Þjóðlíf - 01.10.1987, Síða 49

Þjóðlíf - 01.10.1987, Síða 49
VIÐSKIPTI & FJÁRMÁL Lærum á þetta kerfi Gedþóttaákvardanir okkar ganga ekki í alþjóóavióskiptum ÞAÐ MÁ SEGJA að orðið hafi nokkurskon- ar bylting á fjármagns- markaðnum. Áratuga- langt skömmtunarkerfi hefur verið afnumið og nú geta þeir sem vilja íjárfesta valið á milli margra og mismunandi kosta í stað þess að ganga í óvissu fyrir bankastjóra eða fara í fjárfestingarlánasjóðinn sinn og bíða úr- lausnar í marga mánuði. Gamla kerfið var einfalt en lokað, nýja kerfið verður flókið en °pið,“ segir Ólafur Davíðsson, fram- kvæmdastjóri Félags íslenskra iðnrekenda, í samtali við ÞJÓÐLÍF. Á iðnaðarráðstefnu á Akureyri sem hald- 'n var á 125 ára afmæli bæjarins 28. ágúst s.l. flutti Ólafur erindi um fjármögnun iðnfyrir- f®kja og vakti athygli á þeim nýju og gjör- hreyttu aðstæðum sem fyrirtæki búa nú við. Hann benti á sem dæmi að fyrirtæki sem væri að íhuga vélafjárfestingu þyrfti nú að líta á eftirtalda kosti: Lán í Iðnlánasjóði í SDR. Lán í Iðnþróunarsjóði í erlendri mynt eftir vali. Fjármögnunarleigu. Erlent lán allt að 66% ef um er að ræða ubyrgð sjóðs eða banka. Erlent lán allt að 100% án ábyrgðar. „I öðrum tilvikum," sagði hann, „þarf einnig að huga að lánum í krónum, verð- úyggðum og með háum vöxtum. Hér þarf að hanna vexti, gengisáhættu, lánstíma og skattaleg áhrif svo eitthvað sé nefnt. Auðvit- að standa ekki allir þessir kostir ávallt til flpða en oft eru þeir að minnsta kosti fleiri en einn. Það getur því verið flókið dæmi að bera Þessa kosti saman og síðan meta áhættuna bví hún er jafnan fyrir hendi...“ ^ÖGULEIKARNIR eru mjög miklir og á aiismunandi kjörum," segir Ólafur við ÞjÓÐLÍF. „Það eru ekki bara mismunandi vextir heldur líka mismunandi kröfur um jryggingar, mismunandi lánstími og skatta- ega getur þetta komið út á ýmsan veg. Aðalatriðið er að íslensk fyrirtæki búi við s°rnu aðstæður að þessu leyti og erlend fyrir- jjeki. Breytingar á fjármagnsmörkuðum eru unar að ganga yfir víðast hvar í löndunum í ri|igum okkur og þykja þar sjálfsagðar og ef V|ö eigum að standa jafnfætis erlendum fyrir- 'Vkjum í samkeppninni verðum við að búa V|ð sömu aðstæður og eiga aðgang að sams- °nar fjármögnunarmöguleikum." Hann segir að vissulega hafi stjórnvöld gert sitt til að losa kerfið úr gömlu skorðun- um og framhaldið ráðist að miklu leyti hjá fyrirtækjunum sjálfum „en stjórnvöld eiga enn margt ógert s.s. að opna meira fyrir möguleika fyrirtækja á erlendri lántöku. Hafi fyrirtæki til þess burði ætti það að geta tekið lán erlendis, hvort heldur til fjárfest- ingar eða rekstrar, og á eðlilegum viðskipta- legum grundvelli. Við teljum líka að ef opnað er algerlega fyrir aðstreymi erlends fjármagns inn í land- ið, án opinberrar fyrirgreiðslu, þá sé líka nauðsynlegt að opna leiðina út, þ.e.a.s. þá verði íslendingar líka að geta fjárfest í út- löndum. Almenningur geti t.d. lagt inn á gjaldeyrisreikninga í bönkum eða keypt verðbréf erlendis." Ólafur segir að talsvert skorti á að íslensk fyrirtæki hafi lært á þetta nýja kerfi og að- spurður viðurkennir hann hættuna á að menn hlaupi til þegar lánsfjárkostir bjóðast nú í hverju horni og steypi sér út í vafasamar skuldir. „Auðvitað er viss hætta á þessu þegar allt í einu opnast margir möguleikar eftir að menn hafa verið lokaðir í skömmt- unarkerfi áratugum saman og grípi þá næsta valkost án þess að velta því fyrir sér hvað það kostar. Við verðum bara að láta það yfir okkur ganga og læra á þetta kerfi því þegar allt kemur til alls eru það fyrirtækin sjálf sem axla ábyrgðina og taka afleiðingunum." HÁIR VEXTIR. Nú eru raunvextir hér á landi mjög háir, aukin erlend fjármögnun og lán- taka getur og þýtt það að vextir hér fari í auknum mæli að fylgja