Þjóðlíf - 01.10.1987, Síða 24
ERLENT
Eyrarsundsbrú
Byggd á næstu árum
EFTIR ARATUGA umræöur virðist nú svo
sem loks hylli undir „endanlega" lausn sam-
gönguvandamála yfir Eyrarsund. Nú nýlega
lagöi sænsk-dönsk Eyrarsundsnefnd fram
álit sitt og mælti þar eindregið með því að
ráðist yrði í að byggja brú yfir sundið. Skyldi
að því stefnt að hún stæði fullbúin 1995.
Nefndin athugaði nokkra möguleika hvað
varðar staðsetningu og gerð brúar. Niður-
staðan varð sú að raunhæfast væri að byggja
sameiginlega bíla- og járnbrautarbrú milli
Málmeyjar og Kaupmannahafnar. Skyldi sú
hafa fjórar akreinar og tvöfalt járnbrautar-
spor og hafa sem endastöð Danmerkurmeg-
in nýja neðanjarðarjárnbrautarstöð rétt fyrir
norðan Kastrup. Leiðin frá miðborg Málm-
eyjar til Kastrup yrði þá lögð að baki á u.þ.b.
15 mínútum í bíl og 10 ef járnbrautin er
notuð. í dag tekur slíkt ferðalag minnst tvo
tíma og verður þá vel að ganga.
Hér í Svíþjóð hefur lengi verið mikill
áhugi á föstum tengslum milli Skánar og
Danmerkur. Áhuginn hefur verið öllu minni
hinum megin við sundið. Það hefur verið
ríkjancji sú stefna að brú yfir Stórabelti hafi
forgang. Nú mun hins vegar óhætt að segja
að hafist hafi verið handa um þá brú og því
eru Danir ekki lengur jafn neikvæðir. Hér
kemur einnig til að reiknað er með að Eyrar-
sundsbrúin verði fjármögnuð með láni til
þrjátíu ára en komi til með að hafa borgað sig
á tuttugu árum með vegatollum. Fjárhags-
lega virðist brú því ekki þurfa að verða baggi
á ríkinu. Það er einnig tímanna tákn að þeir
sem enn efast um brúna eða eru henni and-
snúnir eru það fyrst og fremst á grundvelli
náttúruverndarsjónarmiða en fyrir nokkrum
árum var það kostnaðarhliðin sem aðallega
olli andstöðu. Samkvæmt Eyrarsundsnefnd-
inni þarf þó ekki að hafa stórar áhyggjur af
náttúrunni þó svo brú verði byggð. Náttúru-
verndarmenn hafa nefnt þrjár ástæður til
andstöðu. í fyrsta lagi hafa menn óttast nei-
kvæðar afleiðingar á dýralífið á hinum frið-
lýsta Salthólma. Lausnin á því mun vera að
u.þ.b. 700 metra frá Salthólma lækkar brúin
og hverfur í göng undir sjávarmál. í öðru lagi
hefur verið talið að hin aukna bílaumferð
sem óhjákvæmilega fylgdi brú myndi leiða til
slíkrar mengunaraukningar að það riði hin-
um skánsku skógum að fullu. Samkvæmt út-
reikningum Eyrarsundsnefndarinnar mun
þó ekki verða aukning á heildarmenguninni í
og með brúnni þegar reiknað er með að ferj-
urnar muni að mestu leggjast niður. í þriðja
lagi hefur verið bent á að brúin muni hugsan-
lega hafa óheppileg áhrif á strauma í Eyrar-
sundi og þannig skaða dýra- og plöntulíf.
Nefndin hefur komist að þeirri niðurstöðu
að koma megi í veg fyrir það vandamál með
því að auka dýpið við Drogden úr 8 í 10
metra. Heildarniðurstaða nefndarinnar er
þannig að brú yfir Eyrarsund þurfi því alls
ekki að hafa í för með sér skaðleg áhrif á
umhverfið.
Sjálfsagt hefur umhverfis- og orkumála-
ráðherra Svía, Birgittu Dahl, létt mikið við
þessa niðurstöðu. Hin síðari ár hefur komið
upp þó nokkur brúarandstaða á Skáni, að
stórum hluta byggð á umhverfisverndar-
sjónarmiðum. Sænskir sósíaldemókratar
hafa einnig verið í óða önn að reyna að þvo af
sér stimpilinn sem „steinsteypuflokkur"
ekki hvað síst eftir að ljóst varð að stórar
líkur eru á að sænskir græningjar komist á
þing við næstu kosningar. Við slíkar
kringumstæður hefði verið erfitt að ráðast í
jafn feiknastóra framkvæmd ef verulegur
grunur léki á að hún hefði neikvæð áhrif á
náttúruna. En sem stendur virðist svo sem
Birgitta geti vel varið stuðning við brúna.
Andstaðan innan sósíaldemókrataflokks-
ins hefur verið bundin við nokkrar deildir á
Skáni en svo til allir forystumenn flokksins
og hin sterka Málmeyjardeild eru brúnni
mjög fylgjandi. Nú síðast hefur Stig Malm,
formaður sænska alþýðusambandsins, lýst
sig fylgjandi brú og forsætisráðherrann,
Ingvar Carlson, er einnig jákvæður. Það mun
því óhætt að reikna með að sænska þingið
ákveði á þessu ári eða næsta ári að ráðast í að
byggja brú.
