- 'nn ekki í bak og fyrir. Pað hefur aldrei kom- lsl á hreint, hvort Hess hafði samráð við foringja sinn, áður en hann lagði upp í þessa Serstæðu reisu. Ekkja Hess sagði reyndar frá Því í viðtali á dögunum, að daginn áður en maður hennar lagði af stað í Skotlandsferð- lna hafi hann átt fjögurra tíma einkafund ^neð foringjanum, sem hafi verið æði hávaða- samurá kötlum. Þann 10. maí 1941 settist Hess upp í flug- vél af gerðinni Me 110 og flaug af stað til Skotlands. Hess, sem var ágætur flugmaður, nafði undirbúið ferðina vel og þótt ótrúlegt JUegi virðast tókst honum að komast klakk- aust framhjá öllum gæslustöðvum þýska og reska flughersins. Hann stökk út úr flugvél S|nni um 20 kílómetra frá búgarði hertogans ‘ö Hamilton, en hertoganum ætlaði Hess að ,0ma þessu sáttatilboði áleiðis til Churchills. V| er skemmst frá að segja, að Bretar höfðu 'bnn áhuga fyrir þessu boði. Hess var^tekinn óndum og var stríðsfangi Breta, þar til 'eimsstyrjöldinni lauk. Af því sem vitað er um viðbrögð Hitlers v,ö þeirri frétt, að staðgengill hans hefði . °8ið í fyrrnefndum erindagjörðum í fangið ‘l Bretum, má ráða að hann hafi litið á þetta JJPpátæki félaga síns sem óðs manns æði. Og Pntt Hitler verði að teljast vafasamur dómari ' Peirn efnum, hafa ýmsir óbrjálaðir haldið fVl' fram, að uppátæki Hess hafi jaðrað við V|ttirringu. GAR HESS var leiddur fyrir dómara í iðurnberg að stríðinu loknu, hafði hann dval- . *angdvölum á bresku geðsjúkrahúsi. nttalag hans í réttarsalnum benti einnig til u ’ aö hann væri búinn að missa vitið. I ^Pphafi réttarhaldanna bar hann fyrir sig n,sleysi og sagðist vera ófær um að svara spurningum dómaranna. Það varekki fyrren í lok réttarhaldanna, að hann virtist koma til sjálfs sín. Þá stóð hann upp og hélt sögufræga tölu, þar sem hann lýsti aðdáun sinni á foringjanum, „glæstasta syni, sem þjóð mín hefur eignast í þúsund ára sögu sinni". Jafn- framt tók hann skýrt fram, að hann iðraðist einskis. Sovétmenn vildu dæma Rúdolf Hess til dauða. Þeir voru sannfærðir um, að hann hefði flogið til Skotlands að undirlagi Hitlers til að freista þess að mynda hernaðarbanda- lag Breta og Þjóðverja gegn Rússum. Full- trúar annarra Bandamanna á dómarastólum í Núrnberg voru ekki á sama máli og því varð úr að Hess var dæmdur í lífstíðarfangelsi. I ljósi þeirrar sögu, sem hér hefur verið rakin, má auðvitað efast um réttmæti þess, að Hess skyldi gert að bera beinin í fangels- inu í Spandau. Það er enginn vafi, að menn á borð við Baldur von Schirach og Albert • Hess með manninum sem hann dáði. Speer, sem losnuðu úr haldi fyrir 20 árum, áttu sýnu stærri hlut í stríðsrekstri Hitlers, þó ekki væri nema fýrir það eitt, að Hess sat mestallt stríðið í fangabúðum Breta. Hins vegar er vandasamt að beita slíkri talnaspeki. þegar aðrir eins glæpir og ódæði nasista eiga í hlut. Sömuleiðis er tilgangslaust að karpa um rang- eða réttlæti dóma yfir stríðsglæpa- mönnunt, sem eru komnir undirgræna torfu. Dómnum yfir RúdolfHess verðurekki hnik- að hér eftir og engum óbrjáluðum manni kæmi til hugar að veita nánasta trúnaðar- manni Hitlers uppreisn æru. Það vekur