Þjóðlíf - 01.10.1987, Blaðsíða 36
INNLENT
líða stundir kippa stoðunum undan því vel-
ferðarþjóðfélagi sem nú er í uppbyggingu.
Um þessar mundir eru sex vinnufærir íslend-
ingar um hvert gamalmenni og ellilífeyris-
þega. Með hækkun meðalaldurs þjóðarinnar
mun hlutfallið raskast. Árið 2020 er áætlað
að vinnufæru fólki á hvern ellilífeyrisþega
hafi fækkað um 50% (4:1). Á árunum þar á
eftir mun hlutfall gamalmenna vaxa mjög
ört. Það blasir því við að framfærslubyrði
landsmanna vegna gamalmenna og sjúkra
mun hækka gífurlega, að öllum líkindum
talsvert meira en sem nemur framangreind-
um 50%.
Erfitt er að segja til um áhrifin á atvinnu-
og efnahagslífið, en víst er að þau verða
margvísleg. Þar er fyrst að taka að hjúkrun
og þjónusta við aldraða mun krefjast stór-
aukins mannafla. Hlutfall landsmanna sem
starfar að verðmætasköpun hlýtur að lækka.
Líklega verður mannekla í atvinnulífi varan-
leg og engu minni en nú er. Afleiðingin yrði
áframhaldandi þensla og illviðráðanleg
verðbólga. Atvinnuvegirnir þyrftu á öllum
að halda; jafnt gamalmennum og konum
sem stálpuðum börnum og unglingum.
Skólarnir myndu lenda í erfiðri samkeppni
við atvinnulífið sem byði nemendum gull og
græna skóga. Önnur leið til að sigrast á
manneklunni væri að ttytja inn vinnuafl frá
öðrum löndum, sem settist hér að.
Þessi framtíðarsýn minnir um margt á það
ástand sem nú ríkir í atvinnu- og efnahags-
málum hér á landi. Því liggur beint við að
spyrja: Etum við nú þegar of fá?
Um þessar mundir er bullandi góðæri og
aldurssamsetning þjóðarinnar afar hagstæð
með tilliti til útgjalda vegna velferðarmála.
Þrátt fyrir það er halli á ríkissjóði, og skuldir
við útlönd halda áfram að vaxa. Við getum
ekki treyst á góðæri og hagstæð viðskipta-
kjör um alla framtíð. Það er til mikils ætlast
af fámennri kynslóð vinnandi fólks í fram-
tíðinni að hún bæði annist hinn mikla fjölda
gamalmenna og borgi óráðsíu fyrri kynslóða.
LÆKKANDI FRJÓSEMI er ekki séríslenskt
fyrirbæri. Hún er löngu þekkt meðal svo-
kallaðra „velferðarríkja" á Vesturlöndum.
Beinn samanburður í þessum efnum á ís-
landi og öðrum löndum er varasamur. Menn
virðast gleyma því að ísland er miklu skemur
á veg komið í sinni þjóðfélagsmótun en þessi
lönd. Því eru miklar líkur á að mannfjölda-
stöðnun hér hafi aðrar og verri afleiðingar en
annars staðar. ísland sker sig úr hvað öll
eftirtöld atriði varðar:
• Hinar þjóðirnar eiga að baki langvinna og
stöðuga samfélagsþróun allt frá árdögum
iðnbyltingar. Á meðan við bjuggum enn í
torfkofum, dreifð um landið, var iðnvæð-
ing og borgarmyndun vel á veg komin í
þessum löndum.
• Atvinnulíf þessara landa er í föstum
skorðum. Þar fylgist að kyrrstaða í mann-
fjölda og atvinnulífi. Sökum meiri afkasta
og hagkvæmni í atvinnulífi eru þessar
þjóðir yfirleitt betur undir mannfjölda-
stöðnun búnaren við.
• Vinnumarkaðurinn er mettaður. Það er
ekki þörf fyrir meira vinnuafl.
• Þessar þjóðir eru yfirleitt tug-, hundrað-
og jafnvel þúsundfalt mannfleiri en við.
Þar er því ákveðin mannfjöldamettun.
• Aðstæður á Íslandi eru eins ólíkar og
frekast getur orðið hvað öll framangreind
atriði varðar. Hér er „gróandi þjóðlíf"
Við erum ung þjóð í ungu landi. Verkefn-
in blasa við hvert sem litið er. Hér skortir
fólk til vinnu. Það getur ekki samræmst
þeim markmiðum sem þjóðfélagið hefur
sett sér að nýhafið uppbyggingarstarf
leggist af vegna fólksfæðar.
ORSAKIR. Umbylting íslensks samfélags úr
bændaþjóðfélagi í hátæknivætt nútímasam-
félag hefur gengið miklu hraðar fyrir sig en
annars staðar á Vesturlöndum. Því fer fjarri
að öldurót umbreytinganna hafi lægt ennþá.
Vegna þess hve þróunin hefur verið ör hafa
viðhorf okkar til barna, barneigna og margra
annarra mála ekki náð að breytast til sam-
ræmis við nýjar aðstæður.
Til skamms tíma höfðu foreldrar verulegt
gagn af börnum. Börnin voru vinnuafl og
gátu hlaupið undir bagga með foreldrunum,
og þau styrktu afkomumöguleika tjölskyld-
unnar. Börnin veittu foreldrunum ákveðið
öryggi, og í ellinni áttu þeir vísan samastað
hjá þeim. Fólki var því kappsmál að eignast
börn, og gjarna mörg.
