Þjóðlíf - 01.10.1987, Síða 40
HEGÐUN
könnunarinnar setur henni þröngan stakk
hvað þetta snertir.
Önnur spurning hljóðaði svo:
Heldurðu að það hvort fólk segir „Mér
hlakkar til“ fari eitthvað eftir stétt eða þjóð-
félagsstöðu?
Af þeim sem tóku afstöðu (9,8% tóku
ekki afstöðu) töldu 66,3% að svo væri ekki,
8,3% töldu að það færi lítið eftir stétt,
18,9% nokkuð og 6,5% mikið.
Ein spurningin varðaði hugmyndir fólks
um tíðni þágufalls:
Hversu algengt finnstþér að fólksegi „Mér
hlakkar til“? Finnst þér það sjaldgœft eða
algengt?
Þeir sem töldu það mjög sjaldgæft voru
4,4%, 20,4% töldu það fremur sjaldgæft,
3,2% hvorki sjaldgæft né algengt, 37,1%
fremur algengt og 34,8% mjög algengt
(4,4% tóku ekki afstöðu).
Þá var kannað hvað fólk teldi rétta fall-
notkun:
Finnstþér eitthvað afþessu vera réttara mál
en annað?
27,8% svöruðu spurningunni neitandi,
51,2% sögðu að „ég“ væri rétt, 19,7% töldu
„mig“ rétt og 1,3% „mér“ (hér er sleppt
þeim sem ekki tóku afstöðu eða töldu tvö
föll jafn rétt, alls 10,9%).
Þessar niðurstöður eru býsna athyglis-
verðar, ekki síst fyrir það að hugmyndir og
TAFLA I: Hversu mikill munur finnst þér
vera á málfari einstakra stétta eða þjóð-
félagshópa hér á landi?
Enginn munur ...................15,9%
Lítill munur ...................45,4%
Nokkuð mikill ..................29,9%
Mjög mikill .....................8,8%
Heimild: Félagsvísindastofnun Háskóla ís-
lands. Könnun gerð í október 1986.
TAFLA II: Sumir segja „Ég hlakka til að
fara“, aðrir ,,Mig hlakkar til að fara“, og
enn aðrir „Mér hlakkar til að fara". Hvað
af þessu myndir þú segja?
Fall: Félagsstaða
1 2 3
Ég hlakka 132 157 180
41,6% 51,0% 71,7%
Mig hlakkar 150 121 60
47,3% 39,3% 23,9%
Mér hlakkar 35 30 11
11,0% 9,7% 4,4%
317 308 251
Heimild: Félagsvísindastofnun Háskóla ís-
lands.
veruleiki eiga ekki alltaf samleið. Yfirgnæf-
andi meirihluti þjóðarinnar (tæp 72%) telur
að í setningum af þessu tæi sé þágufallið
alræmda „fremur" eða „mjög algengt", en
aðeins 8,6% segjast nota þágufallið. Þá er
meirihluti þjóðarinnar (trúlega 66%) þeirrar
skoðunar að það fari ekkert eftir stétt hvort
fólk notar þágufallið, en tölulegar niður-
stöður sýna að um marktækt samband er að
ræða.
FÉLAGSFRÆÐILEG UNDANTEKNING?
Skáldið Isaak Singer sagði einhverju sinni að
það að vera Gyðingur væri umfram allt að
vera félagsfræðileg undantekning („Being a
sociological exception is the essence of being
Jewish“). Það sama mætti með nokkrum
rétti segja um íslendinga. Við brjótum marg-
ar reglur, viljum að minnsta kosti gera það.
Ein er sú að þótt margt sundri þjóðinni, eins
og öðrum þjóðum sem búa við kapitaliskt
skipulag, sé ekki um „andlega" eða „menn-
ingarlega" stéttaskiptingu að ræða. Þótt við
tökumst á um skiptingu kökunnar og sýnum
engu minni hörku en aðrir þegar því er að
skipta, höldum við fast við þá hugmynd að
bakaríið sé fjölskyldufyrirtæki og bakararnir
sitji allir við sama borð í menningarlegurn
efnum. Framangreindar niðurstöður gefa til
kynna að full ástæða er til að taka kenn-
inguna um heildstæðni íslensks málsam-
félags til endurskoðunar. Er hugsanlegt að
bakararnir búi hver í sínum heimi?
• Gísli Pálsson
NUTRIBEL
lífgjcifi húðarinnar
Dagkrcmid sem nærir og veilir raka
Það rennur eins og mjólk og er silkimjúkt.
Nutribel hverfur inn í húdina á svipstundu.
Leynivopn Nutribels er jojoba-olían og F-vítamínið.
Med daglegri notkun Nutribels verdur húðin aftur
mjúk oggeislandi björt. Áhrifin hafa verið
sannreynd. Berðu Nutribel á þig að morgni
og húðin helst mjúk og eftirgefanleg
í 18-24 klukkustundir.
LANCÖME
PARIS ^ "V
38