I Danmörku virðist svo sem staðan sé
svipuð. Borgaraflokkarnir munu allir, að
Róttæka Vinstriflokknum undanteknum,
vera fylgjandi brúnni og danskir kratar eru
sama sinnis. Á danska þinginu er því stór
meirihluti með brúarbyggingu. Þó er rétt að
hafa í huga að áhugi Dana á brú hefur alltaf
verið mun minni en Svía. Alls er óvíst hvaða
afstöðu hin nýja stjórn dana muni taka. Hafi
einhver flokkur sem mjög er andsnúinn
brúnni úrslitaaðstöðu er hugsanlegt að
ákvörðun verði enn frestað. Heldur er þó
ólíklegt að svo fari, sér í lagi ef náttúrurök
Eyrarsundsnefndarinnar standast nánari
skoðun. Dönskum stjórnmálamönnum er
umhugað að auka atvinnumöguleika og brú-
in skapar mikinn fjölda nýrra starfa. Að auki
gæti flugvöllurinn við Málmey, Sturup, þá
létt eitthvað á Kastrup, sem nú er ákaflega
þröngt setinn. Síðast en ekki síst skyldu
menn ekki vanmeta áhrif þess að hinir vel-
stæðu íbúar við strandsvæðin í nyrðri hlutum
Kaupmannahafnar (hinu svokallaða „Whisky-
belti") eygja þarna möguleika á að losna við
mikinn hluta að þeirri llutningaferðum sem
hefur hrjáð þá. Það má því mikið hafa gerst
ef ekki verður ráðist í brúarbyggingu á næstu
árum.
• Ingólfur V. Gíslason
Kona
í Hvíta húsið?
Patricia Schroeder
líkleg til framboós
LITLU EFTIR að þetta tölublað ÞJÓÐLÍFS
kemur fyrir augu lesenda sinna ætti Pat
Schroeder aö hafa tilkynnt opinberlega af
eða á um það hvort hún gefi kost á sér í
forkosningum innan Demókrataflokksins
vegna forsetakosninganna í Bandaríkjunum.
Schroeder fór ekki að íhuga framboð fyrr en
eftir að Gary Hart hafði dregið sig í hlé, en
þau Hart eru bæði þingmenn Demókrata-
tlokksins fyrir Colorado-fylki. Hart hefur
verið sótt að henni úr herbúðum kvenna t
Demókrataflokknum, og konur í stærstu
kvennasamtökum Bandaríkjanna, NOW og
NWPC, hafa eindregið hvatt hana til að gefa
kost á sér.
Patricia Schroeder er 47 ára að aldri,
tveggja barna móðir og gift lögfræðingi. Hún
á að baki 14 ára setu í fulltrúadeild banda-
ríkjaþings og nýtur mikils álits sem þing-
maður. Sem dæmi um það má nefna að þing-
menn fulltrúadeildarinnar eru 435 talsins, en
aðeins u.þ.b. 20 þeirra eru þekkt nöfn utan
sinnar heimabyggðar. Patricia Schroeder
fyllir þann hóp. Hún á sæti í hernet'nd full-
trúadeildarinnar og hefur markað sér sess
sem eindreginn talsmaður friðar; hún hetur
verið óhrædd við að tala fyrir fóstureyðing-
um og það þrátt fyrir að fylki hennar tilheyn
svokölluðu „biblíubelti" í Bandaríkjunum:
hún er fylgjandi því að fylkin taki þátt í upp-
byggingu dagvistarheimila; og Patricia
Schroeder hefur reynst ötul talskona fátækra
bandaríkjakvenna: einstæðra mæðra,
kvenna í láglaunastörfum o.s.frv. Hún þykir
ófeimin við að koma skoðunum sínunr a
framfæri á skiljanlegu máli - er semsé ákveð-
in í framkomu, sumir kynnu að segja frek,
jafnvel kjaftfor. Enda er það svo að karl-
menn veigra sér yfirleitt við að vera við hana
kenndir pólitískt, forðast að ljá henni sæti i
innstu hringjum þingsins, hlaupa útundan
sér þegar þeir eru inntir eftir því hvort þe>r
myndu styðja framboð hennar.
Sjálf segir hún að konur verði um 35
prósent fulltrúa á þingi Demókrataflokksins
og því ættu þeim að vera hæg heimatökin vilj1
þær á annað borð hreinsa ofurlítið til í sinu
húsi. Framboð af hennar liálfu kom ekki til
greina fyrr en í maí að Gary Hart hætti við
framboð eftir að upp komst um strákmn
Tuma, en þá segist hún líka hafa horft vendi-
lega á þá sem kostur gafst á og vegið þá
metið í bak og fyrir. Og hún komst að þessari
niðurstöðu: „Því ekki? Fyrst hann getur, þvl
þá ekki ég?"
Þetta er hins vegar dýrt spaug. Patricn'
segist ekki munu hella sér í slaginn nemu
22