Staða barna og barnafjölskyldna hefur
gjörbreyst með nýjum atvinnuháttum. Ólíkt
því sem áður var eru börn ekki lengur virkir
þátttakendur í þjóðlífinu. Grundvöllurinn að
efnislegri velferð nútíma samfélags er
menntun. Samfélagið krefst þess af börnum
að þau eyði a.m.k. 9 árum og allt upp í aldar-
fjórðungi á skólabekk. Börn gegna því engu
hagnýtu hlutverki í samfélaginu. Fremur hið
gagnstæða. Börn og barneignir fela í sér um-
talsverðan kostnað jafnt fyrir foreldra sem
stjórnvöld.
Afstaða stjórnvalda til barna og barneigna
er því skiljanlega nokkuð klofin, og henni
verður kannski best lýst með orðunum „ill
nauðsyn". Þannig halda framámenn í þjóð-
félaginu oft langar ræður um ungviðið sem
„verðmætasta framtíðarauð þjóðarinnar" og
þaf fram eftir götunum, þó gerðir þeirra tali
allt öðru máli. Hið opinbera leitar allra leiða
til að spara kostnaðinn vegna uppeldis, eins
og nánar verður vikið að síðar. í þeim efnum
helgar tilgangurinn meðalið. Skammsýni
ráðamanna stafar vafalítið af því hve seint
menntun og uppeldisstarf skilar arði fyrir
þjóðfélagið, auk þess sem árangurinn verður
ekki metinn í krónutölum.
Um leið og samfélagsaðstæður krefjast
aukinnar atvinnuþátttöku kvenna hindra
börn og barneignir þær í að komast út á
vinnumarkaðinn. Af sömu ástæðu lítur at-
vinnulífið börn og barneignir hornauga.
Vegna barneigna eru konur ótraust vinnuafl.
Þær geta þurt't að hverfa frá vinnu fyrirvara-
laust, og aldrei að vita hvort þær snúi aftur. A
tímum örra tæknibreytinga og sviftinga í at-
vinnulífi hentar vel að vinnuaflið sé hreyfan-
legt. Barneignir virka þveröfugt: Þær njörva
foreldrana oft niður.
Þjóðskipulagið felur því í sér illsættanleg-
ar andstæður milli barneigna og atvinnulífs.
Ef við gefum okkur þá líklegu forsendu að
ungt fólk sækist eftir barneignum, segir sig
sjálft að þessu ástandi fylgir vanlíðan og and-
leg togstreita fyrir foreldrana sjálfa.
Það er ekkert náttúrulögmál að barneign-
ir og atvinnuþátttaka fari ekki saman. Ef vilji
er fyrir hendi geta stjórnvöld gert ýmislegt til
að draga úr þessum óæskilegu andstæðuni.
Aðgerðir sem miðuðu að slíku gætu verið:
• Aukið framboð ogódýrara dagvistarrými.
• Lenging fæðingarorlofs.
• Sveigjanlegur vinnutími fyrir smábarna-
foreldra.
• Réttur til launalauss leyfis til langs tíma.
Ýmsar aðrar orsakir eru að baki lækkandt
frjósemi. Hér skal aðeins einnargetið til við-
bótar: Á sama tíma og foreldrar sjá aukinn
kostnað og óþægindi sem hljótast af börnum
er gífurlegt framboð af alls kyns varningi-
þægindum og afþreyingu sem hægt er að
kaupa fyrir peninga, sem jafnvel kemur „t
staðinn fyrir börn". Fólk eygir möguleika a
þægilegu lífi og að eignast það sem hugurinn
girnist með því að afsala sér frekari barn-
eignum. Um val af þessu tagi var ekki að
ræða áður fyrr.
Stjórnvöld geta sennilega lítið aðhafst til
að sporna gegn þeirri þróun sem hér er síðast
getið.
KJÖR BARNAFÓLKS. Stefna stjórnvalda ■
peningamálum er órækasta vísbendingin um
skilningsleysi á þjóðhagslegu gildi og stöðu
fólks sem er að stofna fjölskyldu og er að
.eignast sín fyrstu börn. Verðtrygging lána
hefur bitnað langharðast á þessum hópi- Á
þetta hefur margsinnis verið bent en stjórn-
völd hafa jafnoft skellt við skollaeyrum-
Fjöldi ungs fólks hefur þurft að sjá á ett>r
aíeigu sinni í hendur lánadrottna, og hun
hefur ekki einu sinni dugað upp í skuldirnat-
Til marks um þungar álögur á ungt fð^
má geta að árið 1984 nam húsnæðiskostn-
aður þeirra sem voru að kaupa sína fyrstt-1
íbúð að jafnaði 2/3 af fjölskyldutekjun1
(mælt á seinasta ársfjórðungi kaupárs; sJa
könnun á vegum Húsnæðisstofnunar). Pa‘
segir sig sjálft að slíkir skuldafjötrar virka
letjandi á barneignir.
Mörgu ungu fólki (þ.á.m. smábarnatuf
eldra) svíður þó sárast að það skuli sérstak
lega hafa verið tekið út úr og látið berjast vt
verðbólguna. Skuldlaust fólk þarf ekki, eða
er a.m.k. í sjálfsvald sett, að taka verðtryga1
lán. Ungt fólk í fjölskylduhugleiðingum a
engra kosta völ.
34