Þjóðlíf - 01.10.1987, Qupperneq 26

Þjóðlíf - 01.10.1987, Qupperneq 26
Klámdrottningín áþing Skandall (?) á Ítalíu I ÍTÖLSKU þingkosningunum í júní var kos- in á þing kona að nafni Iiona Staller - at- burður sem hefði ekki sætt neinum tíðindum nema vegna þess að umrædd Ilona er klám- drottning mikil, hefur „leikið“ í fimm klám- myndum og fimm myndböndum af grófari gerðinni. Ilona var kjörin ein af 14 þin- mönnum Radikala flokksins, sem er nú sjöundi stærsti flokkur Ítalíu. Radikala- flokkurinn bauð fyrst fram árið 1976 og fékk þá tvo þingmenn. Hann hefur alla tíð notað mjög óvenjulegar aðferðir til að vekja athygli á sér og málstað sínum, sem felur m.a. í sér baráttu fyrir rýmkun laga um skilnaði, getnaðarvarnir og fóstureyðingar. Þetta síð- asta tiltæki flokksleiðtoganna þykir þó slá allt annað út - og hefur einnig orðið til þess að konur hafa flúið flokkinn í hrönnum. Ilona Stallererfædd árið 1951 ogerþví36 ára gömul. Hún er reyndar ungversk að upp- runa og munu foreldrar hennar hafa verið sterkefnaðir. Hún lagði stund á læknisfræði við háskóla um tíma en hætti námi og gerðist ljósmyndafyrirsæta. Hún giftist manni af ítölsku þjóðerni og ílutti með honum til Ítalíu. Þar tók við „framaferill" hennar sem klámdrottningar. Árið 1976 var útvarps- rekstur gefinn nær frjáls á Ítalíu og lá þá við að nær annar hver maður ræki eigin útvarps- stöð. Ilona Staller tók við talþætti á Radio Luna þar sem hún klæmdist við gesti og gangandi undir nafninu Cicciolina, en það nafn mætti kannski þýða sem kynþokkaver- an. Hún varð landsfræg fyrir þessa þætti sína. Hún lék í fimm klámmyndum eins og áóur sagði og fimm voru teknar á myndbönd þeg- ar yfirvöld fóru að blanda sér í málin af vel- sæmisástæðum. Cicciolina gekk í Radikalaflokkinn á síð- asta ári. í kosningabaráttunni kom hún ávallt fram berbrjósta og hélt á bleikum bangsa. Kosningabaráttann þótti daufleg - þar til hún geystist fram á sjónarsviðið. Nýverið birtist viðtal við hina nýju þing- konu í breska tímaritinu The Face. Viðtalið var ótrúlegt sambland af klámi og alvöru- gefnum stjórnmálayfirlýsingum. Endur- sögnum af kláminu sleppum við hér, en þingkonan segist munu leggja áherslu á fjög- ur stefnumál á þingi. í fyrsta lagi mun hún berjast fyrir rýmkun á lögum um velsæmi á almannafæri (sem þýðir sennilega að rýmka eigi klámlögin). í öðru lagi mun hún berjast gegn ritskoðun af hvaða tagi sem er; í þriðja lagi vill hún beita sér gegn kjarnorkuverum og í fjórða lagi vill hún leyfa barnaklám. Dæmi svo hver sem vill. Kosið á Álandseyjum Umbrot í flokkakerfinu í LÉNSÞINGS- OG sveitarstjórnarkosning- unum á Álandseyjum dagana 18. og 19. október n.k. verða sjö listar í framboði, þar af þrír óháðir. Aldrei hafa jafn margir listar verið í kjöri, en þetta er í fyrsta skipti sem óháðir listar koma fram. Samtals eru 167 frambjóðendur á listunum, þar af 28 óháðir. Einungis 30 þeirra komast inn á lénsþingið. í lénsþingkosningunum 1983 komust frambjóðendur fjögurra lista á þingið. Mið- flokkurinn var þá með stærsta þingflokkinn, Frjálslyndir með þann næststærsta, Banda- lag frjálslyndra (ef svo mætti kalla þá) og Jafnaðarmenn voru svo með fimm fulltrúa hvor listi. Að þessu sinni bjóða fram að auki Óháðir á Álandseyjum, Óháðir og Græn- ingjar. Almennt er talið að Óháðir á Álands- eyjum séu frekar borgaralega sinnaðir þótt þeir hafi engin formleg tengsl við stjórnmála- flokka. Óháði listinn er á vegum sjálfstæðis- hreyfingarinnar á eyjunum og er því tæpast jafn óháður og hann gefur sig út fyrir að vera. Græningjar koma svo fram á langþráðum lista umhverfisverndarsinna og eru taldir al- gjörlega óháðir stjórnmálaflokkum og stefn- THE FACf
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.