vöxtum í nálægum ríkjum. Við spurðum Ólaf um áhrif þessara breytinga á fjármagnsmarkaðnum á vexti al- mennt: „Undanfarin ár hafa vextir erlendis verið tiltölulega háir, líka hér innanlands, og í dag eru sennilega hærri vextir hér en í nálægum löndum," segir hann. „í dag eru erlend lán miklu ódýrari en lántaka innanlands vegna þess að gengið er stöðugt en verðbólgan tals- verð. Til lengdar er ekki hægt fyrir okkur að ætla að einangra okkur frá fjármagns- markaðnum erlendis og við hljótum því að fylgja að meira eða minna leyti sömu vöxtum og viðgangast í kringum okkur - og það er allt í lagi. Við tölum oft um það hvað hag- kerfið sé opið - við flytjum bæði mikið út og einnig inn í landið - og því held ég að það sé ekkert hættulegt né óeðlilegt við það að við séum mjög háð fjármagnsmörkuðum erlend- is og að vextir hér ráðist af vöxtum þar. Þetta vekur aftur á móti upp spurningar um hvernig stjórnvöld eiga að stjórna pen- ingamálunum í landinu og við verðum að gera skarpan greinarmun á erlendum skuld- um hins opinbera og svo lántöku fyrirtækja erlendis sem miðar að því að skapa meiri verðmæti. Þennan greinarmun verða menn að gera þegar þeir gagnrýna það að við séum að opna allar flóðgáttir fyrir erlendum lán- tökum fyrirtækja. Erlend lántaka fyrirtækja er beinlínis tekin til að auka framleiðsluna og sú framleiðsluaukning, sem fer annað hvort til útflutnings eða til að keppa við innflutn- ing, á að standa undir vöxtunum." Ólafur segir að það sé æskilegast ef hægt sé að taka lán í sem mestum mæli innanlands vegna þess að þá njóta innlendir aðilar vaxt- anna, en til að slíkt verði mögulegt þarf inn- lendur sparnaður að aukast. STJÓRNA HVERJU? Missum við ekki tök- in á peninga- og vaxtamálunum ef erlend áhrif aukast í íslensku fjármálalífi? Hann svarar þessari umdeildu spurningu á þann veg, að við séum nú þegar hluti af al- þjóðlegu viðskiptaneti, „við því er ekkert að segja og það er óumflýjanlegt. Við þurfum hins vegar að vera klárir á því hverju við eigum að hafa stjórn á og hvernig við getum stjórnað því. Við erum í fríverslun og því ráða stjórn- völd ákaflega litlu um það hvernig viðskiptin gerast. Við eigum líka að vera með opið fjármagnskerfi. Það er ekki einungis nauð- synlegt fyrir vöruviðskiptin heldur og á þjónustusviðinu líka, móttöku erlendra ferðamanna og skipa- og flugfélögin, sem verða að búa við mikið frjálsræði í gjald- eyrisviðskiptum. Ríkisvaldið á aftur á móti að fást við sín eigin fjármál. Ríkisfjármálin eru megin hagstjórnartæki ríkisstjórnar á hverjum tíma og stjórnvöld verða líka að taka ákvörðun um það hvernig við viljum haga beinni þátttöku útlendinga í efnahags- lífi okkar. Aðalatriðið er það að við erum nú þegar svo tengd alþjóðlegum viðskiptum að við getum ekki ákveðið eftir eigin geðþótta hvernig við viljum haga þessum málum óháð því sem gerist annars staðar. Þetta eru aðrar þjóðir að meira eða minna leyti búnar að uppgötva." I erindi sínu á Akureyri benti Ólafur á þá staðreynd að afkoma iðnaðarins í landinu hefur ekki gert betur en standa í járnum undanfarin sjö eða átta ár. Hlutfall eigin fjár af heildarfjármagni hefur farið snarminnk- andi. „Þó afkoma iðnaðarins hafi ekki verið nógu góð hafa umsvifin verið mikil og vax- andi," segir hann við ÞJÓÐLÍF, „og ég held að þessar breytingar á fjármagnsmarkaðnum auðveldi mönnum að auka framleiðsluna og þá ættu menn að ná fram betri nýtingu í sínum fyrirtækjum, en eins og nú horfir, með vaxandi verðbólgu, verð ég að óttast það að afkoman fari enn versnandi á næstunni. Miklar kostnaðarhækkanir og fastgengis- stefnan þýðir að fyrirtæki geta lítið hreyft verðið á sínum vörum því flest eru þau í erlendri samkeppni. 47

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.