Þjóðlíf - 01.10.1987, Síða 27

Þjóðlíf - 01.10.1987, Síða 27
ERLENT -r f;jðD wt v\ ; wm" wKa*B «'r *£#55fV'v/f y i uj£r;>? ..u/W"*" um á Álandseyjum, en stefnumál þeirra eru á svipaðan veg og græningja annars staðar. Tveir frjálslyndir frambjóðendur hafa svo lýst sig óháða þrátt fyrir setu sína á borgara- legum listum. í fjölmiðlum í Finnlandi hafa gamalgrónir stjórnmálamenn rætt þessi nýju, óháðu framboð og virðast margir þeirra fremur bitrir og telja að sér vegið. Talsmenn óháðu listanna halda því fram að stjórnmálaflokk- arnir hafi ávallt átt erfitt með að marka sér hreina, pólitíska stefnu enda sé það eðlilegt á ^yjum þar sem aðeins 23.000 manns búa. Oháðir telja að stjórnmálaflokkar eigi ekkert erindi til þeirra, stjórnmálin lúti öðr- um lögmálum á Álandseyjum en annars staðar. Kosningaþátttaka í lénsþings- og sveitar- stjórnarkosningum hefur alltaf verið frekar léleg og farið minnkandi með árunum. Árið 1983 var slegið met en þá var þátttakan 63.8%, yfirleitt hefur þátttakan ekki farið UPP fyrir 60% í kosningum. Talsmenn óháðu listanna kenna stjórnmálaflokkunum um og því bíða ýmsir með eftirvæntingu eftir því hvort þátttakan í október-kosningunum verði eitthvað meiri nú þegar óháðu fram- boðin eru í kjöri. Á fimmta áratugnum fór fyrst að bera á myndun stjórnmálaflokka á Álandseyjum og síðan hafa mál þar verið í örri þróun. í kosn- ingunum 1979 var talið að festa væri komin í stjórnmálalíf á eyjunum með fjórum flokk- um: Miðflokknum, Frjálslyndum, Bandalagi frjálslyndra og Jafnaðarmönnum - en sú virðist ekki raunin. Á Álandseyjum er kosið samtímis til léns- þings og 16 sveitarstjórna, svipað og gerist í Svíþjóð, þriðja hvert ár. Kosningar fara ekki fram samtímis á Álandseyjum og annars staðar í Finnlandi. 300 atkvæði nægja í flest- um tilfellum til að koma frambjóðanda inn á lénsþingið en það getur þó brugðist. Kosn- ingakerfið hefur gert það að verkum að frambjóðandi með 26 atkvæði á bak við sig hefur komist inn en frambjóðandi með 230 atkvæði ekki. Lénsþingið kemur saman í fimm til sex mánuði á ári. • Guðrún Helga Sigurðardóttir/Helsinki Taflan sýnir fjölda sæta á framboðslist- unum sjö, sern eru mismunandi mörg, allt frá tjórum upp í 48. Hún sýnir einnig hve margar konur eru á listunum en alls eru þær 49 af 167 frambjóðendum. Að end- ingu sýnir taflan hve mörgum þingmönn- um flokkarnir náðu inn í kosningunum 1983. Framboðslistar í kosningunum til lénsþings á Álandseyjum 18,- ■19. okt. 1987. Fjöldi sæta á tramboös- lista Fjöldi kvenna í fram- boöi Fjöldi þing- manna í kosn. '83 Miðflokkurinn 48 12 11 Frjálslyndir Bandalag 44 15 9 frjálslyndra 22 6 5 Jafnaðarmenn Óháðir á 27 8 5 Álandseyjum 13 2 Óháði listinn 9 4 Græningjar 4 2 SAMTALS 167 49 30 Virnet. Galvaniserað Grunnspartl. Yfirspartl. Lokaumferð með lit. SERPOROCK UTANHÚSSKLÆÐNING + EINANGRUN SERPOROCK utanhússeinangrun er múrkerfi, sem byggist á einangrun með 2,5“ steinull frá Steinullarverksmiðjunni á Sauöárkróki og múrklæðningu frá SERPOROCK í Svíþjóð. Þetta er eitt viðurkenndasta kerfið á þessu sviði á markaðnum í dag í Evrópu. Veitum 5 ára ábyrgð á efni og uppsetningu. UPPLÝSINGAR VEITIR: Bæjarprýði BORGARTÚNI 31 - 105 REYKJAVÍK SÍMI: 22727 - 623999 100 kg vatnsvarin steinull frá Steinullar- verksmiðjunni á Sauðárkróki. Upphengjur. 25

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.