hins vegar nokkurn óhug, að enn skuli vera til fólk í hinum þýskumælandi heimi, sem virðist ekki skirrast við að gera lítið úr stríðsglæpum nasista. í því sambandi vega uppþot nýnasista létt á metum. Þar er einkum um að ræða fávísa unglinga, svo- kallaða „skallahausa" (skinheads), sem eru að vísu hvimleiðir angurgapar, en svo illa upplýstir, að engin leið er að taka brambolt þeirra alvarlega. Á hinn bóginn hlýtur sú umræða sem fram hefur farið um Rúdolf Hess í lesendadálkum vestur-þýskra blaða og tímarita, að valda forráðamönnum þjóðarinnar áhyggjum. Þar hafa lesendur fengið útrás fyrir ýmsar kenndir, sem flestir hefðu talið að heyrðu sögunni til. Þeir hafa hellt ú skálunt reiði sinnar yfir Bandamenn fyrir að hafa farið jafn illa með þennan karlæga öldung og raun beri vitni. Sömuleið- is hefur þýskum stjórnvöldum verið legið á hálsi fyrir að láta annan eins ósóma viðgang- ast. Þessi viðbrögð hafa sýnt, að því fer fjarri, að eldri kynslóðir séu búnar að gera upp sakir við fortíðina til fulls. Það sem er þó jafnvel enn alvarlegra en lofræður um Rúdolf Hess í lesendadálkum blaðanna, er árátta lærðra sagnfræðinga til að skoða nasismann í nýju og mildara ljósi. Þar er skemmst að minnast svonefndra „sagnfræðingadeilu", sem háð var á síðum virtra blaða og tímarita á síðasta ári. Megin- inntak þeirrar deilu var sú spurning, hvort þeir ættu sér sögulegar hliðstæður. í þeirri deilu hreyfðu einstakir sagnfræðingar þeirri hugmynd, að viðleitni nasista til að útrýma heilum þjóðflokki, sem kostaði milljónir mannslífa, hafi verið hliðstæð því sem átti sér stað á Stalínstímanum, ellegar stríðsrekstri Bandaríkjamanna í Víetnam. Án þess að nokkur vilji bera í bætifláka fyrir Stalín eða framferði Bandaríkjamanna í Víetnam, verður að segjast að sögulegur samanburður af þessu tæi er ákaflega hæpinn, ekki síst úr hugmyndasmiðju þýskra sagnfræðinga. Sér- hver tilraun til að draga úr viðbjóði þeirra glæpa, sem nasistar gerðu sig seka um, felur í sér vitandi eða óafvitandi réttlætingu á einni mestu niðurlægingu mannskepnunnar fyrr og síðar. Auðvitað ber að taka fram, að margir risu til varnar og gagnrýndu þá hættu, sem í slíkum skrifum felst. Það er hins vegar greinilegt, að ákveðnum hópi fræðimanna er í mun að endurmeta viðhorfið til nasismans í þeim tilgangi, að því er virðist, að renna stoðum undir nýja þjóðernisvitund. Og þar er einmitt hætta fólgin. Það getur enginn neitað þýsku þjóðinni um að rækta með sér heilbrigða þjóðerniskennd, eftir að hafa þurft að súpa seyðið af þeim myrka kapítula þýskrar sögu sem nasisminn var. Slík við- leitni má hins vegar aldrei ganga svo langt, að menn fari að réttlæta vitfirringu nasismans. Hitlerstíminn er og verður eitt óhugnan- legasta tímabil mannkynssögunnar allrar. Þeirri hrollköldu staðreynd fá engin ný söguviðhorf haggað. Þess vegna halda þau orð þýska heimspekingsins Adornós áfram að standa fyrir sínu, að það verði ávalt að vera leiðarljós í uppeldi og menntalífi Þjóð- verja, að Auschwitzgeti aldrei framarendur- tekið sig. • Arthúr Björgvin Bollason 19
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.