Þjóðlíf - 01.10.1987, Síða 48

Þjóðlíf - 01.10.1987, Síða 48
VIÐSKIPTI & FJARMAL VANTAR ÞIG fjármagn GlttnirW Þensla eða gróska? Fjármögnunarleigurnar í risavexti. Lánsfjármöguleikar fyrirtækja hafa aldrei veriö fjölbreyttari. Fjármögnunarleigurnar eiga tækin og búnaöinn og leigja hann út. Samningar þeirra frá áramótum skipta miljöröum. ÞENSLAN í ÞJÓÐARBÚINU hefur farið vaxandi undanfarið og þenslan á þeim nýja vísi að fjármálamarkaði sem er að koma upp hér á landi hefur líka verið veruleg. Stjórn- völd hafa nú undirbúið aðgerðirsem eiga að miða að því að draga úr þessum vaxtarverkj- um sem ekki er mætt með vaxandi velgengni fyrirtækja, viðskiptahallinn er mikill og stjórnvöld vilja halda í fastgengisstefnuna. Til að sporna við fótum og takmarka síaukið streymi erlends lánsfjár inn í landið hyggjast stjórnvöld ekki aðeins taka til hendinni í ríkisbúskapnum, aðgerðir eru í loftinu sem eiga að binda starfsemina gróskumiklu á fjármagnsmarkaðinum. Fyrir dyrum stendur sem sé að herða reglur um starfsemi nýju fjármögnunarleigufyrirtækjanna fjögurra sem nú-standrrblóma og hafa gjörbreytt lánsfjármöguleikum íslenskra fyrirtækja. Fjármögnunarleigurnar sem hafa sprottið upp á síðasta eða yfirstandandi ári, hafa vax- ið gríðarlega. Er áætlað að þegar hafi þau gert fjármögnunarleigusamninga fyrir um fjóra miljarða króna - að langmestu leyti fyrir erlent lánsfé. Stærst og elst þessara fýrirtækja er Glitnir h.f. sem komið er með samninga upp á tæp- lega tvo miljarða króna. Aðaleigendur Glitnis eru Iðnaðarbanki íslands hf., norska fjármálafyrirtækið A/S Nevi og Sleipner í London. Hin fyrirtækin eru smærri í sniðum en það eru Lind h.f. sem er fyrirtæki í eigu Sambandsins og franska bankarisans Banque Indosuez og hefur Lind gert samn- inga fyrir 600 miljónir fyrstu átta mánuði starfsferils síns (sjá viðtal ÞJÓÐLÍFS við framkvæmdastjórann Pórð Ingva Guð- mundsson), Féfang h.f. og Lýsing h.f. Um- svif þeirra síðastnefndu munu vera svipuð og umsvif Lindar en öll er þessi starfsemi enn í startholunum og samkeppnin á milli fjár- mögnunarleigufyrirtækjanna fer hraðvax- andi. Öll njóta þau samstarfs erlendra aðila sem veita bæði ráðgjöf og annast fyrir- greiðslu á erlendu lánamörkuðunum. Þannig nýtur Féfang hf. aðstoðar sænska fjár- mögnunarfyrirtækisins PK Finans. Stærstu eigendur Féfangs h.f. eru Fjárfestingarfélag- ið, Verslunarbankinn, Lífeyrissjóður versl- unarmanna og Tryggingamiðstöðin. Lýsing h.f. er í eigu Landsbankans, Búnaðarbank- ans, Brunabótafélagsins og Sjóvá. Fjármögnunarleigurnar komust ekki á legg fyrr en fjármálaráðuneytið hafði veitt undanþágu frá greiðslu söluskatts af leigu- gjaldi í ársbyrjun árið 1986 og hálfu ári síðar kom önnur reglugerðarbreyting frá stjórn- völdum, sem einnig var hugsuð til hagsbóta fyrir starfsemi fjármögnunarleiga þegar við- skiptaráðuneytið heimilaði þessum fyrir- tækjum að taka erlend lán án sérstakrar heimildar langlánanefndar til að fjármagna kaup á vélum og tækjum sem leigð yrðu á fjármögnunarleigusamningum. ÞEGAR bent er á auðsæ þenslueinkenni þessarar starfsemi nægir oft að vísa á leigu- bílaflotann. Endurnýjun hans síðustu mánuði er svo til að öllu Ieyti fjármögnuð í gegnum fjármögnunarleigur. Á móti er bent á að þær séu aðeins hluti af bráðnauðsynlegri og óumflýjanlegri breytingu á íslenska fjármagnsmarkaðinum. Nú eru valkostir fyrirtækja til að fjármagna fjárfestingu margfalt fleiri en áður og mun frjálsari og opnari. Áhættufjármagnsdeildir eru opnað- ar í Iðnlánasjóði og Iðnþróunarsjóði, erlend lántaka er mun auðfengnari en áður (sjá við- tal við framkvæmdastjóra Félags íslenskra iðnrekenda, Ólaf Davíðsson) og fjármögn- unarleigurnar eflast. Enn er þó langt í land með að hér komist á sterkur fjármagns- markaður og enn vantar hér algerlega virkan hlutabréfamarkað. Frá árinu 1983 hefur verið leitast við að koma á jafnvægi á milli framboðs og eftir- spurnar á lánsfé. Raunvextir voru hækkaðir og innlánsstofnunum veitt frelsi til vaxtaá- kvarðana, einokun Landsbanka og Útvegs- banka til gjaldeyrisviðskipta var afnumin og löggjöf um bankastarfsemi var gjörbreytt. Peningastofnanir og peningamarkaður á ís- landi eru í mikilvægri umsköpun en afleið- ingarnar eru ófýrirséðar. Stjórnmálamenn hafa minni tök á peningamálunum við aukið markaðsfrelsi peningaaflanna og eins og svo oft áður viljum við íslendingar verða nokkuð stórtækir þegar nýjungar eru annarsvegar. í erindi um fjármögnunarmöguleika iðn- fyrirtækja á Akureyri fyrir skömmu varaði Ólafur Davíðsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra iðnrekenda, við því að lánsfé gæti komið í staðinn fyrir eigið fé fyrirtækja. „án hagnaðar í starfandi fyrirtækjum verður eng- in varanleg nýsköpun í íslensku atvinnulífi. Allar nýjungar eru áhættusamar og þær komast aldrei á legg af lánsfé einu saman, hversu góð sem hugmyndin er.“ • Ómar Friöriksson 46

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.